28.5.2008 | 12:20
Ásta Sigríður
ætlar að útskrifast af leikskólanum í dag þrátt fyrir vandamál gærdagsins getum við mæðgur mætt á útskriftina í dag,eins og deildarstjórinn sagði í morgunn það er alls ekki hægt að taka þetta frá henni annars er húnörugglega búin að smita ef hún ætti að gera það því hún var á leikskólanum í gær en er komin á lyf og er nú að komast yfir smit tímabilið,hún er heima og mætir bara klukkan 15 í útskrifina en það er auðvita búið að vera mikið að gera fara í bað og athuga með föt til að fara í og svo á eftir að laga hárið hún ætlar að vera FÍN og flott nema hvað þetta er fyrsta útskriftin á lífsleiðinni....ég ætla að taka myndir og set hér seinna í dag.
Sverrir fór svo í fjölskyldu og húsdýragarðinn í morgunn og ætlaði ég með honum en það gekk ekki svo hann fór bara einn í rútunni en pínu sár en ég vona að allt gangi vel næst þegar farið verður og ég get farið með honum....
Kveðja Heiður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.