Jól,afmæli eða afmæli og jól...

Ég er hér þó ég skrifi ekki mikið ég hef ekki gefið mér mikinn tíma í tölvunni lesið einstaka síður og spilað svo tölvuleikinn minn á kvöldin og farið snemma að sofa....ég er búin að vera að undirbúa jólin og jú og svo auðvita á prinsinn á heimiliu afmæli í byrjun næstu viku og það er verið að undirbúa stráka afmæli líka.

En við fórum á jólahlaðborð með vinnufélögum Gísla á laugardagskvöldið á Grand hótel og var það mjög gaman og mjög góður matur við vorum ekki með neitt nætur rölt frekar en í önnur skipti þegar við förum eitthvað svona og vorum komin heim um kl 1 sem er frekar seint á okkar mælikvarða.... hehehe.

Svo fórum við á sunnudaginn í jólagjafa leiðangur og vorum við bara dugleg kláruðum allt sem þarf að senda í burtu en eitthvað er eftir sem ekki þarf að senda ég var mjög ánægð með þetta en var þreitt eftir þennan dag,við enduðum svo á að fara í kirkjugarðinn til Himma og kveiktum ljós hjá honum mér finnst leiðið hans fallegt og er komið jólaljós hjá honum sem er fallegt við keyptum luktir sem á að fara á leiðið hans og er Gísli að skoða hvernig hægt verður að festa þær og held ég að lausnin sé komin og verður farið með þær um næstu helgi.

Jú auðvita er þetta ekki alveg tíðinda laus vika...hahaha það er alltaf smá fjör og læti hér já þvottavélin þvoði sinn síðasta þvott hér á mánudags morgunn Frown svakaleg læti og hávaði fylgdi því og belgurinn skröllti inn í henni hún var orðin 10 ára og hefur þurft að vinna mikið öll þau 10 ár og sá ég framm á að þurfa að fara í bæinn og versla eitt stk þvottavél í jólaösinni en hún Ásta vinkona mín átti auka þvottavél sem henni var gefið og mundi ég auðvita ekki eftir því og vinnur hún nú í þvottahúsinu af miklu kappi Smileog fékk ég hana lánaða og ætla ég að fresta öllum kaupum á þvottavél framm yfir áramót.

Jæja nú er ég farin að taka til og haga mér eins og húsmóðir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega varstu heppin að til var svona varaþvottavél, það er nú alveg nægur aukakostnaður búinn að koma í hinum og þessum skakkaföllum þetta árið....alveg nóg ...

Kær kveðja í Grindavík, var ekki hvasst hjá ykkur í gær ?

Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Hmmm njóttu bara þess að geta þvegið haha ......vonandi hefurðu það gott dúllan mín..ég kíki kannski í einn  bleikann í fyrramálið

Ásta Björk Hermannsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já Ragga það var alveg frábært að fá aukavél ég var búin að segja það eftir að við fengum leka nr 2 að þetta hliti að vera búið og ég segi það bara aftur núna þetta hlítur að vera búið núna...jú það var alveg brjálað rok í gærkvöldi og svo dundi rokið á herbergis hornið hjá settinu á bænum.

Endilega Ásta komdu í einn bleikan 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.12.2007 kl. 20:10

4 identicon

Bara að kvitta.

Vona að þið hafið það gott, þrátt fyrir ýkt íslenskt veðurfar.

Kveðja Hulla

Hulla (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 07:30

5 Smámynd: Ragnheiður

Var að senda þér póst Heiður, fann svolítið á netinu

Ragnheiður , 14.12.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband