18,apríl 2008.Smá viðbót.

Góðan daginn hér.

Hér á þessu heimili er slasður strákur já hann Sverrir meiddi sig í skólanum á miðvikudaginn og var sendur til hjúkkunar og sá hún ekkert á fætinum og sendi hann í kennslu aftur enginn skipti sér af því þó hann gæti ekki gengið eðlilega og fór hann heim eftir að skóla lauk en komst ekki alla leið og stóð grátandi á gangstéttinni ská á móti skólanum en þá vild svo vel til að þar voru menn að vinna fyrir utan húsið og kom maður og talaði við hann bauð honum að hringja heim og láta sækja hann en hann mundi ekki allt símanúmerið og þá stoppaði þessi maður næsta bíl og bað um að skutla honum heim elsku kallinn minn var alveg niður brotinn að muna ekki símanúmerið og hund reiður að mamma kom ekki að sækja sig þegar hann kom heim ég fór með hann upp á heilsugæslu og þar skoðaði læknir hann og heldur hann að hann sé tognaður í litlum beinum við hælinn en sagði ef hann væri ekki betri í dag(föstudag)væri spurning um að fá mynd af fætinum og bíð ég núna eftir að læknirinn hringi í mig ég fór svo með honum í skólann í gær og lét vita af því að mér findist skólinn engan veginn hafa staðið sig og spurði afhverju hafi ekki verið hringt heim og við látin vita að hann hafi meitt sig kennarinn sagðist hafa þurft að fara áður en dagurinn var búin en vissi af því að hann hafi meitt sig ég sagði henni þá að ég hafi alltaf haldið að skólinn ætti að tilkynna foreldrum ef börnin meiddu sig og sérstaklega þegar þarf að senda þau til hjúkkunar ég fékk svo sem enginn svör sem að mér finnst en ég sagði líka að skólinn skildi láta mig vita ef börnin mín meiða sig og bætti svo við hversu lítið sem það er bara svo það sé á hreinu ég var svo reið þegar ég fór í skólann í gær því hann Sverrir minn er þannig að finnst að var búið að segja að allt sé í lagi að þá kvartar hann ekki meir....en hann var passaður í gær í skólanum hann er með góðan kennara(og skildi ég ekki hvers venga var ekki hringt)  og tók ég loforð af henni að hann yrði passaður,svo kemur í ljós hvað verður gert í dag...ég sagði líka kennaranum að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann meiðir sig á fætinum og var hann í gifsi í 10 daga síðasta sumar vegna þess að það flísaðist úr beini í fætinum ég var búin að segja frá því og mundi kennarinn það þegar ég mintist á það...en hann vildi alls ekki gifs á miðvikudaginn en svo var hann svo aumur í fætinum í morgunn og sagði ....mamma getur þú ekki bara sagt lækinum að setja gifs á fótinn.....æj ræfillinn hennar mömmu...

En það er farið að slakna á reiðinni hjá móðirinni og vona ég allt það besta með daginn í dag...annars er allt gott að frétta sokkur hefur ekki hitt fleyrir röndóttar Cool en vonandi er sumarið að mæta,ég er farin að undirbúa mig undir að hætta í viðtölum sem ég byrjaði í okt eða nóv vegna þess að mér fannst lífið erfitt eftir að Himmi dó og vona ég að það gangi allt eftir ég er búin að læra margt gott á þessu prógrammi.

Auður er að spá í að fara í vist í Keflavík í sumar passa þar 2 ára frænda sinn og er hún svakalega spennt hún ætla að fara um helgina og til Ástu og byrja að æfa sig....Coolnei nei hún er vön en ætlar samt að fara henni finnst svo gaman að vera hjá þeim eða henni finnst gaman að vera með börn yfir höfuð þegar við fórum í afmælið hjá Bjössa um daginn fór hún beint til Sollu og spurði hvort hún mætti fá Hilmar Reynir litla og það kom sólskins bros á hana og svo er hún alltaf að tala um hvað hann sé sætur(sem hann er svo sannarlega)henni finnst þetta bara gaman...hún fór líka á barnfóstu námskeið hjá Rauða krossinum í haust og fannst það mjög gaman....

En jæja ég er búin að blaðra alveg nóg í bili.....vona að allir eigi góðan dag...... 

Kveðja Heiður

=====================================================================

Smá viðbót fór með Sverrir í rönkenmyndatöku af fætinum hann er ekki brotinn og ekkert að sjá óeðlilegt á myndunum en bælkunarlæknirinn sem við hittum telur að taugar sem leiða frá kálf vöðva og niður í ilina sé tognaðar,ég spurði hann hvers vegna hann væri alltaf að mistíga sig þetta er í 3 skiptið á innan við einu ári hann gat ekki gefið neina skíringu á því en taldi að kálfvöðvinn sé orðin þreittu og mikið álag  á hann vegna þess að hann er alltaf að mistíga sig og er sverrir á leiðinni í æfingabúðir hjá móðir sinni heheSmilevið verðum góð saman ég og sverrir að æfa okkur að standa á einni löpp....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æj aumingja Sverrir,knúsaðu hann frá Álftanesliðinu. Asnalegt að hringja ekki og láta vita þegar krakkar meiða sig.

Ragnheiður , 18.4.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já ég var líka svakalega reið og sár við skólann

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.4.2008 kl. 10:58

3 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

hæ hæ mikið skil ég þig vel að vera reið, og það á að tilkynna foreldrum ef börnin meiða sig eða eru að verða veik og vilja fara heim, ég hef lent í því að ef Gyða Dögg mín verði veik,hún á við magavandamál og migrini og þoli ílla hávaða , að þegar henni líður ílla og vill fá að fara heim að þá hefur hún ekki fengið að fara heim,nema tvisvar á sinni skólagöngu og kennarinn veit af hennar veikindum, svo þú Heiður mín færð fullan skilning frá mér, kveðja Ágústa

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 18.4.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Maður vill sko að það sé hringt í sig ef þau meiða sig því að maður vill getað komið og hugsað um þessi kríli og gefið mömmuknús sem þau þurfa ef þau meiða sig, en gott að hann er ekki brotinn greijið

Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:32

5 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

já held að maður ætti bara að gera eins og storkurinn.....æfa sig í að standa á öðrum fæti.....svona djöst in keis að við meiðum okkur hehe

kv úr Hlíð...... 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 22.4.2008 kl. 19:54

6 Smámynd: Hulla Dan

Gangi þér vel með kútinn.

Bata kveðjur héðan frá DK

Hulla Dan, 23.4.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband