15.1.2008 | 12:51
Góðan daginn.
Jæja ég er að spá í að leifa ykkur að haldaáfram að fylgjast með héðan úr snjónum.....er búin að klæða mig upp í galla og athuga með snjóalög í kringum húsið mitt já það má alveg segja að það er frekar mikill snjór hér núna...við mæðgur fórum út og erum búnar að þjappa smá gang renning út í götu ... manni fallast alveg hendur að þurfa að moka svo þá var þyngdaraflið notað og bara þjappa góð lausn fyrir mig sem nenni alls ekki að moka,hér stendur svo eitt stk af vinnubíl í innkeirslunni en ekki sér maður lit en það sjást 2 loftnet.Ekki er ég að sjá að bílskúrinn verði mikið notaður því það er samfleitur skafl frá pallinum við útidyrnar og alveg út að bílskúrsvegg.Veðrið er gott núna en mér skilst að það eigi að fara að rigna og frysta og snjóa meira þokkalegt það.
Sokkur litli skottaðist með okkur Ástu hér og var nú alls ekki viss hvernig hann átti að komast út hann sá allt hvítt hvert sem hann leit en eftir að hafa teigt sig upp til að reyna að sjá eitthvað út hoppaði hann upp á skaflinn en var frekar snöggur til baka en svo rættist úr honum og var feikna gaman hér úti með okkur svo er hann búin að finna sér grindverk hér við heitapottinn og horfir á mannlífið í götunni.
Jæja þetta er gott að sinni tók fleyri myndir til að sýna ykkur mér finnst gaman af þessum myndum og vona að ykkur finnist það líka.
En svona eitt að lokum það fer að styttast í gest nr 20000 það væri gaman að sjá hver það yrði bara eintóm forvitni....
Hér er þessi um talaði vinnubíll.
Litill Sokkur að leika í snjó.
Þetta er svo húsið tekið frá götu.
Vonandi eiga svo allir góðan dag....kveðja Heiður.
Athugasemdir
Takk fyrir addið skvís..'Eg er búinn að vera að filgjast með þér frá fjarlægð..Hef ekki þorað að bjóða þér að vera bloggvin fyrr en núna..En vá hvað ég sakkna snjósins á austurlandi, mér finnst alldrey nógu mikil snjór hér í rvk.. en hafðu það gott knús og kossar kv Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 15.1.2008 kl. 14:06
Þetta gætu nú bara verið myndir að norðan, ótrúlegt.
En vilt þú vera svo væn að segja mér hvaðan þú ert af vestfjörðum?
Ég hef bara gaman af því að fylgjast með fólki.
bjó sjálf á Ísafirði í 9 ár.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.1.2008 kl. 15:07
Ekki máið Allý og velkomin í bloggvina hópinn minn.
Sæl Milla Já þetta er alveg ótrúlegt hvað getur komið mikill snjór á þetta flatlendi hér.Ég er fædd og uppalin á Patreksfirði og bjó þar þangað til ég var 20 ára þá flutti ég til RVK og svo í Grindavík 1997.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.1.2008 kl. 16:21
flottar myndir :) minnir mig bara á snjóinn fyrir norðan, og oft var nú mun meiri snjór þar, fólk þurfti stundum að moka sig út úr húsunum.
Frá Patró, Sverrisdóttir! ég þekkti einu sinni Sverrir á Patró, hvers son er hann pabbi þinn?
Guðrún Jóhannesdóttir, 15.1.2008 kl. 17:59
það fer nú að verða næstum jafn mikill snjór hér á selfossinu
Guðrún ég get sagt þér að hann Sverrir var Guðmundsson
Dísa Dóra, 15.1.2008 kl. 18:43
188981 ehh já held ég...Þú ert alltaf velkomin í pönn
Þetta er rosa snjór, er það Hyundainn sem er alveg horfinn þarna ?
Ragnheiður , 15.1.2008 kl. 19:27
Guðrún pabbi hét Sverrir Breiðfjörð Guðmundsson og var kendur við Hliðskjálf.
Vei Dísa er lokskins farið að snjóa hjá þér þá getur litla skotta frænka mín prufað jólagjöfina ef ég man rétt.....
Ragga takk ég mæti í pönnsur mér finnst þær góðar eins og fleyrum En já þetta er Hyundainn og pæji greijið hefur skilað fyrir vinnunni í vinnuna síðustu 2 daga...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.1.2008 kl. 20:34
hehe eruð þið ekkert að grínast með þennan snjó ?? hehe þetta er bara eins og þegar maður var krakki og brjálaður snjór alla vetur...amk í minningunni ;)
gaman að sjá myndir
bestu kveðjur að norðan..
Dísa og co
Dísa (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:26
Jæja kíki í kaffi í fyrramálið...eða hmm skríð inn í kaffi hehe eins og í dag bara gaman að skríða út á götu, vona að enginn hafi séð mig...sjáumst í fyrramálið
Kveðja Þóra(snjóruðningstæki:)
Þóra Björk (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:47
HÆHÆ Heiður það hefur snjóað núna þarna hér hjá mér er lika allt í snjó varð að moka mig inn í húsið hér á borg í grímsnesi og send strákana að moka hér fullorna konu út eina sem hún sá þegar kíkt var út var bara snjór kveðja Eva Björk
Eva Björk (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.