10.9.2007 | 12:01
Góðan daginn......
Mig langar að byrja á að skrifa um gær daginn, víð fórum til Reykjavíkur fórum fyrst til Ragnheiðar og náðum í diska sem Lofur ætlar að skoða aðeins fyrir okkur fórum næst til Boggu og Lofts en hann tók myndir í jarðaförinni eins og sagði frá á blogginu í gær við vorum aðeins að velta fyrir okkur mynd sem á að vera framan á disknum myndin sem við vorum búin að finna gengur ekki upp svo það er verið að skoða aðrar myndir við sáum líka myndirnar sem hann tók og eru þær rosalega fallegar,við fórum svo upp í kirkjugarð að leiðinu hans Hilmars mér fannst það gott en það er samt stutt í tárin og þau fengu bara að renna leiðið er mjög fallegt og krossinn, við fórum svo til Ragnheiðar og Steinars alltaf gott að koma til þeirra þar voru Hjalti og Aníta við sem var ofsalega gott því hann Hjalli okkar á eftir að takast á við hluti sem eru ekki alveg auðveldir eftir allt sem við höfum gengið í gegnum hann á eftir að taka út smá dóm og eitthvað fleyra er á leiðinni við ræddum þetta öll saman við hann,og hann veit að við gerum allt sem hægt er til að létta honum þetta, (svona fyrir þá sem ekki vita eiga Ragnheiður og Gísli 3 stráka saman Hilmar,Hjalta og Björn en það var bara Hilmar sem bjó hjá okkur en auðvita hafa hinir komið og verið hjá okkur eins og þeir hafa viljað),mig langar að byðja ykkur sem lesið að hafa hann Hjalta í bænum ykkar.
Dagurinn í dag.
Það var að vanda vaknað kl 7 til að skóla fólkið mætti á réttum tíma í skólann og vitii menn Ásta Sigríður sem er enn á leikskóla vaknaði líka hennar tími er oftast á milli 8 og 8.30 ok mamman voða glöð að þurfa ekki að vekja hana þennan morguninn hún fékk sér að borða með systkinum sínum og svo var kíkt á sjónvarpið skóla fólkið fór út svona 15 mínútum fyrir 8 þá kom Ástu tími hún var búin að koma sér notalega fyrir í stofunni í rúminu sem Auður sefur í á meðan amma er í heimsókn en vildi hún fá að kúra pínulítið lengur og kveikti ég þá á tölvunni til að hlaða ipod fyrir Auði og auðvita aðeins að kíkja á bloggið jú auðvita gleymdi ég mér og 8.40 hrökk ég upp úppps þarf að gera dömuna klára fyrir leikskóla þá var mín stein sofnið í stofunni ÆÆÆ þetta átti ekki að gerast en þetta gekk allt vel hún vaknaði og fór í leikskólann um 9,30, en rétt fyrir 9 var hringt úr skólanum og Sverrir eitthvað slappur kvartaði um í maganum og lá bara fram á borðið sitt og vildi bara fá mömmu ég fór og sótti hann ég veit ekki alveg hvað var að hjá honum en hann er allur að hressast.
Þetta er orðið gott að sinni þakka þeim sem lesa kveðja Heiður.
p.s ég þakka allar góðar kveðjur það styrkir okkur mikið.
Athugasemdir
Ég fór inn á kertasíðuna hans Hilmars og kveikti á einu kerti fyrir hann og öðru fyrir Hjalta..ég hugsa stöðugt til ykkar allra sem standið að þessum drengjum og bið að Guð gefi ykkur allann þann styrk sem hann mögulega getur..og svo aðeins meira
til ykkar
Ásta Björk Hermannsdóttir, 10.9.2007 kl. 13:51
Elsku Heiður,
Ég vil senda þér og fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Hilmars.
Kveðja,
Jóhanna (bekkjarsystir frá Patró)
ps. ég rataði óvænt inn á bloggið þitt og ég á alveg pottþétt eftir að kíkja hér inn af og til og fylgjast með hvernig gengur hjá ykkur
Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.