Útskriftin hennar Ástu.

Jæja þá er útskriftin hjá Ástu búin og tókst þetta mjög vel og ekki var laust við að móðirinn finndist þetta skrítið og tilfinningin blendin að litla barnið væri að ljúka leikskólagöngunni,Hulda leikskólastjóri hélt ræðu og voru krakkarnir voða stilt og góð svo sungu börnin umhverfislagið og spiluðu krummi svaf í kletta gjá á heima tilbúnar trommur rosalega flott,svo fengu börnin öll útskriftaskjal,mynd af hópnum,verkefni sem þau unnu í vetur og ljóðabók og hafa öll börnin rímað og það svo sett í bók.Hér koma myndir af Ástu Sigríði útskriftadömu.

Set hér rímuna hennar Ástu....Ég sá flösku vera að fara ofan í tösku... 

útskrift hjá Ástu 28 maí 2008. 020

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Ásta með útskrifta skjalið og rósina. 

útskrift hjá Ástu 28 maí 2008. 014

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er allur hópurinn að spila á heimatilbúnar trommur,(Krummi svaf í kletta gjá.) 

útskrift hjá Ástu 28 maí 2008. 003

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér var tekið framm krullujárn til að vera svo fín.

Kveðja Heiður og Ásta Sigríður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ohh hún er svo falleg og flott. Yndislegt að sjá þetta. Maður hrekkur upp við öll slík tímamót og hugsar ; Ji litla barnið !

Sjáðu mitt "litlabarn" fúlskeggjað með kærustu (ætlaði að skrifa táfýlu en kunni ekki við það )

Ragnheiður , 28.5.2008 kl. 17:01

2 identicon

Til hamingju með stelpuna núna er hún og minn yngsti að fara í skóla í haust nema minn var ekki leikskóla var bara heima en var í skólahóp í skólanum og sá elsti hjá mér var að koma frá Danmörk var í útskriftarferð hann er núna búinn með grunnskóla gönguna sjáumst kannski um helgina verð í grindó kveðja Eva og Fjölskylda

Eva Björk (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já Ragga sagði við Gísla í kringum afmælið hans Bjössa það er ekki langt síðan hann sagði ýga með sinni bassa rödd.....og nú er hann orðins stór með kærustu og ??????.

Takk Eva þetta líður svo fljótt vonandi sjáumst við um helgina. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.5.2008 kl. 17:18

4 Smámynd: Hulla Dan

Dúllan. bara sætust. Og flotta hárið.

Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 18:18

5 Smámynd: Dísa Dóra

Til lukku með útskrifaða leikskólastelpu og tilvonandi skólastelpu.  Gott að hún náði að vera í útskriftinni

Dísa Dóra, 28.5.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk mikið vel fyrir allar

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.5.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband