14.1.2008 | 08:41
Brjálað veður í Grindavíkinni....
Vá þegar ég vaknaði í morgunn var brjálað veður hér í Grindavíkinni og allt á kafi í snjó það var skafl fyrir utan hurðina hjá mér upp í klof..ég hef ekki séð þetta svona í mörg ár en minnisstætt er mér að veturinn 1999 var snjóþungur og var ég einu sinni flutt með björgunnarsveitinni heim þá var ég kas ólétt af Sverri og var að koma úr mæðraskoðun og töldu allir að barnið gæti hugsanlega verið að leggja af stað í heiminn en minn maður hætti við fannst veðrið sennilega of leiðinlegt og birtist viku seinna í blíðskapar veðri.
Hér liggur allt skólahald niðri og erum við bara heima en faðirinn á heimilinu hélt af stað uppúr kl 8 í morgunn á jeppanum í vinnu á höfuðborgarsvæðið eftir að hafa athugað vel með færð og ástand og virðist sem að sjórinn hafi fallið að mestu hér hjá okkur.....
Hér var jeppafæri um götubæjarnins í morgunn.
Var að reyna að taka myndir út um útidyrahurðina svona til að sýna ykkur tókst það mis vel en set hér fyrir neðan það sem tókst.
Þetta er skaflinn fyrir utan útdyrnar.
Þetta grindverk nær mér ca uppundir brjóst....
Snjóakveðja Heiður.
Athugasemdir
úpps...snjórinn hjá mér var heill sentimeter
Ragnheiður , 14.1.2008 kl. 08:44
ohhhhh svo gaman að hafa smá snjó. Hér á bæ vantar nú snjóinn svo hægt verði að nýta jólagjöf dótturinnar. Þú kannski sendir okkur smá
Dísa Dóra, 14.1.2008 kl. 08:55
Ekki málið Dísa fylli flutningabíl og sendi af stað....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.1.2008 kl. 09:03
Æ mér finnst snjór alltaf dálítið sjarmerandi. Sérstaklega fréttir af snjó. Er samt guðslifandi fegin meðan hann er annarstaðar en hjá mér.
Hér er 6 stiga hiti og sól. Rosalega vorlegt. Er á meðan er.
Hafðu góðan dag mín kæra og njótu veðursins
Kveðja Hulla
Hulla (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 10:05
Heiður mín ég kem á eftir með börnin og við förum með þau út og gerum snjóhús
haha ég sé þig síðar
Ásta Björk Hermannsdóttir, 14.1.2008 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.