Jæja þá

kemur færsla dagsins ég var að segja í gær að ég myndi reyna að skrifa hér að minsta kosti eina færslu á dag.......ég ætlaði að skrifa í gærkvöldi en ég er í stjórn foreldrafélagsins í leikskólanum hjá Ástu og það var fundur í gærkvöldi ég var lengi að spá í hvort ég ætti að fara en ákvað svo að drífa mig þetta er í fyrsta skipti sem ég fer eitthvað að kvöldi til síðan Hilmar dó ég var ekki lengi rúman  klukkutíma vissi ekki alveg hvernig gekk að koma börnunum í rúmið það hefur ekki alltaf gengið vel og er alltaf verið að reyna að koma einhverri rútínu á börnin.

Ásta fór í 5 ára hópinn í gær og gekk það vel og það var gaman eins og hún sagði hún átti að skrifa stafinn sinn bæði lítinn og stóran það var ekki mikið mál fyrir mína því hún er farin að skrifa nafnið sitt fyrir ári síðan svo teiknaði hún mynd líka og hún var svakalega ánægð með daginn svo á að fara að gera hljómpróf af henni og vænti ég að hún komi vel út úr því hún er svo skír og klár stelpa.

Ég bjó til nýtt albúm sem heitir blómin hans Hilmars við keyptum lítið borð sem verður með myndum og minningum um Himma  þetta borð köllum við Himma borð krakkarnir hafa hjálpað mér að raða á borðið þetta er mest allt hlutir sem vinir og ættingjar hafa komið með til okkar.

Jæja þetta er gott í bili ...þakka þeim sem lesa kveðja Heiður. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband