1.5.2008 | 14:39
1 mai 2008.
Þá er verkalýðsdagurinn 1 Mai runninn upp bjartur og fagur en í dag er reyndar tvöfaldur frídagur í dag er líka uppstigningardagur sem gerist á 105 ára festi minnir mig að hafi verið að tala um í útvarpinu í morgunn...
En það er annað merkilegt við 1 mai í minni fjölskyldu því hún elsku besta systir mín á afmæli í dag,mér er það svo minnis stætt frá því að ég var lítil að mér fannst alveg hrikalegt svindl að allir flögguðu íslenska fánanum bara af því að Bogga ætti afmæli allt var reynt að segja mér að það væri ekki verið að flagga bara fyrir henni því það værir verkalýðsdagurinn en ég skildi það ekki alveg örugglega vegna þess að ég vildi ekki skilja það en hann pabbi átti fána á fánastöng svona borð skrut og fékk ég það inn til mín á minn afmælisdag til að róa litlu frekjuna eins og systkini mín skilgreina mig sem barn og kannski líka stundum sem stóra.En til hamingju með afmælið elsku Bogga mín.
Svo langar mig að segja ykkur eitt...hún Auður dóttir mín er engri lík...í gærkvöldi fékk ég sms ok og ég var að horfa á TV og nennti ekki að standa upp alveg strax því myndin var alveg að verða búin en svo kemur hún og segir...mamma þú ert búin að fá sms ætlar þú ekki að lesa það svo kom hún með símann það er semsagt verið að bjóða Auði að koma í helgar gistingu og ég sá að Auður er á msn inni í herbergi og ég fór inn og spurði Auði hvort hún hafi verið að tala við þessa konu....og hún sagði ha gæti verið en ég hringdi svo og talaði við þessa konu og Auður er að fara að gista inn í Keflavík um helgina hjá Sollu,Jóni og Hilmari Reyni litla sæta..ég bauð svo Sollu að skutla henni eftir kvöldmatinn á morgunn og þáði hún það Auður þarf að fara á fimleikaæfingu er búin svo seint en auðvita græði ég bara á því þá get ég kíkt pínu inn og knúsað Hilmar litla .
Man ekki eftir meira sem mig langar að deila með ykkur svo ég kveð yfir og út....
Athugasemdir
Til hamingju með sys
Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:17
Hehe. Ég var heldur ekki neitt fúl að það fóru allir í skrúðgöngur. En það var heldur ekkert sérlega gaman að fá alltaf pening í afmælisgjöf (allar búðir lokaðar) hvað þá að hafi verið sungið fyrir mig í skólanum. En takk fyrir mig.
Kveðja Bogga stóra systir hennar Heiðar.
bogga systir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.