11.11.2007 | 13:48
3 litlar kisur
Hér er búið að vera líf og fjör Gísli fór í gær og sótti Hjalta og Anítu og auðvita var ekki hægt að skilja kisurnar eftir einar heima svo Sokkur fékk líka félaga hann passa sinn heima völl jú hann á heima hér og hefur látið Lukku alveg vita það þeir slást eða leika og er okkur ekki alltaf alveg að standa á sama allavega þorðum við ekki annað en að loka Sokk inni hjá okkur í nótt hann var nú ekki alveg sáttur en sofnaði svo og vaknaði hress í morgunn.
Eins og ég sagði hér áðan þá eru Hjalti og Aníta hér hjá okkur við erum að fara á Ladda sýninguna í kvöld og hlökkum mikið til Valdimar kemur og passa þannig að börnin á heimilinu fá eggjaköku að hætti Valda bróður og finnst þeim það bara spennandi.
En svona til fróðleiks fyrir fjölskylduna þá fékk Gísli langafa barn nr 2... 6 nóv Þórhallur sonur Bylgju var að eignast dóttir en átti son fyrir hann Gísla Stein til hamingju Brynhildur og Þórhallur.
En svo að lokum þá að minna á ljósin hans Himma.
Kveðja úr kattalandi Heiður.....
PS set hér 2 myndir af kisunum.
Sokkur og Lukka að leika sér.
Allir að kvíla sig í sófanum.
Athugasemdir
Hæhæ váhh hvað þetta er myndalegur hópur af kisum hjá ykkur. Á Hjalti gráu kisuna og marglituðu?? Æðisleg mynd af Sokk karate kisa. En bið að heilsa og góða skemmtun í kvöld
Solla, 11.11.2007 kl. 13:55
Já þær eru svo æðislegar....takk við gerum það pottþétt
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.11.2007 kl. 15:11
Fínar myndir af kisum ,ég hélt að Hjalli og Aníta ættu bara eitt kis en þarna eru 2 gestir...hehe. Til hamingju langamma og langafi með telpuna.
Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 16:49
Sauður ! gleymdi!
Góða skemmtun í kvöld ! Þetta er ferlega skemmtileg sýning hjá Ladda
Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 16:49
æ´nlhojyætheklytj ljótar kisur pppppppppppjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjjaaaaaaaaaaaaakkkkkkkkkkkkkkk love you ég elska þig.
ruglurass (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.