Hvert erum við að fara ?

Jæja þetta er búið að vera góður dagur Wink okkur langaði að fara eitthvað og gera eitthvað fyrir börnin í dag og var fyrsta hugmynd að fara í bíó en þegar búið var að skoða bíóauglýsingar þá voru bara engar mydir sem okkur leist vel á sem hentaði öllum aldri svo það var ákveðið að fara bara af stað og láta það ráðast hvað gert yrði...og á leiðinni kom upp hugmynd að fara og fá sér pizzu og var farið á Pizzahut á suðulandsbrautinni eins og við gerðum stundum þegar við vorum bara 2 og sögðum við börnunum það og fannst þeim sniðugt að borða á sama stað og mamma og pabbi gerður í "gamladaga" en svo vildu þau vita afhveju við fórum á þennan stað frekar en einhvern annan og sögðum við þeim að við áttum heima rétt hjá þegar við vorum bara 2 og vildu þau endilega fá að sjá húsið svo það var farið og keyrt framm hjá Hrísateignum.

En svo var haldið upp í smáralind við þurftum að komast í 3 búðir sem eru allar þar og var fyrst farið í BT það þurfti að kaupa nýjan skjá því minn gafst upp hér fyrr í vikunni og er maður bara komin með 21" græju fyrir framan sig Happy uss savakalega flott og ég ákvað að kaupa annan fyrir kallinn og gefa honum hann í afmælisgjöf það styttist í það hjá kallinum og Auður fékk gamla skjáinn hans sem ekki veitti af.En svo var skundað í ísbúð búið að lofa ís á litla mannskapinn og eftir það var farið í mína uppáhalds búð þangað þurfti ég að fara til að kaupa mér buxur orðin eitthvað fátæk af því svo sá ég bol og keipti mér svoleiðins en svo var endað á að fara í Hagkaup meistara Sverri vanntaði gúmítúttur og var orðin frekar fúll yfir því að það væri komið sumar  og engar gúmmítúttur Auður fékk strigaskó og Ásta fékk stígvél....það gengur víst ekki að hafa hana í loðfóðruðum stígvélum á sumrin og svo var keyptir 2 bolir á kallinn svo allir fengu eitthvað.Svo var ákveðið að kaupa rós til að fara með til Himma og mér fannst rósinn svo dýr miðað við búnt svo ég keypti 10 og ætlaði að setja eina hjá Himma og setja svo restina hér á boriðið hans hér heima.

Svo var farið upp í kirkjugarð til Himma og sett rós hjá honum og þá sáum við að glerið í annari luktinni var brotið svo við tókum hana með okkur heim held samt að þetta hafi bara verið rokið eða ég ætla að trúa því,svo vildi Auður fara til ömmu Dísu (mömmu Gísla) og héldum við í þá átt en stoppuðum hjá Erling Pétursyni frænda (nammi frænda eins og börnin kölluðu hann) og settum rós þar líka svo var haldið áfram og farið til ömmu og þar var líka sett rós og er krossinn hjá henni orðin frekar lúinn og nú ætlum við að fá nýjan kross og nýtt spjald hjá henni og finnst mér það svo skrítið að hún hét Jónína Þórdís Helgadóttir en það stendur bara Þórdís Helgadóttir og finnst mér að það megi alveg breita þessu,en svo var haldið heim á leið og var ákveðið að koma við hjá pabba Gísla líka  hann er í kirkjugarðinum í Hafnarfirði og fórum við fyrst til Erlings æskuvinar Gísla og þar var sett rós líka svo var farið til Hafsteins afa og þar var sett rós líka...þetta var gott labb um kirkugarðana og líka fyrir krakkana því þau þekkja ömmu sína og afa ekki nema af myndum ég er líka mjög ánægð með að hafa eitt deginum svona vel,ég er líka ákveðin í að fara og taka til á leiðinum hjá Dísu það þarf alls ekki að vera svona,svo með rósabúntið já ekki veitti af að kaupa eitt búnt en hver skildi hafa breitt þeirri ákvörðum ? held stundum að okkur sé stjórnað....Woundering.

En þetta er orðið gott í dag þangað til næst kveð ég.

Heiður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já það getur hafa verið rokið sem braut glerið eða einhver mishiti ...kannski líka hitinn frá kertinu sem síðast var.

Gott að þið fóruð svona rúnt, krakkarnir lifa alveg fyrir svona samveru með sínu fólki og það þarf ekkert að kosta ..

Kær kveðja og til hamingju með afmælisbarn morgundagsins

Ragnheiður , 12.5.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já það datt okkur líka í hug.

Já þeim fannst þetta líka gott alveg eins og okkur.

Ég þakka kveðjum og kveðja til ykkar sömuleiðins. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.5.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk fyrir Helga mín þú ert yndileg líka þó ég þekki þig líka bara í gegnum bloggið en þú ert einlæg kona.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.5.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Ragnheiður

Best að skila af sér kveðju á réttum degi.

Til hamingju með daginn Gísli.

Þessir afmælisdagar eru auðvitað hálferfiðir eins og sakir standa...vantar svo Himmann okkar.

Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband