7.6.2008 | 20:37
Ég er búin að vera í
Afslöppun í mest allan dag eða ég er ekki búin að gera neitt, Grillið var æðislegt í gær rosalega gott að fá grillað kjöt og með læti....eftir veturinn....namm
En gesturinn er farin og ætlar að koma aftur á morgunn en fer svo austur heim til sín á mánudaginn það var auðvita fjör þegar koma gestir sem ekki koma oft þá er bara spjallað farmm eftir öllu og það var gert í gær.
En svo þegar ég vaknaði í morgunn hentist ég frammúr því Sverrir þarf að fá lyfin sín ekki seinna en 10 á morgnana og klukkan var 9,55 hussss og dagurinn hefur farið í bara leti ég lá í sófanum og horfði á bíórásina mjög góð dagskrá í dag en svo þegar klukkan var að verða 16 þá var ég orðin frekar þreitt að liggja svo ég fór að athuga með saumadótið sem ég vissi að var til hef ekki hreift það í bráðum 3 ár og jú ég settist í sófann og fór að sauma hunda mynd sem ég fann í skúffunni, fyrir svona 5 árum panntaði ég upp úr saumalista litlar fallegar myndir sem hægt er að sauma nafn og fæðingar dag barnsins og panntaði ég 4 eina fyrir öll börnin á heimilinu svo var fólk að skoða þetta hjá mér og allir vá hvað þetta er sætt og fékk ég þá hugmynd ég fór og keipti garn og stramma og ég saumaði fyrir allt litlafólkið í fjölskyldunni á þeim tíma og gaf í jólagjöf held að þetta hafi endað í 13 myndum úffff hvað ég var komin með nóg eða bara alveg upp í kok af þessu munstri og svo um daginn þá fer vinkona mín að spyrja mig hvort ég myndi vilja sauma svona fyrir dóttir sína því ég hafði gefið syni hennar eina mynd ég sagði auðvita já ég skal gera það svo ég skoðaði munstrið í dag og ég er að hugsa um að gera svoan fyrir eina litla vinkonu tvo litla frændur og svo áttaði ég mig á að ég á einn lítinn vin í viðbót sem mig langar að gefa líka eina....
Jæja ég man ekki meira í bili svo ég kveð í bili kveðja Heiður.
Athugasemdir
Gaman að lesa hjá þér eins og alltaf. Þú ert dugleg að sauma, ég er nánast alveg hætt allri handavinnu, því miður. Ég byrja kannski aftur seinna þegar meiri tími gefst og ég verð búin að laga húsið meira.
Knús á ykkur öll í Grindavíkinni, mínir kæru vinir
Ragnheiður , 7.6.2008 kl. 20:42
hæ hæ bara gott hjá þér að liggja í leti svona næstum heilann dag ég væri alveg til í þetta svona til að prófa já og saumadótið sama hér ég henti því inn í skáp komin með leið og svo er um að gera að taka það upp seinna þó svo nokkur ár geta liðið,það er voða notalegt að setjast niður og taka nokkur saumaspor já eða nokkur dansspor
kv gumpurinn
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 7.6.2008 kl. 20:44
Takk Ragga æj mér finnst gaman að sauma og sérstaklega eftir að ég lærði að telja út og sömuleiðins knú til ykkar.
Já Ágústa ég er farin að geta prufað þetta ein og einn dag þetta er æði..
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 20:51
Dugleg í saumaskapnum. Ég saumaði einu sinni hálfan klukkustreng, gafst upp þegar pabbi horfði á mig stórum augum og sagði: Þú berð þig að eins og þú sért að ríða net. Sá þá að þetta var vitavonlaust.
Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 15:26
Haha Helaga Magn. gaman að þessari sögu..en það er þannig með mig ég get saumað flest en svo het ég prjónað vetlinag og húfur svo ekki söguna meir með það mamma og systir mín eru mikið búnar að reina að kenna mér hæl og það er ekki hægt.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.6.2008 kl. 17:34
Flott hjá þér
Er líka að sauma út englamyndina sem....hmm Lilja segir að ég verði búin með árið 2013 hehe
Ætla sko að afsanna þá kenningu
Kveðja Þóra og co
Þóra Björk (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.