ÆJ

hvað ég er búin að vera löt að skrifa hér og ætla ekki að skrifa mikiðFootinMouth...en það er eitt sem mig langar að segja samt hér bara vegna þess að mér finnst þetta óendalega sætt og fallegt...hún Ásta litla mín sem er bara 5 ára er að teikna hér við hliðina á mér hún er að teikna mynd af sér og Hilmar bróðir sínum og ætlar svo að setja þetta á himmaborðið okkar hér í stofunni......æj hún spyr svo mikið um hann og talar svo mikið um hann svona til að skíra betur eru þau í takkaskóm svo eru ský og blóm.... þetta er svo sætt.

kveðja Heiður

Bara muna eftir Himma ljósum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hún er svo mikil rófa og svo góð lítil stelpa. Himmi heppinn að eiga svona góða systur

Ragnheiður , 2.10.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Æi hún er æðisleg þessi litla skrudda ...

Búin að kveikja á kertum fyrir Hilmar og Hjalta.

Kveðja frá tönnslu 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 2.10.2007 kl. 20:33

3 identicon

Hún frænka mín er ekki í vandræðum með að teikna eina fallega mynd. Ég á orðið nokkrar alltaf þegar hún kemur eða ég kem í heimsókn þá fæ ég eina fína mynd.

Bogga (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já hún er snillingur svo bætti hún Hjalta og Bjössa og fleyrum við þarf að spyrja hana betur í í þetta en myndin er flott

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.10.2007 kl. 23:03

5 identicon

Sæl systa.Kvitta hér að gömlum vana. En mig langar bara að minna þig á að það er dánardagurin hans Pabba í dag og ég sá á blogginu hennar Ragnheiðar að það er einn mánuður síðan Himmi okkar var jarðaður. Ég ætla að kveikja á kerti hjá Himma í minningu um hann pabba honum þótti nú alltaf svo vænt um hann. kveðja.

Bogga systir. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband