12.1.2008 | 12:12
Barnaland og jafnvel fleyra.
Ég hef verið að spá í síðurnar mínar á barnalandi ég er með 3 stk þar og eins og þeir sem þangað fara sjá er ég ekki ofvirk þar....frekar en hér ef svo má segja ég gerði þessar síður á sínum tíma af miklum áhuga og var virk en í dag er ekki svo stundum hef ég spáð í að loka þeim en nei ég geri það ekki mér finnst þetta góð leið fyrir þá sem við hittum ekki oft til að fylgjast með börnunum mínum svo var þetta auðvita gert mikið fyrir fólkið okkar sem býr í Bandaríkjunum.Þau eiga öll hver sína síðu og allt flokkað og flott nú hef ég verið að hugsa um að gera bara eina systkina síðu frekar en að hætta það fer rosalega mikill tími í að setja inn myndir því mér finnst þetta eigi að vera flokkað ef síðan er í nafni eins barns en ef ég geri eina þá get ég sett allt inn án þess að flokka...því ég er ekki dugleg að setja inn myndir og sést best af því ég setti inn myndir um daginn sep til des...úff og var lengi að jæja gott af barnalandi í bili....en ef ykkur langar að skoða eru linkar hér til hliðar Auður,Sverrir og Ásta eru mínar síður Eyjólfur er svo litli frændi okkar.
Annars er allt gott að frétta hér Auður er í Reykjavík hjá Erlu frænku sinni og á að fara í leizitek eða eitthvað svoleiðins í dag í tilefni afmælis Erlu en hún var 13 ára 1 janúar og var mikil spenna að komast af stað í gær.
Jæja ég man ekki eftir fleyru í bili kveð að sinni Heiður...
Athugasemdir
Endilega ekki loka þeim, þær eru svo fínar síðurnar þeirra. Ég hef svo oft skoðað þær.
Ég var áreiðanlega búin að segja þér þegar ég plataði Himma. Hann var að þykjast vera í fýlu og kom til mín. Ég hugsaði málið nokkra stund, hvernig gæti ég nú fengið hann til að hafa samband við ykkur ? Aha..ég opnaði eina barnasíðuna og sýndi honum. Sjáðu krakkana Himmi.....Þá skrifaði hann í gestabókina hjá þeim og þú lést Gísla hringja í hann.
En auðvitað væri betra að hafa bara eina síðu fyrir þau þrjú, það fer kannski líka að líða að því að Auður sé orðin of gömul fyrir svona barnalandssíðu.
Kær kveðja til ykkar.
Ragnheiður , 12.1.2008 kl. 13:11
Já einmitt Ragga þetta er eitt atvikið sem ég hef hugsað þegar Himmi skrifaði inn á síðuna hjá Sverri,Auði finnst stundum hún vera orðin of stór og þá segi ég henni frá einhverjum sem ég veit að skoða síðurnar og bendi henni á að þetta fólk skoði til að fylgjast með hvað hún er orðin stór og flott stelpa,hún á líka blogg síðu með vinkonum sínum sem þær dunda sér við sem er bara gott að mínu mati....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.1.2008 kl. 14:29
Mér finnst alltaf jafn gaman að skoða síður litla frændfólksins mín sem maður því miður hittir allt of sjaldan. Þannig getur maður aðeins fylgst með þeim
Hér á bæ er síða skottunnar einmitt gerð vegna skyldfólks erlendis sem og út um allt land og maður hittir því miður allt of sjaldan. En með svona síðu gefst möguleiki á að fylgjast betur með en ella.
Kær kveðja
Dísa Dóra, 12.1.2008 kl. 16:33
Ég loka ekki síðunum er svo mikið að velta fyrir mér að gera eina síðu ég hef líka velt fyrir mér að hafa lykilorð en svo stundum veit ég ekki afhverju ég ætti að gera það en auðvita væri gott að geta sér hverjir eru að skoða.
Já Dísa þetta er bara svona við erum um allt land og jafnvel allan heim og hittumst sjaldan ég hef einmitt skoða skottuna þína en ég finn ekki lykilorðið .irfti að fá það aftur til að sjá hana...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.1.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.