20.5.2008 | 15:50
Fæsla dagsins 20 maí.
Góðan daginn hér.
Héðan er allt gott að frátta nú er komið að garðvinnu og er ég er alltaf á leiðinni en alltaf skal ég þurfa að gera eitthvað annað eða það koma gestir og garðurinn bíður...hann hleipur svosem ekki neitt þetta er allt í lagi.
En svo er júróvision undankeppnin að byrja í kvöld ég ætla eða var ákveðin í að horfa þá er auðvita þættir sem mig langar að horfa á að stöð 2 og ég hugsa að ég geri það úr því að Ísland er ekki að keppa í kvöld og horfi svo á fimtudaginn.
Við fengum fólk í kaffi í gærkvöldi Ragga,Steinar og Björn komu og fór Ragga að segja okkur frá robot ryksugu sem hún var að kaupa og mig langar í svona sniðugt Ragga verður bara að setja hann í gang næst þegar Gísli kemur við á nesinu ..
En svo er 20 maí í dag og þá fermdist stúlka ein vestur á Patreksfirði árið 1984 og eru sem sagt 24 ár síðan ...... ÚFFF hvað tíminn líður en ég á hér ein mynd af þessari stúlku og set hana hér inn
Vel fléttað hár og blóm í fléttum því þessi unga dama vildi sko ekkert sem heitir slöngu lokkar og þess háttar skraut...og ekki kjól og ekkert stelpu vesen það er vel hægt að hlægja af þessu í dag en sennilega var þetta ekki fyndið árið 1984.
Jæja ég ætla að kveðja í bili og bíð ykkur góðan dag.
Kveðja Heiður.
Athugasemdir
Fallega stelpu snúlla Svona man ég eftir þér!!!
Vá pældu í hvað tíminn lýður, 24 ár!!!
Við erum ekki samt gamlar???
Hafðu það sem best
Hulla Dan, 20.5.2008 kl. 18:22
Flott stelpuskottið þarna - og flott er hún enn
Og jú frænka auðvitað ætlum við að mæta á ættarmót
Dísa Dóra, 20.5.2008 kl. 21:16
Hulla ég þarf endilega að athuga hvort ég finn ekki eitthvað af myndum úr Rnaesi það væri bara gaman.
Takk helga og ég þakka ykkur öllum Dísa það verður bara gaman að hitta ykkur og alla.
og svona til fróðleiks þá var þetta stelpu skott dálítið sjálfstæð og fór sínar eigin leiðir og svo er hún orðin móðir í dag og er alveg stein hissa á að dóttir hennar sé svona.....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.5.2008 kl. 23:06
Ó já ég man hvað hárið á þér var flott. Ég öfundaði þig ekkert smá af þessum fléttum :)
Rúna (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 01:57
Hi,hi, mér finnst sem ég hafi verið í þessari veislu í hittifyrra Spurning hvort þú getir boðið fermingar stúlkunni þinni á næsta ári uppá buxur, mín aftur á móti gæti allveg verið í fermingarfötunum þínu, já eða mínum því ári seinna var ég nú eina stelpa í buxum minnir mig
Anna frænka (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:11
R-nes myndir Stórkostleg hugmynd.
Og ef Anna ætti svo sem nokkur stykki
Ég á líka að eiga slatta einhverstaðar, þarf bara að fá mér skannara.
Hulla Dan, 22.5.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.