eins og sprunginn blaðra...bæng

Góðan daginn.

 

Mig langar að byrja á að þakka öllum sem kommentuðu við síðustu fæslu þetta mál er mér mikið hugleikið og ég gæti alveg komið með aðra fæslu í svipuðum dúr og mikið vildi ég að það yrði meiri umræða í þjóðfélaginu um áfallahjálp því ég er þeirra skoðunar að hún skiptir öllu máli þegar fólk verður fyrir einhverskonar áföllum,enn og aftur takk fyrir fékk meiri viðbrögð en ég átti von á.

En svona af daglega lífinu þá er ég nokkuð hress en þreitt ég fór í bæinn í morgunn,því á laugardaginn gerðist það að mamma fékk slæmt sykurfall(hún er sykursjúk)og var flutt á Landspítalann og kom þá upp að enginn kunni að sprauta hana ef hún fengi sykurfall og getur það skipt sköpum sem sagt bjarga lífi hennar við mættum sem sagt systurnar og fengum fræðslu um insolín og hvernig á að sprauta þetta var mjög gott viðtal því það kom ýmislegt upp sem við vissum ekki eða vorum ekki alveg vissar á þó mamma sé búin að ganga með þennan sjúkdóm í 40 ár og verið meðhöndlaða sykursíki  síða 85 eða 86.Hún mælti líka með að við færum til okkar heimilislæknis og létum fylgjast með langtíma sykri hjá okkur því við erum í miklum áhættu hópi og nú ætla ég að gera það.

En annars er allt gott ekki farið neitt á hjólið frekar kvast fyrir hjólaferðir ætla nú ekki alveg að hafa nein skemmtiatriði á götum Grindavíkur þegar ég fík Whistling.

Ég er frekar þreitt einilega eins og sprunginn blaðra búin að þeitast um allt í allan dag.

Vona að allir eigi góðan dag kveðja Heiður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Blessuð gamla konan, það er gott að þið lærið á þetta.

Þú ert duglegust í heiminum að passa þitt fólk elsku Heiður.

Mér finnst líka óþarfi að vera að skemmta Grindvíkingum með að fjúka um göturnar hehe

Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

hey láttu nú ekki svona Heiður mín...ég er að bíða eftir skemmtiatriði dagsins!!! ......hehe

knús á ykkur og gangi ykkur vel með insulin-ið.

Ásta Björk Hermannsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:27

3 Smámynd: Dísa Dóra

Góðar kveðjur til mömmu þinnar og eins til Boggu.  Gott að þið drifuð ykkur í að læra á sprauturnar og að þú ætlar að láta tékka á þér.  Það er vísst aldrei of mikið fylgst með heilsunni.

Knús til þín og þinna

Dísa Dóra, 29.4.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Hulla Dan

Vona að gangi vel með mömmu þína.
Hvíldu þig nú vel og vandlega og safnaðu orku

Knús frá Dk

Hulla Dan, 29.4.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Nei Dísa einmitt þessi kona sagði að finnst við værum báðar búnar að lenda í að vera með sykur í þvagi á með göngu þá ættum við að láta ath okkur ...þegar ég gekk með Auði var ég mjög oft með sykur í þvagi og send í sykurþols próf átti að vera fastandi þegar ég kom svo var ég látinn drekka sykur vökva og bíða og bíða í 3 klukkutíma man þegar Gísli kom að sækja það lá við að ég lét hann bera mig upp til að fá að borða var að drepast úr hungri en þegar ég gekk með hin tvö bað ég um að senda mig ekki fyrr en búið var að reyna allt....þetta var hrikalegt ...og ég man það enn eftir 13 ár

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.4.2008 kl. 20:43

6 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

það er alltaf þörf fyrir góðum skemmtiatriðum  

svo hef ég verið að taka inn calm í soðið vatn á kvöldin og það má taka það inn hvenar sem er ég er til í að leifa þér að prófa þetta og færa þér nokkra skammta svo fæst þetta í verslunni Maður lifandi

svo á ég nokkur ráð í pokahorninu sem hjálpa mér smátt og smátt sem gætu kannski hjálpað þér

heyrumst síðar kv gumpurinn

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 29.4.2008 kl. 21:48

7 identicon

Kæra frænka, mikið eru þið dugleg að vera farin að hjóla Fjölskyldan á Fáskrúðsfirði eiga líka öll þessi fínu hjól, en hrikalega er mikið af brekkum hérna Varðand það að þú sért að útskrifast þá vil ég byrja á því að óska þér til hamingju með vinnu vetrarins, andleg uppbygging og tiltekt er ekkert annað en vinna, en svo langar mér að segja þér það að fenginni reynslu að þú útskryfast aldreyþetta er vinna fyrir lífstíð, það taka við ný verkefni á hverjum degi, þú er búin að loka einum kafla en þá bíður næsti, en allir óunnukaflarnir eru svo spennandi og lífið er svo yndislegt, gangi þér vel og farðu vel með þig, sjáumst svo á ættarmóti í sumar Knús frá mér til þín.

Anna frænka (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:31

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Velkominn í blogghópinn minn þú ert yndisleg

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.5.2008 kl. 10:40

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Úff sykursýki er sko ekkert lamb að leika við, gott að láta fylgjast með sér. Ég myndi alveg vilja vera fluga á staur þegar þú fíkur um alla Grindavík á hjólinu þínu  

Guðborg Eyjólfsdóttir, 1.5.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband