13.5.2008 | 13:59
13,Maí 2008.
Góðan daginn.
Hér er bara gott veður í dag engin þoka eins og í gær og til valið fyrir svona kellur eins og mig að nota þetta veður til að þvo þvott og þurka úti .
Eins og ég sagði hér í fæslu fyrir er korssinn á leiðinu hjá mömmu hans Gísla orðin frekar lúinn og ætla ég að fara að finna nýjan kross prufaði að leita á netinu í gækvöldi en fékk frekar lítið ef einhver veit um einhvern sem gerir svona má setja það í komment hér annars ætla ég að athuga þessa staði sem selja legsteina og sjá hvað kemur út úr því.
Húsbóndinn á þessu heimili á afmæli í dag og er ég búin að fara út í búð og kaupa gott að borða ég ætla að gefa honum lærisneiðar steiktar á pönnu.
Hér er Gísli með strákana sína.
Annars veit ég ekkert hvað ég hef að segja er bara hress mér finnst gaman að lesa hjá Röggu sem fór á vestfirðina um helgina og tók smá með af vestfjörðunum með sér á sunnlenska malbikið oh það hefði verið gaman að fara með henni mér finnst líka svo gaman að frænka Röggu sem býr í Hænuvík pabbi minn er fæddur í þessari sveit og þangað tengist Hilmar sem tengist svo mér og pabba allt fer þetta í hringi.
En jæja farin að gera eitthvað af viti ef ég hef mig upp í það kveðja Heiður.
Athugasemdir
Endalausir hringir, hehe. Ég svipaðist vandlega um á Patró eftir mömmu þinni en sá hana ekki neinsstaðar. Ég er alveg að flippa hérna yfir, langar svo beint vestur aftur !
Það er hvergi betra að hvíla sig en þar.
Það endar áreiðanlega með að ég kaupi hús á Tálknó eða Patró til að eiga sem sumarhús hehe. Þið fengjuð lykla líka til að nýta húsið í botn !
Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 14:06
Takk Ragga það er fullt af húsum fyrir vestan á lítinn pening allavega ef mælikvarðin er tekin hér fyrir sunnan.
Mamma fór á hvítasunnudag vestur og ef þú kíkir vestu þá bara að kíkja á hana heim bara að láta vita hú yrði ánægð að sjá ykkur.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.5.2008 kl. 14:39
Til lukku með maninn koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 13.5.2008 kl. 17:04
Hæ Heiður, verst að ég hitti ykkur ekki á Pizza Hut í gær, ég fór nefnilega þangað líka, var að læra uppi í skóla með öðrum fyrir próf og svo fórum við tvær á Pizza hut og fengum okkur í svanginn, en það hefur nú verið seinna en þið voruð.
Mig langar að benda þér á þessa síðu varðandi krossa og skilti. http://www.hella.is/html/krossar.html
Mér finnst líka flott þarna þar sem platan er sett á náttúrustein. Það sést þarna á þessari síðu. Við gerðum það við leiðið hans pabba, þar er steinn sem fannst í garðinum heima hjá mömmu og við settum plötu á hann. Kemur bara vel út. Svo geturðu líka spurst fyrir á útfararstofum.
Rúna frænka (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:13
elsku afi...til hamingju með daginn :) kemst vonandi fljótlega til að knúsa þig :)
bestu kveðjur úr rigningunni fyrir norðan...
Dísa og Davíð (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 18:18
Gísli, innilega til hamingju með afmælið, og Heiður mín, til hamingju með bóndann. Bestu kveðjur
Sigríður Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:44
Við þökkum góðar kveðjur
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.5.2008 kl. 07:57
Gísli til hamingju með afmælið, njótið dagsins kæra fjölsk og hafið það sem allra best kveðja fjölsk á Dalbrautinni
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 14.5.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.