6.6.2008 | 12:51
Ferðalög grill og aðeins meira.
Góðan daginn hér.
Komin föstudagur og vikan á enda jæja hér glaðnar yfir veðri sú gula fain að láta sjá sig og þá glaðnar maður í hjartanu,hér verður líf og fjör í kvöld ætlum að hittast nokkrir vinir og fjölskyldur og grilla saman hér er að mæta góður vinur af Austfjörðum.
Er að reyna að taka til og undirbúa grillið eða á að vera að gera það ,Auður verður að vísu ekki með okkur því hún fór í gærkvöldi til Erlu frænku sinnar og ætlar með henni í útilegu í Skagafjörðinn sem verður örugglega gaman þær eru svo góðar þessar frænkur svo kemur hún heim á sunnudags kvöld þá er að skipta út skítugum fötum og bæta við hreinu og svo skutla ég henni í Keflavíkina en þar ætlar hún að passa 2 ára frænda sinn í sumar hún verður í burtu í viku og heima í viku og er stefnan tekin vestur á hótel ömmu á Patró fyrstu vikuna uss mig langar með...en ekki er allt í boði svo ég verð að fara seinna og anda af mér vestfisku eðal lofti .
Litlu krakkarin eru bara að leika sér hér er staddur vinur Sverris hann átti heima hér í eitt ár og flutti svo norður í land og urðu miklir fagnaðar fundir þegar hann kom og Sverrir er alveg í skíjunum.
Sverrir ætlar að fara á leikjanámskeið sem byrjar á mánudaginn og verður það gaman við erum búin að fá dagskrá og verður nóg að gera hjá honum þessa daga.
Þetta er orðið gott er farin að taka til og fara svo í búð heyrumst kveðja Heiður.
Athugasemdir
Góða grill helgi á þig og þín Heiður mín
Hulla Dan, 6.6.2008 kl. 13:20
Yndislegt að grilla í góðum félagsskap, þetta verður örugglega æðislegt. Gott að Sverrir er að fara á leikjanámskeið, hann hefur örugglega gaman af því.
Helga Magnúsdóttir, 6.6.2008 kl. 14:49
Góða skemmtun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 15:53
Góða helgi Heiður mín, greinilega mikið að gera hjá þér
Ragnheiður , 6.6.2008 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.