Litla kisan

er komin til okkar hann er svo lítill og svakalega sætur en mikið svakalega er það nú gaman og gott að fá hann börnin kunnu sér auðvita ekki læti þegar við komum heim og skoðuðu hann lengi hann er nú  að skoða nýju heimkinni sín og er bara forvitinn...það er svo búið að finna nafn á hann og hann heitir SOKKUR sem okkur fannst vel við hæfi því það er eins og hann sé í hvítum sokkum eða eins og börnin segja Sokkur Gíslason.

Það er verið að reyna að finna út hvernig á að koma myndum inn í tölvuna úr nýju myndavélinni og set ég mynd inn um leið og það tekstWink.

Kveðja Heiður  

Muna svo eftir ljósunum hans Hilmars. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

 Þið getið þá kallað hann drullu sokk ef hann verður skítugur hehe. Hlakka til að sjá myndir af honum. Það er mikið stuð hér, ég er að "passa" 2 aukahunda og mínir eru alveg hissa á þessu öllu saman. Líf hans Sigga er hérna og Hektor hennar Sollu. Það er mikið stuð og mikið leikið....óboj....

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Get rétt trúað því að það sé fjör hjá þér...mikið finnst mér gaman að sjá hvað börnin mín eru glöð í kvöld Auði finnst hann svo stór hún sagði mamma hann var svo lítill þegar ég fór með Röggu og Steinari.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.10.2007 kl. 22:08

3 Smámynd: Ragnheiður

hehe já hann hefur örugglega stækkað helling

Ragnheiður , 12.10.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

æi grey kisi..ef hann er með niður gang þá verður sagt...."ertu með drullu Sokkur"..haha ég kem og kíki á hann á morgun..

Ásta Björk Hermannsdóttir, 13.10.2007 kl. 01:28

5 Smámynd: Solla

Hæhæ æðislegt að allt gangi vel. Þessi kisi er algjör gullmoli. Flott nafn á hann

Elsku Auður áður en þú veist af verður litli sæti kisustrákurinn ykkar orðin stór og virðulegur köttur.

Solla, 13.10.2007 kl. 01:55

6 identicon

Það er nauðsinlegt fyrir krakka að umgangast dýr, kíktu á færsluna mína í dag og þú getur lesið um lífið hjá húsdýrinu á mínu heimili Það er ljótt að uppnefna, vita þær það ekki þarna suður með sjó Sokkur er bara svo fínt og Sokkur Gíslason allveg fullkomið Kær kveðja til ykkar frá bæði fólki og og húsdýri á Fáskrúðsfirði

Anna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband