20.9.2007 | 18:45
Búið að
nóg að gera hjá mér í dag sem er bara gott þegar maður er að REYNA að koma sínu lífi í réttar skorður hafði það reindar rólegt í morgunn en eftir hádegi fór ég á fund upp í skóla með kennara og sérkennslu kennara hans Sverris það gengur vel hjá Sverri hann er duglegur og góður í skólanum en mér hefur fundist hann þurfa að læra mikið heima og það hefur oft ekki gengið eins vel og hann ekki klárað verkefnin en það á að breita því Sverrir fylgdi ekki bekknum síðasta vetur vegna þess að skólinn hentaði ekki fyrir hann(svona orku mikinn dreng) og var úr að hann var sendur í greiningu í janúar 2006 og greindist hann ofvirkur með athyglisbrest hann fékk góða hjálp með námið síðast vetur og finnst mér það vera að skila sér núna en af því að hann hefur ekki fylgt bekknum sínum verður honum komið smátt og smátt inn í það nám sem bekkurinn er að læra, svo þegar ég kom heim þá átti hann eftir að klára stærðfæðina og jú minn maður kláraði þetta allt eins og ekkert væri svo skilar hann á morgunn þó að hann hafi átt að gera það í dag.
Það komu svo gestir uppáhalds frændi kom til frænku hann er 1 árs og er svo mikið æði og á æðislegum aldri með tal hann spyr bara....hvað er þetta..... æ frænku snúlli.
Svo kom Ásta heim kl 16 og það var hópur í dag en hún vildi ekki tala mikið um það já og þá er það bara þannig hún er spes ef hún vill ekki tala um það .....þá talar hún ekki um það sem sagt mjög ákveðin stelpa.
og stóra stelpan er bara á gelgju tíma bilinu og þá er maður í fullri vinnu við að vera gelgja annars er hún að þrífa herbergið sitt mjög vel þessa dagana því hún er svo hrædd um að það sé eitthvað undir rúmin sem litli ketlingurinn getir borðað ...og mamma er hæst ánægð með þrifin .
Ég er svo að fara á fund í kvöld á leikskólanum fyrst með foreldrum skólahóps krakkana og svo er fyrilestur um SVEFNVENJUR barna sem mér veitir ekki af að hlusta vel á til að hafa einhverja stjórn á svefni hjá Ástu....kannski fæ ég góð ráð mamma er hjá okkur og ætlar að vera hjá krökkunum þangað til Gísli kemur heim .
Jæja verð að gefa snemma að borða þannig að ég er að fara að klára að elda þakka þeim sem lesa og það má alveg skrifa í comment.....
Mig langar að byðja ykkur um að kveikja á kerti fyrir hann Hilmar það er komin linkur hjá mér og svo er líka linkur inni hjá Röggu...Takk fyrir
Hér er mynd af börnunum á þessu heimili.
Athugasemdir
Við fáum bráðum lítinn kisustrák.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.9.2007 kl. 22:32
J nú er ég hlessa.
Bogga (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.