20.3.2008 | 09:47
Hér er ég.
Jæja þá er komin tími til að blogga það er alltaf eitthvað að gerast en leti ein er orsökin fyrir að ekkert hefur komið hér inn en nú verður reynt að bæta úr því.
Hér eru allir komnir í páskafrí Auður og Sverrir byrjuðu á mánudaginn en Ásta þurfti að fara í leikskólann á þriðjudaginn í smá stund ég þurfti að hitta konu sem ekki var gott að taka litla skottu með og að fara með Auði til læknis en svo sótti ég hana og hún fékk sitt páskafrí rétt eftir hádegi á þriðjudag svo kom pabbinn heim um hádegi í gær því það var ekkert að gera í vinnunni svo það var brunað í bónus og verslað í matinn og auðvita páskaeggin...þannig að börni geta hætt að spá í hvort þau fái ekki páskaegg(hef aldrey keypt þau svona seint)svo var aðeins tekið til í húsinu.
Annars erum við búin að vera í veislum og aftur veislum fórum í fermingu hjá dóttir æskuvinkonu minnar 9 mars svo fermdist Sverrir Pétur sonur Boggu systir 16 mars svo er tvöföld veisla í dag þá á að skíra litla prinsinn hjá Ástu og Einari og halda upp á tveggja ára afmæli hjá Eyjólfi Má ég er frekar spennt að fá að vita hvað litli frændi á að heita set það í viðbót eftir veislu í dag,nei þetta er ekki alveg búið hann Bjössi okkar á stór afmæli í lok mars og var ég ekki viss um að hann ætlaði að halda upp á það en ég las svo á síðunni hjá Röggu í gær að hann ætlar að halda upp á það um viku seinna hann er að vinna í afmælis vikunni og við mætum það að sjálfsögðu en svo er ein ferming í minni ætt 6 apríl sem okkur er boðið í og jú við förum þangað þá held ég að þetta sé búið í bili eða ég veit ekki um neinar fleyri fermingar eða stórafmæli að minst kosti er ég þá ekki farin að hugsa framm yfir byrjun Apríl.
Jæja ég man ekki hvort það var eitthvað fleyra sem ég ætlaði að segja hér en vona að allir eigi góðan dag kveðja Heiður.
Athugasemdir
ohhh spennandi að vita hvað frændi á að heita
Kær kveðja til allra
Dísa Dóra, 20.3.2008 kl. 11:46
Gleðilega páska!
Sabbaló (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.