28.2.2008 | 19:56
28.febrúar.
Þá er 28 dagur febrúar runninn upp hér var hann frekar hvítur úti sem þíðir að ég þurfti að moka af bílnumeins og mér finnst það ekki gaman,en dagurinn hefur að mestu farið í að taka þvottahúsið í gegn langar að gera smá breitingar þar áður en nýju tækin verða sett inn hef nú sagt frá því í fyrri fæslum og ætla ekki að tala neitt um það hér meira.
En dagurinn hefur líka farið í að minnast hans pabba hann hefi átt afmæli í dag ef hann hefði verið á lífi hefði hann haldið upp á 70 ára afmæli sitt pabbi lést 1998,ég hef oft hugsað til hans síða hann Himmi minn dó og hef ég verið þeirra trúa að pabbi hafi tekið á móti afa stráknum sínum í ágúst og er ég jafn trúa í dag að þeir og Eyji bróðir hafa fagnað þessum degi saman í himnaríki elsku kallarnir á himnum ég sakna þeirra alltaf svo mikið.
En annars er ekki mikið í fréttum það gerist svo svaklega lítið þegar maður er að þrífa eitt stykki þvottahús en nú ætla ég að hafa það gott hér við tölvuna í kvöld.
Góðar stundir kæru vinir.
Kveðja Heiður.
Athugasemdir
Hulla Dan, 28.2.2008 kl. 20:23
Kveðja í tilefni dagsins, ég sendi þér email áðan.
Pabbi þinn hefur tekið á móti Himma sínum ef slíkt er hægt.
Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 20:51
Til hamingju með pabba þinn, það er öruggt að hann hefur tekið á móti Himma.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 05:42
Takk fyrir kæru vinir
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.2.2008 kl. 09:45
Til hamingju með nýju vinnukonurnar í þvottahúsinu, það er svo miklu skemmtilegra að vinna með þeim ef þær eru í góðu lagi og vinna vel Á himnum var örugglega afmælisveisla í gær, mamma og Hjölli kíktu á mömmu þína í tilefni dagsins. Hafðu það sem allra allra best og góða helgi K.kv. Anna
Anna frænka (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 12:35
knús frá okkur í Hlíð
Ásta Björk Hermannsdóttir, 29.2.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.