15.5.2008 | 17:12
Ég skal ég vil ég get....
Í dag fór ég og hitt Sólveigu sem ég er búin að hitta í næstum hverri viku síðan í oktober eða nóvember þetta var síðasti tíminn eða ég ætla að heyra í henni í ágúst þá eftir að það verður eitt ár liðið frá því að Himmi dó ég ætla að njóta sumarsins og vera jákvæð og muna að nota allt þetta sem ég er búin að læra hjá henni,ég svaraði nokkrum spurningum hjá henni svona til að mæla á hvaða stigi þunglindið væri bæði þegar ég kom fyrst og svo í dag þetta eru spurningar um hvernig tilfinningar eru til lífsins og ég var með 34 stig þegar ég byrjaði en í dag var ég með 6 stig mér brá eiginlega að sjá þessar tölur og hvað mér leið ýlla og ásakaði mig sjálfa"ef ég hefði gert svona þá hefði hann ekki" þetta var svona en í dag veit ég betur ég gerði allt sem ég gat fyrir hann og fyrir okkur fjölskylduna, ég er mjög glöð með þennan áfanga og nú legg ég af stað með þessi orð....ég skal ég vil og ég get...
Ég er búin að pannta nýjan kross og skilti á leiðið hjá tengdamömmu og verðu hann tilbúin í lok næstu viku svo förum við með hann upp í kirkjugarð þá verður tekið til hendinni hjá henni og gert fínt krökkunum langar svo að setja engil á leiðið hjá henni ég var að reyna að finna hvar væri hægt að skoða þetta á netinu en finn ekki neitt sem mig langar að kaupa ég vil ekki hafa hann stórann og ekki endilega pínu lítinn svona eitthvað þarna á milli ef einhver veit um svona eða búð sem selur svona þá endilega að setja í komment eða senda mér mail heidurs@simnet.is.
En annars er allt gott að frétta það er góða veðrið út og ég inni í tölvunni ....hehehe .
Jæja gott í bili kveðja Heiður...
Athugasemdir
Sá fullt af fallegum englum í húsasmiðjunni um daginn.
Dísa Dóra, 15.5.2008 kl. 17:31
Hi,hi, stóra frænka var á undan, Húsasmiðjan, Garðheimar og ef þú villt eitthvað allveg sérstakt þá eru þeir sem selja legsteina oft með svona aukahluti, sé fyrir mér engil og lukt fyrir kerti saman á smá "stétt" hef séð þetta á leiði og er viss um að þú finnur eitthvað fínt sem krakkarnir verða ánægð með K.kv.frá Fáskrúðsfirði
Anna Ó (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 08:19
Sæl Heiður,
ég setti engil á leiðið hjá mömmu og var einmitt í vandræðum með það hvernig hann ætti að vera.. ekki of stór og ekki of lítill... að endanum varð fyrir valinu engil sem ég fékk í Blómavali sem situr á kúlu. Ég gróf kúlun hálfa ofan í jörðina og þannig hefur hann verið í 2 ár og er að virka flott ;) langaði bara að benda þér á þessa leið.
Kv. Ingv. Hera
Ingveldur Hera (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 10:31
Já þessar settningar hjálpa mér mikið "ég skal ég get og vil...koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 17:06
hæ hæ Heiður
haltu áfram á sömu braut,ég veit að þú getur allt sem þú ætlar þér og þú mátt vera stolt af þér og árangri þínum síðustu mánuði
láttu þér líða vel
kv Ágústa
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 16.5.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.