27.9.2007 | 15:48
Ég finn að
ég er frekar pirruð í dag og er það vegna þess að við fjöldskylda Himma höfum verið að reina að fá dótið hans sem hefur gengið að nokkru leiti og eitthvað komið til Röggu mömmu hans með góðra manna hjálp en það er að pirra mig að það eru einhverir endar enn lausir og ég skil ekki afhverju það er þannig.....ég vil kannski ekki tala mikið um þessa lausu enda núna því ég held að það sé ekki alveg rétt fyrst vil ég vita meira um það.
Annars fór ég aðeins og lét dekra aðeins við mig í morgunn sem er mjög gott fyrir pirrrraða konu og að gleyma ekki sjálfum sér svo keypti ég Mannlíf og las um bloggið sem var líka gott,Sverrir er vonandi að byrja að jafna sig í fætinum hann kvartar ekki eins mikið og í gær og stelpurnar eru svona svipaðar Auður komin á fullt í fimleikana og æfir 4 sinnum í viku henni finnst gaman í fimleikum svo ætla Sverrir og Ásta að æfa líka fimleika ég veit að Ásta gerir það því henni það gaman en Sverrir gafst upp í fyrra en vill prufa aftur og gerir það um leið og hann jafnar sig.
Jæja komin tími til að sækja Ástu á leikskólann bless að sinni.
Endilega muna eftir kertasíðunni hans Hilmars.
Ég ætla svo að setja hér mynd sem mér finnst svo góð þó að litlu ungarnir séu ekki að horfa og með hendur á réttum stað en þetta eru þau öll saman systkinin 4 þessi mynd er síðan á jólum 2002.
Athugasemdir
já er alveg samála maður verður pirraður á svona hlutum.
en mér og hjalta er farið að ganga vel erum hætt í öllu rugli og ætlum að fara að lifa eðlilegu lífi. biðjum að heilsa öllum svaka vel og hafiði það sem best;=)
Aníta (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 17:47
Elsku Aníta við erum svo glöð að þið Hjalti ætlið að fara að lifa eðlilegur lífi bara stórt knús á ykkur
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.9.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.