9.6.2008 | 18:28
Í sól og sumar yl.
Góðan daginn hér...jæja bara frábært veður hér í Grindavíkinni í dag og búin að vera úti í mest allan dag sem er bara frábært...við vöknuðum ekki fyrr en rétt fyrir 10 í morgunn og Sverrir settur í bað eftir morgunnmat en litla skottið hún Ásta vaknaði kl.11,30 svo var fengið sér bita í hádeginu en í dag byrjaði Sverrir á leikjanámskeiði kl.13 og voru hjólin tekin framm og hjóluðum við saman upp í Þrumu þar sem námskeiðið er svo héldum við áfram ég og Ásta og fórum í smá heimsókn á leikskólann hennar Krók hér var eitt og annað sem Ásta hefði fengið lánað og við fóru og skila Ásta var hálf feimin því allir voru svo glaðir að sjá hana og besta vinkona hennar koma hlaupandi og þær féllust í faðma oh þetta var svo sætt ,svo var hjólað heim en þegar við vorum komnar að húsin hjá Ástu vinkonu minnar stóð hún úti á miðri gangstétt og sagði okkur að Emilia hefði farið í fótbolltaskóla og Ásta vildi fá að fara líka svo það var stokkið upp í bíl til Ástu og upp í gulahús og Ásta ætlar að vera í fótbolltaskæola í 3 vikur kom heim sæl og ánægð eftir æfingu,en ég fór og kíkti á hana Grímu vinkonu mína (hundur sko)ég hef ekki séð hana í 10 daga eða svo vá hún er orðin svo stór við sátum út á bletti í góða stund ég og Ásta vinkona svo hjólaði ég heim svo kom Siggi sem sér um að tréin mín séu vel til höfð og það þurfti að eitra og var úðað yfir allt en svona til pínu skemmtunar þurfti að ná inn köttunum svo þeir yrðu ekki eitraðir líka og það hófst svaka eltina leikur við að ná Skellur úr trjánum hún ætlaði bara að vera þarna en ég ekki jafn ákveðin í því ,en svo ákvað ég að fara og redda mér smá mold í ker og setja sumarblómin í sem áttu að vera komin til skrauts hér fyrir utan fyrir löngu en sko eru komin til skruats en mig vanntar fleyri potta eða drepa blómin hér fyrir utan.
Auður fór í ferðalag með Erlu frænku sinni um helgina og kom heim um 22. í gærkvöldi alveg í skíjunum eftir vel heppnaða helgi og svo fór hún á bát niður á svo sagði hún:mamma ég hennti mér sjálf í ánna geggjað gaman og brosti út að eyrum en stoppið var stutt hjá mömmu og var skipt um í töskunni og komin í Keflavík kl. 23. til Ástu frænku að passa litlu sætu Eyjólf og Ágúst og kemur ekki heim fyrr en á sunnudag.
Jæja þetta er gott hér í bili þarf að finna eitthvað að borða handa glorhungruðum börnum .
Kveðja Heiður...
Athugasemdir
Kvitt kivtt... Er á blogg rúntinum
Hulla Dan, 9.6.2008 kl. 18:50
hæ hæ já frábært veður í Grindavíkinni,vonum að Sverrir hafi gaman af leikjanámskeiðinu bara flott fyrir hann og stelpurnar í fótboltanum,er hægt að hafa það betra en hafið það nú gott og við sjáumst í fyrramálið í stuðningshópnum
kv gumpurinn
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 9.6.2008 kl. 19:37
Það er aldeilis aktívitet í gangi á þínum bæ. Heima hjá mér ríkir alger leti, ég druslast um á náttkjólnum fram eftir öllum degi þegar ég þarf ekki að mæta fyrr en fjögur og sonurinn nýtur sín í botn að vera kominn í sumarfrí.
Helga Magnúsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.