Vá 19 febrúar.

Góðan daginn.

Héðan er allt gott að frétta allir nokkuð hressir og margir góðir hlutir að gerast í næstu viku og allt er það á sama deginum....ussssss.

En í gær fékk ég símtal frá Sjónarhól og er búið að ákveða daginn sem stóri fundurinn á að vera vegna barnana og skólans hann verður þriðjudaginn 19 febrúar þar eiga sem sagt allir að mæta eitthvað af fólki frá skólanum ég veit ekki alveg hvað það verða margir því að sérkennarinn hennar Auðar var látin vita og á hún að taka það fólk með sér sem hún telur að þurfi að koma svo verður læknirinn þeirra og Sólveig sem ég hef verið í Ham hjá eða sem sér um að hjálpa mér með mín vandamál og er það eiginlega fyrir hennar tilstylli að málið er komið svona langt dag svo á að boða einhvern frá félagsmálayfirvöldum hér  og svo auðvita hún Hrefan  frá sjónarhól og svo við foreldrar barnana,ég er nú pínu spennt að vita hvað gerist í eftir þennan fund og kannski líka spínu kvíðin æj ég veit ekki neitt hvernig mér líður vegna þessa fundar...það kemur allt í ljós.Og svo á ég og Auður að fara og hitta Funa sálfræðing á þriðjudags morgunn þetta er sá sem ætlar að reyna að spjalla við Auði.

Svo er mikil spenna en von er á litlu frændsystkini í heiminn á þriðjudag 19 febrúar hún Ásta systur dóttir mín er að fara að eignast sitt annað barn og verður hún skorin á þriðjudags morgunn og Eyjólfur ætlar að verða stóribróðir .....það verður fjör.

En svo verður líka líðnir 6 mánuðir frá því að Himmi okkar dó,ég ætla svo sem ekki að ræða neitt um það hér núna geri það seinna.

það verða mikið að gera hjá mér þennan dag og þarf ég sennilega að fara að byrja að safna orku því ekki er hægt að kaupa hana...heheh.

Þetta er svona það helsta sem ég vil segja að sinni og kveð hér með....yfir og út.

Kveja Heiður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi þér hér með alla mína auka orku, þú átt að spara hana fram á þriðjudag, hugsaðu jákvætt og ekki gleyma að allt þetta "lærða" fólk er bara fólk eins og ég og þú og vinnur við að þjónusta okkur, gangi ykkur vel. Kær kveðja frá Fáskrúðsfirði

Anna frænka (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Dísa Dóra

Sendi þér góðar óskir og strauma elsku frænka.

Krossa líka putta fyrir að allt gangi vel þegar nýja frændsystk okkar kemur í heiminn

Dísa Dóra, 15.2.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Hulla Dan

Gangi þér voða voða vel og til hamingju með væntanlegann frænda eða frænku

Hulla Dan, 17.2.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Til hamingju með 19. febúar  Greinilega mikið skemmtilegt að gerast hjá þér þá

Guðborg Eyjólfsdóttir, 17.2.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: Ragnheiður

Vonandi gekk vel hjá ykkur í dag Heiður mín og vonandi fá allir þá aðstoð sem þeir þurfa. Þú ert svo dugleg að standa með þínu fólki, ég dáist alveg að dugnaði þínum. Næst þegar þú heyrir í mömmu þinni þá bið ég að heilsa henni.

Ragnheiður , 19.2.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband