Vonandi er allt komið í lag....í bili.

Í gær kom Gummi vinur okkar og lagaði lagnirnar sem voru bilaðar og setti nýja klósettið á sinn stað mikið er ég fegin að þessi vatns niður er hættur Joyful Gummi sýndi okkur lagnirnar og það er bara þannig að nú verður að skipta um allt undir húsinu þær eru meira og minna fullar af drullu og eru að stíflast, ég sat og var að knúsat við Ástu litlu skottuna í morgunn hún fór að tala um nýja klósettið og ég spurði hana hvort það væri ekki flott þá svaraði hún JÚHÚ mamma það er svona niðursturtari á því(hún meinti að það er takki til að sturta niður) mamma brosti bara og knúsaði sína stelpu ennþá meira.

Í dag ætlum við að skreppa í bæinn við ætlum að fara upp í kirkjugarð að leiðinu hjá Hilmari í dag eru 3 vikur síðan hann dó, síðust daga er ég mikið búin að hugsa um hvernig hann hafi það í nýjum heimi mér var sagt þegar pabbi dó að fólk sem deyr eftir mikil veikindi séu lengi að vakna hinumegin og þess vegna er ég að hugsa þetta hvort hann er vaknaður og hvort hann er búin að hitta Hafþór bróður sinn og alla þá sem tóku á móti honum því ég er full viss um að það voru margir sem tóku á móti stráknum okkar.

Loftur mágur minn ætlar að koma upp í kirkjugarð með okkur í dag hann ætlar að taka myndir af leiðinu hann tók myndir fyrir mig í jarðaförinni og erfidrykkjunni mig langar svo að fá af leiðinu líka hann ætlar svo að setja þetta á disk og prenta mynd að Hilmari framan á diskinn og merkja fallega svo ætlar hann að gera eins fyrir Ragnheiði ég ætla að fara og skoða þetta með honum í dag, Auður er búin að vera hjá Boggu og Lofti að skottast með Ragnhildi dóttir Lofts.

Ég kveð í bili þakka þeim sem lesa.

Kveðja Heiður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já vonandi fara nú ekki fleyri vatnslagnir hjá þér...mér fannst svona á öllu að röðin væri komin að kaffikönnunni að fara næst..sel það ekki dýrara en ég keypti það

kíki svo í bleikann í fyrramálið( ef þú ert við)

Ásta Björk Hermannsdóttir, 9.9.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Bestu kveðjur til þín.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mig langar að bæta við að ég votta ykkur öllum innilega samúð mína vegna andláts Hilmars og bið ykkur Guðs blessunar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband