Enn falla flóð fyrir vestan.

Þegar alltaf er verið að segja frá snjóflóðum þarna fyrir vestan (þó ekki á byggðir sem betur fer þó bílar hafi keyrt inn í flóðin en sem betur fr enginn mannskaði) minnist ég alltaf þegar stóra flóðir kom á mína heimabyggð Patreksfjörð árið 1983 þegar allir voru fluttir úr húsum sínum og ég fór með mömmu systkinum mínum og einni vinkonu inn í félagsheimili og vorum þar í 2 nætur að mig minnir gæti alveg hafa verið lengur man það ekki alveg,en ég man líka að ég og vinkona mín ætluðum að passa bróðir minn um kvöldið því það var þorrablót og mamma og pabbi ætluðu að fara en í staðin fórum við og borðuðum þorramatinn með mömmu en pabbi var að hjálpa til að leita í flóðunum,ég man líka þegar flóðin féllu á Súðavík og Flateyri 1995 þá minntist ég flóðana heima 1983.

Kveðja Heiður. 

 


mbl.is Snjóflóð féll á Óshlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

úfffff fæ enn hroll við tilhugsunina um flóðin á Patró og hin tvö reyndar líka.

Dísa Dóra, 12.2.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já þetta er mikill óhugnaður, þessi snjóflóð, bjó í Hnífsdal og á Ísafirði 1993-1997 og man vel eftir flóðunum sem urðu þarna 1995.

Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.2.2008 kl. 16:24

3 identicon

Ég man flóðið eins og það hafi gerst fyrir stuttu síðan. Að eithverjum óskíranlegum ástæðum bjargaðist ég úr því flóði, húsið mitt varð fyrir flóðinu. Og þegar ég heyri fréttir um snjó flóð þá setur að mér mikin hroll.

Kveðja Bogga.

Bogga (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband