8.5.2008 | 15:49
8 maí 2008.
Halló allir....
Jæja sú gula og glaða er bara mætt í Grindavíkina og fötin af börnunum blakta á snúrunum úti.
Sjúkingarnir fóru í skólann í morgunn og vonandi er öll veikindi búin hér,það eru allir þá hressir hér
Ég fór til læknis í gær bara svona smá eftirlit eins og ég hef gert síðan í oktober eða svo það er allt gott hjá mér og ég ætla að halda bara áfram að feta veginn hægt og rólega á mínum hraða en svo er eitt sem ég bað um að láta athuga og það er langtíma sykurinn hjá mér ég er auðvita í hellings áhættuhópi með sykursíki og hef ég aldrey haft miklar áhyggjur af þessu en svo þegar ég og Bogga systir fórum og hittum hjúkrunarfræðing á göngudeild sykursjúkra um daginn fór hún að spyrja okkur út í hvort við létum ekki fylgjast reglulega með okkur og spurði líka hvort við værum fæddar sykursíkisbörn eða hvort hefði greinst sykur hjá okkur á meðgöngu nei við höfum ekki gert það og ég sagði henni að ég væri fædd sykursíkisbarn og það greindist sykur hjá okkur báðum á meðgöngu og þá sagði hún að ég væri jafnvel í meiri áhættu úpps ég vissi það ekki þó ég vissi að ég væri í áhættu svo ég notaði tækifærið og talaði um þetta við Geir læknir hann var alveg sammála og sagði svo ofur fínt það væri líka gott að láta fylgjast með bara af því að ég væri ekki alveg í kjörþyngd (þeghar ég sagði Gísla þetta spurði hann mig hvort ég hefði ekki spurt læknirinn hvort honum fyndist ég feit...ég sagði NEI Gísli maður er kurteis við læknirinn en auðvita hef ég oft fíflast með mitt vaxtarlag við vini mína) en semsagt ég átti að fara í blóðprufu og vera fastandi(og hvernæt verður maður mest svangur og hugsar mest um að fá sér að borða)en ég mætti á heilsugæsluna kl 8,30 í morgunn alveg að missa mig í óþolinmæði eftir að fá mér kaffi og síkó ok ég þurfti að bíða smástund og svo kom að því að láta pumpa úr sér nei ég er ekki svo auðveld að það sé bara stungið og dælt út það var sama rútínan og venjulega leita af góðrui æð til að fá blóð en engin æð þær skreppa alltaf saman og endar þetta að ég er meðhöndluð eins og börn það er tekið blóð úr handabakinu á mér Ásta Sigríður var með mér og ég held að hún hafi fundið til fyrir mig allavega gretti hún sig ægilega og spurði mamma er þetta ekki vont....en svo er að vænta að ég fái að vita eitthvað á morgunn allavega er ég skráð í símatíma hjá Geir.
Jæja ég held að það sé ekki meira í bili en ég þarf að fara og ná í Ástu Sigríði á leikskólann...
Njótið dagsins og stundarinnar kveðja Heiður.
Athugasemdir
Vonandi kemur nú allt flott út úr þessum prófum og heldur áfram að vera flott
Og við erum sko alveg í kjörþyngd frænka góð - bara ekki alveg nógu háar í samræmi við þyngd en hver vesenast yfir hve litlar við erum

Dísa Dóra, 8.5.2008 kl. 17:40
Nákvæmlega Dísa
bara mjúkar og góðar...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.5.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.