Hvernig virkar kerfið ? það er fallið í mínum augum.

Þessa dagana eru ákveðnir hlutir að pirra mig,mig langar líka að segja hér 2 sögur bara til að sýna að mér finnst kerfið rotið ég vona líka að ég halli ekki á neinn þó ég komi hér með mína sögu og mitt álit.

Hér kemur fyrri sagan:Eins og flestir vita átti og á enn ég stjúpson og þótti og þykir enn mikið væntum þennan strák þetta er hann Hilmar hann var eitt af þessum börnum sem var greindur ofvirkur með athygglisbrest misþroska og allan þann pakka það var þannig að hann fór sínar eigin leiðir í lífinu og hann þurfti mikið aðhald hann átti erfitt félagslega en hann átti einn góðan vin hann tók líka þátt í ýmiskonar uppátækjum sem oft varð til þess að löggan þurfti að skipta sér af,og var það að félagsmála yfirvöld hér voru oft í hans málum sökum aldurs mitt mat var það að hann þurfti hjálp og þannig hjálp að kerfið varð að vinna með og taldi ég líka að gott hefði verið að okkur foreldrum hans væri leiðbeint á einhvern hátt hann átti líka 2 sett af foreldum sem elskuðu hann og vildi allt gera til að hjálpa honum í stuttu máli barðist ég við kerfið í mörg ár eða frá 1998 til 2003 held svona nokkuð rétt,eina lausnin var að senda hann í sveit út um allt land til að kvíla okkur foreldrana stundum hélt ég líka að þetta væri lausn en það var það alls ekki það var ekki gert neitt fyrir hann eða neitt til að hjálpa honum félagslega og ég held í dag að það var stæðsta vandamálið hans,svo varð hann 18 ára og þá geta foreldrar ekki gert mikið en eins og flest vita þá dó hann í ágúst 2007.

Og þá má segja að það byrji nýr kafli af erfileikum sem saman stendur af sektarkend ásökunum og ótal spurningum en engum svörum heldur kemur hér prestur og flytur manni þessar hörmulegu fréttir og hvað engin hjálp til okkar sem eigum um sárt að binda(ég skrifaði um áfallahjálp 27 apríl og er hún hér aftar ef einhverir vilja lesa) hann átti mörg systkini sem við foreldrarnir öll 4 höfðum áhyggjur af.

Hér kemur önnur saga:En svo er það eins og hlutirnir eru í dag,eftir svona áfall brestur eitthvað og ég einfaldlega brotnaði alveg samna og hugsaði stanslaust ef ég hefði gert svona þá hefði þetta kannski ekki gerst ég fór að naga mig að innan og smátt og smátt brotnaði ég alveg niður og gat ekki meir en eins og þeir sem hafa fylgst með hér fór ég í viðtöl í vetur og er auðvita miklu betri en það er líka langt eftir,en staða mín og minna barana er þannig að 2 börn í skóla og 3 barnið fer næsta haust og hef ég þurft að berjast við skóla kerfið í 7 ár eða allt frá því að Auður byrjar í skóla(hún er greind með athyglisbrest) hún er ýlla stödd námslega en alveg rosalega vel félagslega en svo þegar Sverrir byrjar í skóla fyrir 3 árum þá einfaldlega passaði ekki þetta fyrir hann og upp komu stór valda mál í skólanum og að endanum gáfust allir upp og vegna þess að Auður var með sérfræðing var ég beðin um að athuga hvort hún gæti greint hann sem fyrst ég var búin að hafa áhyggjur af honum lengi og búin að ræða um það við læknirinn og hún sagðir að um leið og ég fengi skólann með mér þá eitt símtala og hann inn(Sverrir greindist í 1 bekk)það kom svo í ljós að Sverrir greindist með ofvirkni og athygglisbrest og skoraði hann mjög hátt hann á líka félagslega erfitt en þá var hann búin að missa allt fyrsta árið úr skóla og þá eðlilega koma farmm námserfileikar og er ekki búið að vinna úr því,en í vetur var það gert að Sjónarhóll var fengin inn í málið og er ég mjög sátt við það þeir vildu fá félagsþjónustuna inn á fundi til að kanna hvort væri eitthvað hægt að gera fyrir Sverrir og líka hvort hægt værir að fá stuðning fyrir börnin til að við sem foreldra gætum unnið úr okkar málum og svarið var NEI við fáum einfaldlega ekki neitt, fyrst kom starfsmaður frá félagþjónustunni og gat hún litlu svarað en svo í gær var fundur til að fara yfir veturinn að loknum skóla og undirbúa næsta vetur og mætti félagsmálastjóri og hef ég ákveðið að fara ekki framm á neitt nema ef hægt væri að hjálpa Sverri félagslega Nei hann fellur ekki inn í þetta út frá þroskaskalanum skalla ég sagði þá að félagslegir efrileika væri mjög erfið mál og svarið sem ég fékk frá félagsmálastjóranum var vissulega en hann fellur ekki inn þroskalega séð,mér var bennt á leikjanámskeið fyrir hann og sagði ég að ég hafi sótt um það og hafi viljað fá 2 námskeið en ég get ekki fengið nema 1 og 1/2 því það var allt full á fyrsta og 2 og 3 skarast á okkur var ekki einu sinni boðin hjálp við að græja það ég nefdi líka að mér hefði fundis gott ef hægt hefði verið að hafa leikjanámskeið í júlí en þá var mér bennt á að sennilega yrði smíðavöllur hér og gæti ég notað það gott og vel ég get það en ég verð að vera með honum þar(þar sem oft er allt skemmt þar og hann á mjög erfitt með alla höfnun),ég hefði vilja fá stuðnings fulltrúa fyrir hann sem einmitt gæti farið með honum þetta því ég er með fleyrir og yngri börn og á ekki að þurfa að fá barnapössun fyrir Ástu svo ég geti farið með Sverri en get vissulega tekið hana með en stundum er það að hana langar ekki að gera það sama og hann og niðurstaða mín er að félagsmála yfirvöld hér eru jafn ýlla sett með hjálp fyrir börn með þessa greiningu eins og Sverrir og var þegar ég fór fyrst vegna Hilmars.

Þetta er svona í stórum dráttum alls ekki tæmandi ef ég ætti að skrifa það allt yrðu það margar blaðsíður,ég veit líka vel að börn með miklar fatlanir þurfa mikla hjálp og er ég alltaf mjög glöð að heyra ef þeim er vel sint,fyrir okkur er jafnvel verið að tala um tímabundna aðstoð,en svona er þetta ég er mest sár út í kerfið.

Hér er linkur inn á áfallafæsluna sem vilja lesa http://www.snar.blog.is/blog/snar/entry/522014/#comments

Kveðja Heiður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Við... Eva konan mín barðist við kerfið og gerir enn (með hjálp frá mér í þetta skiptið) Ég skil þig svo vel.

Ég er búinn að komast af því að "fatlað" barn er ekki það erfiðasta það er allt þetta skilningslausa fólk.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 12:28

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk fyrir Jenný. 

Gunnar.ég er alveg sammála þér með þetta skilningslausa fólk takk fyrir þitt innlegg. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 12:36

4 identicon

Elsku frænka, stundum mætti halda að þeir sem eiga að vera okkur til stuðnings í þjóðfélaginu, þeir sem þyggja laun fyrir það að leiðbeina okkur og stiðja já að þeir villji helst að barnið detti á bólakaf ofaní brunninn áður en nokkuð er gert, einhverstaðar stendur að maður eigi að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní hann, og það er einmitt það sem þú ert að reyna að gera, knús til þín duglega mamma

Anna frænka (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:48

5 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 4.6.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk Anna frænka mikið rétt okkur hefur greinilega verið kennt það sama að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní brunninn.

Takk Hulla. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 15:28

7 identicon

Góð færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 17:28

8 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

elsku Heiður mín mikið vona ég svo innilega að þetta fari nú að ganga hjá ykkur og að þið hafið áhyggjur af börnunum ykkar,sem er bara ekkert skrítið,en þetta er svo mikið satt með félagsmálakallinn hér,ég hef þurft að hafa tal af honum nokkrum sinnum og hann er ekki starfi sínu vaxinn,hef heyrt marga bölva honum og vilja hann burt héðan,kerfið er bara ekki að vinna með öllum sem þurfa á hjálp að halda það er eins og viss vandamál er hægt að aðstoða við en önnur NEI ég er svo reið út í kerfið,

svo bara til ykkar frá fjölsk á Dalbrautinni

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 4.6.2008 kl. 20:25

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk fyrir Birna.

Takk Ágústa ég er svo sár út í þetta kerfi. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband