15.4.2008 | 10:10
Fröken randa mætti
Mig langar svo að deila með ykkur litla ferfætlingnum á heimilinu en í morgunn heyrðist eitthvað suð úr stofunni og var Sokkur Gíslason frekar forvitinn en svo kom að því að hann fann þetta sem suðaði jú fröken randafluga var í stofuglugganum hann stökk upp í gluggan og kíkti á gestinn ég held samt að hann hafi ekkert skilið í þessu hann horfði bara og svo ef hún stoppaði og lengi lét hann loppuna "vaða" í hana þetta stóð í dálítinn tíma,tók mynd til gamans og set hér en svona mín skoðun á þessum óboðna gesti er að mér er frekar ýlla við þá en svo kom Lilja vinkona í kaffi í morgunn og losaði mig við hana svo nú flýgur hún um loftin blá í ískulda.....
Hvað er þetta ????
Er þetta dautt ??
Á ég að leika við þig ??
Hér er fröken randa komin undir glas á leiðinni út í hina víðu veröld....
Njótið dagsins Kveðja Heiður.
Athugasemdir
Flottar myndir af fröken randalínu, en mín vegna meiga þær allar flytja til útlanda og koma aldrey aftur Mér er alveg hryllilega illa við þessi röndóttu kvikindi
Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:37
Ég er alveg sammála þér Guðborg
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.4.2008 kl. 13:46
hæ hæ já þetta með randafluguna, þær eru reyndar aldrei fyrir mér, ég lærði það þegar ég bjó fyrir norðan að þessar randaflugur gera ekkert , þær stinga ekki nema í neið þær deyja eftir að hafa stungið og það var rosalega mikið að randaflugum fyrir norðan ,ég fékk álit skordýrafræðing og þetta sagði hann mér og eftir það þá hefur mér verið sama um þær get tekið þær, dóttir mín hefur haldið oft á randaflugu og aldrei verið stungin, langaði bara að deila þessu með ykkur en ég get alveg skilið hræðsluna .
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 15.4.2008 kl. 20:52
Já nei takk. Ekki fleiri brumbassa til Danmerkur. (sem er útland) Þær eru hérna í hrúgum og á stærð við páfagauka (gára).
Greyin... gera svo sem ekkert, en eru bara svo óhuggnalega stórar.
Góðan dag á þig Heiður mín
Hulla Dan, 16.4.2008 kl. 06:24
Takk fyrir Ágústa ég segi alltaf við börnin þetta er allt í lagi ef þið látið þær í friði þá stinga þær ekki en ég þarf að segja mér það 100 sinnum til að ég skilji...
Takk Hulla mín góðan dag til þín líka...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.4.2008 kl. 11:14
hmm já randaflugur....æi ég veit ekki.....eins og ég er nú frekar "pödduhrædd" manneskja..þá hef ég einhvern veginn bara hætt að vera hrædd við þær..og það gerðist meira að segja alveg óvart......
geitungar eru samt allt annar handleggur......þó ég hafi leyft einum að sitja á handleggnum á mér í einni bústaðarferð...þá var ég nú samt við það að gera í buxurnar
en það er bara þannig ef maður lætur "maju" vera þá gerir hún ekkert við okkur.
Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:58
óóóóóóó..það er ekki einu sinni komið sumar og þær eru komnar..ullabjakk.ég fer ekki meira út....djö.....
Unnur Perla (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 19:32
Já þessir blessuðu ferfættlingar eru að koma .Móses minn fann einn slíkan úti um daginn og það var nú geytungur sem var nú allveg að deija greiið..en þetta var svaka spenandi fyrir Móses þar sem hann hefur alldrey séð flugur ekki nema 5 mánaða:) koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 17.4.2008 kl. 21:52
Já ég held að Sokkur hafi ekki mikið hitt flugur á sinni ævi en það breitist kannski þetta sumarið hann er fæddur 18 ágúst
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.4.2008 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.