19.11.2007 | 15:38
Helgin....
Jæja þá er róleg og notaleg helgi að baki Já segi það vegna þess að við vorum ekki með börnin heima um helgina sem var bara kærkomið að fá að slappa bara af tvö ein en frekar tómlegt engin að kalla mamma eða vakin upp kl 7,30 á laugardagsmorgni má ég kveikja á sjónvarpinu,Auður var hjá Jóhönnu vinkonu sinni Sverrir fór með Valdimar bróðir sínum á Skagaströnd og Ásta litla var hjá Sigþór bróðir sínum og lék við Hafdísi dóttur hans þær eru jafn gamlar nema Ásta er fædd í janúar og Hafdís í desember þannig að það er í raun heilt ár á milli þeirra,Við gerðum svo sem ekki neitt sérstakt nema að liggja bara í leti heima og hafa það huggulegt.....en það er líka mjög gott og nauðsynlegt.
Það er eitt sem ég er búin að velta mikið fyrir mér að skrifa hér á bloggið en einhvern vegin ekki komið mér til þess,ekki það að ég hafi átt erfitt með að tala ég kann það mjög vel.....en það er svoleiðins þegar sorgin og erfðileikar banka hressilega uppá hjá manni verður allt mikið erfiðara eða það er þannig hjá mér ég hef smá saman verið að loka mig af hér heima sem er engan vegin nógu gott en það er bara þannig mér hefur ekki gengið nógu vel að vinna úr sorgini eftir að Hilmar dó og hef í raun ekki vitað hvað ég ætti að gera og er því besta lausnin á vandamálinu að loka sig af þá þarf ekki að tala og útskíra líðan þann dag....en auðvita banka þá bara fleyri vandamál uppá sem er enn verra og það sá ég alveg en ég var bara komin í ákveðna krísu með mig sjálfa þangað til góð vinkona kom hér gagngert til að ræða þetta við mig(því það voru allir sem umgengust mig búinir að sjá þetta þó ég reyndi mikið til að fela mína líðan)og úr var að ég ákvað að pannta tíma hjá lækni fyrir um 2 vikum síðan og gat ég rætt þetta allt vel við hann jú auðvita þurfti ég hjálp og ég er komin með lyf og ég er komin í 12 vikna samtals meðferð hjá hjúkrunarfræðingi hér á heilsugæslunni og hitti hana 1 sinni í viku......ég er mjög sátt við þetta prógramm sem ég er að fara í og held að með tímanum þá hjálpi það mér að læra að lifa með þessari miklu og erfiðu sorg.Þetta tekur tíma og þá meina ég langan tíma og þó ég sé búin að vera í 2 vikur er ég enn að leggja mig í tíma og ótíma alla daga ég þarf að sofa alveg rosalega mikið og fer næstum allur tíminn sem börnin eru ekki heima í að sofa,það er víst eðlilegt að sofa mikið eða sofa ekki neitt....
Jæja þetta er nú gott í bili og gott að vera búin að koma þessu frá mér og niður á blað ef svo má segja ég segi svo meira frá hvernig gengur vonandi verður það bara ekki eins erfitt og þetta.
Kveðja Heiður.
Svo er kertasíðan hans Himma líka hér til hliðar endilega muna eftir henni.
Athugasemdir
Gott að allt er á uppleið hjá þér frænka góð
Knús á þig
Dísa Dóra, 19.11.2007 kl. 17:38
Æj mikið er gott að þú fékkst einhverja hjálp, þetta er svo skelfing erfitt að horfa framan í lífið án Hilmars
Ragnheiður , 19.11.2007 kl. 18:03
Takk Dísa mín góðir hlutir gerast hægt....
Já Ragga Það er alveg skelfilega erfitt að horfa framan í lífið án hans....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.11.2007 kl. 22:48
Vona að þetta gangi vel áfram......held áfram að koma í mitt morgunkaffi..er bara ómöguleg ef ég kemst ekki hehe, svo lengi sem það verði ekki fleiri hringtorg á vegi mínum:P...og btw er enn að pæla í jólaljósunum hvernig þetta var held að þetta verði svolítið skondið allavegana verður hlegið mikið hehe
Kveðja Þóra Björk
Þóra Björk (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 00:11
Það er létt leið að loka á alla en ekki rétta leiðin. Gott að vinirnir sáu í gegn um þig. Það er ósköp eðlilegt að þurfa hjálp við svona áföllum. Vona að allt fari að snúast til betri vegar núna.
Knús og klús
kidda, 20.11.2007 kl. 20:54
Mig langaði bara að skilja eftir kæra kveðju til ykkar, ég er svo ánægð með að þú ert að fá aðstoð. Það var notalegt að fara í Laugarneskirkju og nú er að fara af stað sorgarhópur og hann verður á sama tíma. Við fórum fjögur núna, ég og Steinar og Solla og Jón. Solla ætlaði svo að bruna heim, hún hélt jafnvel að hún væri að fara af stað.
Ragnheiður , 20.11.2007 kl. 22:19
Takk fyrir Ólafía.
Takk Ragga mig langaði svo að fara en ég var bara svo sein að hugsa fyrir með baranpössu,já ég er mikið sátt við það sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og ekki síður börnin mín og fjölskyldu...æj vona að allt sé faið af stað hjá Sollu mig hlakkar svo til líður stundum eins og ég sé að verða frænka....heheh hlakka til að fá fréttir.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.11.2007 kl. 22:43
Heiður mín, þú ert hér með útnefnd heiðursfrænka af ömmunni.
Ragnheiður , 20.11.2007 kl. 23:23
Æ takk Ragga þetta er mikill heiður að fá að vera heiðursfrænka......
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 21.11.2007 kl. 08:16
Þegar sálin er brotliln þá er svo "auðvelt" að loka sig inni, tek ofan fyrir þér að skrifa um líðan þinn á síðunni frænka mín. Það væri svo miklu auðveldara ef maður þyrfti að vera í gifsi þá væri sýnilegt að maður væri eitthvað laskaður og það væri dagsetning á því hvenær maður losnaði við gifsið: Sálin er öllu flóknari en beinbrot, gefðu þér góðan tíma og taktu á móti allri þeirri aðstoð sem þér bíðst, ég lít á svona sálar meðferð-tiltekt sem eilífðar verkefni, fyrst þarf maður að taka helling til og svo að halda sálinni við svo við lendum ekki í sömu sporum aftur, er búin að vera að hlúa að minni sál síðustu 16.árin svo þar er ágætis skipulag en það krefst vinnu og aðhlinningu. Gangi þér sem allra allra best og taktu lítil skref í rétta átt heldur en stór út í buskann.
Anna (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.