Þá er ég komin á fætur

á þessum drottins sunnudegi allir þurftu að fá sinn morgunnverð bæði börn og köttur svo það varð að koma sér frammúr.

Lífið gengur sinn vana gang hér börnin sáu að það var komin "snjór" úti smá hélað á jörðinni sem segir mér það að vetur konungur er komin enda fyrsti vetradagur í gær.

Mér hefur mikið verið hugsað síðan 19 ágúst hvernig börnin á heimilinu tækju út sorgina  Auður er oft pirruð og ónóg sjálfri sér ég var að vona að þetta tengdist samræmdu prófunum en hún lagaðist ekki eftir þau og geri ég mér ekki alveg grein fyrir hvort þetta er sorgin sem hún getur ekki talað um og er ég búin að reyna að tala við hana um þetta án þess að hún finni að það sé verið að þrísta á hana.Sverrir er litli gaurinn og er virkur og hefur alltaf verið það ég sé ekki að neitt sé að plaga hann hann auðvita talar um Himma sinn og horfir á mydirnar af honum og talar um hann sem engil og saknar eins og við öll.Ásta hefur í raun komið mér mest á óvart hvað hún er opin og talar um þetta hún hefur líka teiknað myndir af sér og Himma og bætti svo Bjössa,Hjalta,Auði,Sverri,mömmu og pabba inná myndina þetta er fjöldskylda hennar hún talar líka um hann á næstum hverjum degi svo á miðvikudaginn þegar hún fór í leikskólann(daginn eftir að við hittum sr Bjarn)fannst einni fóstrunni hún þung og ekki eins og hún er vön að vera og hún teiknaði alltaf 2 manneskjur eða 2 hluti hún hafði orð um þetta við deildastjórna og fannst henni að þetta gæti verið að hún væri að tjá sig eftir stundina sem við áttum með prestinum þetta hjálpar henni að koma hlutunum frá sér hún er mjög opin og liggur ekki á því sem hún þarf að segja.Ég kem örugglega til með að hugsa um þetta lengur.

En svona aftur að daglega lífinu við erum búin að pannta miða í leikhús við ætlum að fara að sjá Ladda við ætlum að taka Hjalta og Anítu með við förum 11 nóv mig hlakkar mikið til því þetta höfum við ekki gert mikið af nú á bara eftir að fá einhvern til að vera hjá börnunum og það reddast.

Jæja þetta er gott í bili það væri gaman að fá að sjá hverjir koma á síðuna svo ég kvet ykkur til að kommenta eða skrifa í gestabók.

Muna svo eftir ljósunum hans Himma síðan er hér til hliðar. 

Hér er svo ein mynd af börnunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ var að skoða siðuna þína til hamingju með kisuna og ég er búinn að fara á ladda og það var mjög gamann bið að heilsa Eva

Eva Björk (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband