VEÐRIÐ.

Úfff nú er úti veður vont...........og lang best að vera undir sæng og lesa góða bók eða bara að fá sér pínu blund....en ég ákvað samt að skrifa hér smá því í gær gerði ég ekki neitt hef hugsað mér að reyna að skrifa hér eitthvað á hverjum degi EN það kemur örugglega einhver tíman Wink. Í gær var ég bara svo slöpp og frekar þung og pirruð á öllu þannig að sá dagur fór mest í að liggja með tærnar upp í loft upp í sófa(held að ég hafi legið fyrir daginn í dag líka),í dag er ég miklu betri.

Ég byrjaði daginn á að keyra börnin í skólan þau heppin fengu skutl vegna veðurs annars labba þau alltaf það er svo sem ekki langt að labba en Auður þurfti að mæta í íþróttir og það er frekar langt.

Svo rétt upp úr kl 9 var farið með Ástu í leikskólann hún er að byrja í skólahóp eða 5 ára hóp eins og það heitir og var spennan mikil hún sagði að hún ætti að fara í heimsókn í skólann og lét sko bróðir sinn vita að hún kæmi í skólann í dag ...en það var ekki svoleiðins það átti bara að vera hópavinna í leikskólanum og þegar henn var sagt það í morgun þegar við mættum þá sagði hún bar já mamma eða það ég fer seinna í skólann og þar með var það afgreitt og mamma þú mátt fara heim.

Skrifa vonandi meira á morgunn í síðasta lagi ég set kannski inn smá fæslu um 5 ára hópinn hennar Ástu í kvöld það væri gaman að hafa smá dagbók um það hér.

Kveðja Heiður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

já já nú eru litlu skruddurnar orðnar svona gamlar..komnar í skólahóp...ekkert smá spennnandi..það er sko beðið hér eftir sameiginlegum íþróttatíma með 1.bekk...þá hittast vinirnir aftur..

rok og rigning...á ég að lána þér bók??

haha kveðja af völlunum

Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.9.2007 kl. 11:47

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Bók segir þú Ásta það er nú fullur bókaskápur hér fyrir afnan mig.....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.9.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

það er sko ekki nóg...maður þarf að lesa bækurnar sínar Heiður mín

Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.9.2007 kl. 17:27

4 Smámynd: Ragnheiður

hehe hvaða slot eru þetta ?....dettur nú í hug ein sem svaf á ökunámsbókinni og varð manna mest hissa þegar hún féll á prófinu

Ragnheiður , 12.9.2007 kl. 18:40

5 Smámynd: Ragnheiður

ég meinti auðvitað SKOT

Ragnheiður , 12.9.2007 kl. 18:41

6 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

ööö það var sko ekki ég

hehe 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.9.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband