16.9.2007 | 19:05
Jæja það kom
að því að foreldranir gáfu eftir með að fá ketling á heimilið ég á reyndar eftir að tala við Sollu um að fá ketlinginn...Ragnheiður og Steinar komu til okkar í dag og buðu Auði að koma með sér í Keflavík að skoða ketlingana hjá Sollu dóttir Röggu og þegar hún kom heim sagði hún maaaaammma ég sá svo sætan ketling hann er svartur og hvítur og hann var einn út í horni og horfði á mig svona(svo lék hún hvernig hann horfði á hana) þetta gerði Hilmar líka einu sinni þegar hann náði í unga í hreyður út í móa þegar hann var ca 13 ára ég á eftir að tala við Röggu um að fá númerið hjá Sollu og ath hvort við getum fengið hann... það er mikil hamingja hjá unga fólkinu á heimilinu núna Ásta er alveg með allt á hreinu hvað þarf að kaupa fyrir litlu kisuna og búin að telja upp langan lista fyrir mig.
Jæja gott í bili þarf að fara að klára að elda matinn kveðja Heiður.
Athugasemdir
úpps...ég fæ semsagt ekki köku næst, bara skammir....
Til hamingju með kisuna, ég hringi í Sollu snöggvast
Ragnheiður , 16.9.2007 kl. 19:21
Nei Ragga mín þú færð alveg köku..... "hann horfði á mig svona" bræðir greinilega enn hlökkum bara til að fá litlu kisuna...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.9.2007 kl. 19:30
æi æðislegt..til hamingju með litlu kisu
er það strákur eða stelpa??
hehe ég á bara 2 stk af hvoru tíhí
hlakka til að sjá þegar hann/hún er komin/n
Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:57
þetta er strákur eftir því sem Auður segir...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.9.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.