27.4.2008 | 22:02
Hvað er áfallahjálp ??
Ég er búin að velta fyrir mér nokkrum hlutum síðustu vikur og held ég að það hljóti að teljast hluti af bata ferli sem er langt og strangt.
En eitt er það sem ég hef velt fyrir mér er eitthvað sem kallast áfallahjálp jú þetta er orð sem maður er búin að heyra svo oft í fréttum og lesa í blöðum...ég vara að horfa á fréttir á stöð 2 áðan þar var talað við foreldra þriggja barana og eitt var veikt og það töluðu um að þeim finnst vanta eitthvað áfallateimi fyrir fjölskyldur langveikara barana eða ef fyrir vinnan veikist eða eitthvað...ég ætla svo sem ekki að tala mikið um þessa frétt en hún fékk mig til að hugsa um mig og mína fjölskyldu ég er búin að hugsa þetta nokkuð oft síðustu vikur án þess að tala mikið um það en nú langar mig...
Á fallegum degi í ágúst mánuði 2007 er bankað og ég fer til dyra stendur maður úti og geri ég mér strax grein fyrir að þessi maður er prestur hann spyr eftir Gísla og þá átta ég mig á að eitthvað af strákunum hans á í hlut en hver ? jú Gísli klæðir sig í flíti og kemur framm presturinn kynnir sig og spyr hvort hann sé ekki faðir Hilmars Márs hann segir okkur að Hilmar sé dáinn ég var eins og sleginn og ég vissi ekki hvernig þetta gat gerst presturinn sytur hjá okkur í góða stund og talar við okkur segir okkur að við getum komið og fengið að sjá hann seinna um daginn svo fer hann en áréttar við okkur að hafa ekki áhyggjur af þeim sem fyrir austan eru þeir fái allir áfallahjálp bæði fangar og starfsfólk sem ég er mjög þakklát fyri Því nóg var að hugsa um okkur fjölskyldu Hilmars en svo kemur af því að við hittum séra Bjarna sem jarðaði Hilmar hann var yndislegur í alla staði hann hélt utan um okkur báðar fjölskyldur Hilmars við hittum séra Bjarna nokkrum sinnum man ekki alveg hvað oft stundum vegna jarðafararinnar og svo áttum við líka gott spjall nokkru eftir jarðaförina.
Svo kemur kannski það sem ég hef mest hugsað það er enginn formleg áfallahjálp eða ég meina það er enginn látinn vita að það er fjölskylda í mikilli sorg og í miklu áfalli,nú langar mig að segja þetta eins og þetta kemur frá mér....Hilmar dó ekki hér og það var ekki sóknarpresturinn hér sem þurfti að tilkynnar okkur andlátið og ekki von um að hún hefði vitað þetta hér er heilsugæslustöð það var enginn látinn vita af okkur þar það sem ég hef haldið er það þetta fólk sem eru helstu sálgæsluaðilar þegar einhver deyr,fyrir mig var besta leiðin að leggjast bara í rúmið að deila minni sorg við koddann minn hann sagði ekki neitt og þá var ég örugg um að heyra ekki það sem ég vildi ekki heyra mér fannst líka erfitt að setjast fyrir framan eitthvað fólk (læknir eða einhvern )og segja mér líður ýlla af því að stjúpsonur minn tók sitt eigið líf á þessum tíma gat ég það alls ekki,en ég á alveg svakalega góða vinkonu sem kom til mín seint í oktober að mig minnir og spurði mig hvort ég þirfti ekki að fá hjálp nei ég hélt ekki ég hliti að "jafna" mig einhver tíman en svo kom að því að allt var komið í steik heimilið ég var smá saman að loka á vinina og hringdi æsjaldnar í fjölskylduna og vild bara vera ein ég var reið við einhvern en vissi ekki hvern það breittist jafnvel á hverjum degi en svo kom sá dagur að vinkona mín ræddi við mig um hvort ég vildi að að hún kæmi með mér til læknis nei ég vildi það ekki svo ég sat og hugsaði eftir að hún fór að ég yrði að gera eitthvað ég grét á hverjum degi þegar enginn sá og mér leið ýlla mér fannst ég hafa brugðist í uppeldinu ég hefði átta að reyna að hjálpa honum meira (en í dag veit ég að ég gat ekki gert meira en ég var búin að gera)..... þetta er í oktober 2007 í dag er ég búin að vinna eftir ákveðnu kerfi sem gengur að miklu leiti út á að breita hugsun og greina hana og skoða betur ég hef einnig verið á þunglindislyfjum og þetta er búið að hjálpa mér ROSALEGA mikið nú fer sú stund að renn upp hjá mér að útskrifast og þá stend ég á einifótum og það get ég vel en allt byrjaði þetta með áfallahjálp ég er líka búin að tala við prestinn hér og sagði hún mér að enginn hafi látið hana vita af okkur en hún hafi frétta af þessu í nóvember ég er ekki reið við hana hún er nýkomin sem prestur hér og þekkir ekki aðstæður,ég hef hugsað þetta og myndi ég vilja sjá áflallahjálp miklu öflugra því ég myndi ekki vilja að neinn gengi þann veg sem ég fór og vonandi get ég lagt mitt á vogaskálarnar í farmtíðinni en alls ekki strax,mig langar líka að fara inn í Nýdögun og hitta fólk þar sem hefur gengið í gegnum svipaða hlut.
Ég er búin að hitta Sólveigu einu sinni í viku síðan í nóvember hún er búin að hjálpa mér svo mikið ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki komist til hennar.
Svo ætla ég að setja hér fyrir neðan fyrir þá sem vilja fylgjast með hjólatúrum fjölskyldunar þá erum við búin að fara 2 ferðir eina í gær og aðra í dag ekki komin með mikið af harðsperrum enn þarf samt að venjast að sitja á þessum hnakkkkk en þetta er bara gaman og góð hreyfing er svo búin að átta mig á hvað vöðvar hafa alveg sleppt að vinna mest þykir börnunum gaman að reyna að vera á undann mömmu og pabba .
Jæja kveðja til ykkar allra og njótið stundarinnar....munið það hún kemur ekki aftur.
Heiður.
Athugasemdir
Ég hélt einhvernvegin alltaf ad nákvæmlega, prestur og heimilislæknir væru látin vita í svona tilfellum. Veit ekki hvadan ég fékk tá hugmynd... Fynnst tad bara liggja beinast vid. Hvad tá í svona litlum bæjarféløgum. ¨
Gott tú ert ad jafna tig. Tú og fjølskyldur hans Hilmars hafid gengid í gegnum tad sem allir foreldrar hrædast mest af øllu.
Hafdu tad sem best
Hulla Dan, 27.4.2008 kl. 23:04
Sæl frænka, missti af þér í dag þegar við vorum á rúntinum í Grindavík en vona að sendingin hafi skilað sér. Þú hefur bara sama háttinn á þessu og áður, notar það sem þú getur og hendir rest...eða lætur það ganga áfram á einhvern sem getur nýtt það. Bestu kveðjur til ykkar allra.
Jófríður (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 00:29
Rosalega fannst mér gott að lesa þetta hjá þér. Hann kom náttlega eins til mín og til ykkar. Stóð bara allt í einu fyrir utan og ég skildi ekki hvað hann sagði. Svo fór hann auðvitað fljótlega til að segja ykkur ...en auðvitað hefði hann átt að koma með prestinn sem þjónar á heimaslóðum með sér. Hann hefði átt að koma með minn prest með og ykkar prest til ykkar. Það hefði hjálpað mikið til...
Ég fór ekki til læknis nema þarna í nóvember þegar mér var fyrirmunað að sofa..
Takk fyrir þetta elsku Heiður.
Ragnheiður , 28.4.2008 kl. 10:12
Góður pistill hjá þér Heiður sem vekur mann til umhugsunar. Einhvern veginn stóð ég í þeirri meiningu að presturinn sem kom til ykkar og til Röggu og Steinars hefði verið ykkar prestur. Reyndar myndi ég ekki vilja að sá prestur sem ég ætti að segja að væri minn prestur kæmi til mín að segja mér frá óvæntri brottför ástvinars.
En það þyrfti að vera til teymi sem héldi utan um fjölskyldur sem verða fyrir óvæntum missi ástvinars. Það eru til teymi sem taka utan um fjölskyldur veikra ástvina en oft er svo mikill léttir að vita að sá veiki hafi fengið hvíldina. En það er ekki þegar um er að ræða slys eða sjálfsvíg, það er miklu erfiðara að sjá eftir ástvini sem fer þannig.
Knús á þig Heiður mín fyrir góðann og þarfann pistill
Kidda (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 10:50
Þetta opnar mér alveg nýja sýn á málið! Auðvitað þjáðust þið eins og Ragnheiður. Mér líður hálfkjánalega að hafa ekki áttað mig á því sjálf....
Skrýtið að þeir sem mest missa þurfi að leita eftir aðstoðinni. Vitaskuld hefði sá sem flutti fregnina átt að láta viðkomandi sóknarpresta vita af ykkur. Þarna er greinilega pottur brotinn. Spurning hvort þið látið vita af þessu til að reyna að fyrirbyggja að svona komi fyrir aftur.
Vona svo sannarlega að sumarið færi þér og þínum birtu jafnt í hjarta sem sinni.
Hrönn Sigurðardóttir, 28.4.2008 kl. 10:52
Sendi þér stórt knús.
Fjóla Æ., 28.4.2008 kl. 11:05
Góðan daginn Heiður.
þegar ungur drengur lést í slysi kom presturinn heim með rannsóknar lögreglunni .
Að láta foreldra vita og presturinn var svo elskulegur að tala við 2 presta (ekki til að láta vita af andlátinu bara ef þeim vantaði hjálp) þar sem fjölskyldumeðlimir
þessa unga drengs búa og bað þá um að tala við þau annar presturinn kom en hin hrindi og sagði
þú veist hvar ég er ef þú þarft að tala við mig .
Svo vissi ég af einum sem lenti í ákeyrslu og var boðið áfalla hjálp ég átti ekki orð ´því
það slasaðist engin þar .Kærleikskveðja.
Vallý (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:14
Ragga. Það er alveg rétt það hefði hjálpað mikið að einhver vissi um aðstæður og að maður þurfi ekki að byrja samtalið á að segja hvað gerðist það fannst mér mjög erfitt.
Kidda.Takk fyrir Sólveig sem ég hef verið að hitta í minni meðferð sagði mér ef hefði verið hringt á heilsugæslustöðin hér hefði verið haft smaband og látið vita að þau væru til staðar fyrir okkur ef við vildum,hún hefur líka sagt mér að erfiðustu andlátin eru sjálfsvíg því þá standa alltaf eftir svo margar spurningar sem enginn fær svör við það þekki ég vel.
Hrönn. Hilmar ólst upp hjá 2 fjölskyldum hann átti alveg 2 sett að foreldrum það eru alls ekki allir sem átta sig á þessu sem er ekki von,já ég myndi segj að það er pottur brotinn í áfallateiminu ég hef rætt þetta bærði við Sólveigu og sóknarprestinn hér og sögðu þær báðar að þetta er eitthvað sem verður að passa og reyna að fyrirbyggja með öllum mætti.
Fjóla. ÞAkka þér fyrir.
Vallý.Mér finnst það gott að láta presta í sókn sem foreldrar eða aðrir náskildir búa til að fólk geti fengið hjá ef það vill og þarf.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.4.2008 kl. 11:46
Helga.Afþví að Hilmar dó inni í fangesi var það fangaprestur sem kom til okkar og Ragnheiðar líka en hann hefði mátt koma með sóknaprestinn okkar líka eða að minsta kosti látið prestinn okkar vita af þessum fjölskyldum.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.4.2008 kl. 14:01
STÓRT KNÚS TIL YKKAR FRÁ OKKUR HÉRNA AÐEINS OFAR Í "GÖTUNNI"
Ásta Björk Hermannsdóttir, 28.4.2008 kl. 14:52
Alveg ótrúlegt að hugsað sé um áfallahjálp fyrir fanga og starfsfólk fyrir austan en á sama tíma gleymast fjölskyldurnar sem þó eru þær sem stóðu Hilmari næst
Þú ert dugleg að takast á við þetta og það þarf vissulega sterk bein að viðurkenna að í óefni sé komið eins og þú gerðir - en þú ákvaðst samt að takast á við þetta. Finnst hljóma vel að þú sért að spá í að vera með í áfallateymi framtíðarinnar enda held ég að þar sé svo sannarlega rétt kona á réttum stað.
Knús á þig kæra frænka
Dísa Dóra, 28.4.2008 kl. 15:06
Það er með ólíkindum að presturinn hafi borið þær fréttir að fangarnir fengju áfallahjálp en ekki fjölskyldurnar. Hefði verið skárra að áfallahjálpin hefði hreinlega gleymst..... en svo var greinilega ekki.
Þetta er eins og að koma að bílslysi og koma öllum á sjúkrahús nema tveimur, þeim mest slösuðu.
Gangi þér vel Heiður.
Anna Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 17:48
Ásta Takk knús til þín líka þú reyndist okkur SVO vel ég veit ekki hvernig ég á að segja það til að allir skilji hvað ég meina.
Dísa. Ég var mjög ánægð yfir því að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af föngunum og starfsfólki en okkur fjölskylda var alveg í molum.
Anna.Mjög vel orðað hjá þér líkingin á bílsysinu...þetta er það sem, ég meina en stundum finnur maður ekki rétta orðið utan um það takk Anna.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.4.2008 kl. 18:01
elsku Heiður
rosalega góð frásögn hjá þér,og bara frábært að þú hafir getað leitað þér hjálpar,og að sú hjálp hafði hjálpað þér vona að framtíðin þín og þinnar fjölsk verði nú björt, hafið það sem allra best.
kv frá fjölsk Dalbraut
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 28.4.2008 kl. 21:44
knús til ykkar allra, fékk nú bara smá tár í augun að lesa þetta og þeir sem til mín þekkja vita að ekki oft (eða ég þykist ekki vera tilfinningasöm).
Og Sólveig er frábær að vinna með fólki í svona og öðrum aðstæðum.
Og að lokum...fer að vera búin að bóna hjólið mitt...kem þá kannski í kaffi á hjólfák en ekki vélfák! hehe
Kveðja og knús Þóra
Þóra Björk (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:11
Sæl og blessuð. Ég er vinkona Röggu og hef fylgst með henni síðan Hilmar ykkar dó. Mig langar að segja þér að mér finnst þetta afskaplega vel skrifaður pistill hjá þér. Þú gefur svo skýra og góða mynd af málinu og það má mikið læra af þessu. Þetta er algjörlega vanhugsað að presturinn komi bara og tilkynni þetta og fari svo og eftir sátuð þið ein. Þetta er svo skelfilegt áfall að það getur enginn tekið einn á því. Vona að þér og þínum gangi áfram vel og kær kveðja til ykkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.