Jæja loksins.....

búið að ákveða nafnið á litlu kisu hún heitir Skella Gísladóttir hún er svakalega skemmtileg og mikill leikur í henni ég átti litla mús og hún slæst við hana með miklu hoppi og látum,hún er líka að átta sig betur á nýjum stað og hefur verið bara gaman að fylgjast með henni,það var rosalega gaman að henni í dag þá fann hún úlpu af sverri á gólfinu og tróð hún sér inn í ermina og alveg í gegn mikil skemmtun ég tók auðvita myndir og set hér fyrir neðan.

Skella og fleyra 036

 

 

 

 

 

 

 

Hér er trínið í úlpuerminni.

Skella og fleyra 037

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hausinn.

Skella og fleyra 039

 

 

 

 

 

 

 

 

Sko þetta er alveg að hafast...annar fóturinn..

Skella og fleyra 040

 

 

 

 

 

 

 

 

Sko komin alla leið í gegnum ermina og Ég Bogga og Loftur skemmtum okkur vel.

ÚFF alveg eins og góð lýsing á fæðingu Smile en þetta gæti hugsanlega verið svipað að troða sér í gegnum þrönga ermi Wink.

Annars allt gott að frétta fellhýsið er komið úr geymslu þá finnst mér sumarið komið nú er bara að fara yfir fellhýsið þrífa og gera klárt fyrir útilegur það er alltaf gaman og ég hlakka til þegar það verður gert...Bogga systir og Lofur komu í dag þau voru með tjaldvagininn sinn í geymslu á sama stað og tókum við hann hér heim til okkar svo komu þau og sækja hann og þarf aðeins að laga undivagninn hjá þeim svo vagninn fór í Keflavíkina til Ástu og Einars en þar á að gera við....systir mín var alveg heilluð af Skellu og vill hún fá að vita um leið og ef hún fær að eignast ketlinga hún náði alveg að heilla þau.

En jæja þetta er gott í bili hér kveðjum við Heiður og fröken Skella Gísladóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Mánudagsknús á þig mín kæra.

Falleg hún kisa þín

Hulla Dan, 19.5.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband