19.9.2007 | 15:41
Vá hvað ég er
komin með mikið leið á þessar rigningu...úff ég þarf að opna fellihýsið mitt áður en það fer í vetrar geymslu og það er ekki hægt á meðan rignir svona mikið.
Sverrir fór í bekkjar myndatöku í dag og var hæst ánægður með það Auður fór í síðustu viku og þá man ég það að ég þarf að fara inn á skóla vefinn og ná í myndina litla prinsessan fór svo í 5 ára hópinn í dag og þarf ég að fá allt um hvernig það gekk þegar hún kemur heim á eftir kl 16.
Nú fer vonandi að stittast í að það verið farið að ráðast í að laga lagnirnar ég er búin að tala við Gumma um að gera þetta fyrir okkur og það verður þá smá rask hér það þarf að opna vegginn í stofunni til að skipt um lagnir og er stofan betri kostur því veggirnir á baðinu eru klæddir upp í loft og ef það verður farið þeim megin þarf að skipta um allt á klósettinu og ætlum við að sleppa við það ég veit ekki alveg hvenær verður farið í þetta en vonandi sem fyrst.
Mamma er svo að koma til okkar hún er ekki farin vestur enn því ég þarf að mæta á fund upp á leikskóla á fimmtudagskvöld og ef Gísli þarf að vinna lengur þá ætlar mamma að bjarga börnunum á meðan.
Jæja ég þarf að fara að sækja Ástu set inn eitthvað inn á eftir úr 5 ára hópnum.
Kveðja Heiður.
Endilega að kvitta fyrir sig til að svala minni forvitni.
Smá viðbót um 5 ára hópinn hjá Ástu hún fékk bók gefins það var langafi eins stráks sem er með henni í hópnum sem gaf öllum krökkunum í 5 ára hóp bókina Raggi litli og froskurinn Alvitur og áritaði þær allar hún var svo spennt að láta lesa fyrir sig bókin að við fórum beint heim og við lásum bókina.
Athugasemdir
Hehe ...ég skal kvitta ...bara svona til að svala forvitninni:P....veit er ansi löt að kvitta:)
Kv Þóra
Þóra Björk (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 16:14
Ég er hér, var að reyna að senda þér email til baka. Það gengur ekki alveg hérna, er í vinnunni og tölvan vill ekki senda e mail.
Endilega settu kertasíðuna hans líka hjá þér, það gleður mig bara.
Takk fyrir allt
Ragnheiður , 19.9.2007 kl. 18:30
Takk Ragga ég ætla að reyna að setja þetta sem link hjá mér....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.9.2007 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.