18.12.2007 | 18:23
Þá eru jólin bara næst.
Þá er 17 des liðin og strákalinurinn búin að eiga afmæli þá er hægt að hugsa um það næsta og það eru jú jólin,mér finnst ég ekki geta hugsað um að koma jólunum inn í húsið fyrr en búið er að halda upp á afmælið og í dag er ég búin að vera að pakka inn jólagjöfum og koma því í kassa sem á að fara út á land svo fer ég með þetta í póst í fyrramálið og næst á dagskrá er að þrífa stofuna og setja upp jólatré og er litla gullið á heimilinu frekar spennt fyrir því og hún ætlar að skreita það sjálf.....
Hér hefur ælupest kíkt við ojbara...ekki það skemmtilegasta en þetta er svona Ásta og Sverrir skiptu bróðurlega á milli sín nóttinni í þetta og ég fékk loksins að sofna kl 5,30 í morgunn og það var rosalega gott en þurfti svo að vakna kl 7 til að vekja Auði í skólann og boða veikindi fyrir Sverrir og strax í rúmið aftur og sofið með sjúklingum til kl 11 og þá á fætur en var lengi að vakna.
Mig langar svo að sýna ykkur hvað hún ásta var með flotta fléttu á föstudaginn hún fór í jólaklippinguna og fékk S fléttu í hárið og auðvita tekin mynd afhenni set þetta til gamans hér fyrir neðan.
Jæja komið gott í dag kveðja Heiður.
Svona er fléttan á hnakkanum.
Svona önnur hliðin.
og svona er fléttan á hinni hliðinni.
Athugasemdir
Ooooo hún er svo falleg rófa litla Ástan.
Kær kveðja til ykkar allra
Ragnheiður , 18.12.2007 kl. 18:31
Vona að þið hafið það gott um jólin
Jólakveðja
Kidda
kidda, 25.12.2007 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.