Sláttur eða bara ekki sláttur.

Jæja er loksins komin við tölvuna er búin að vera á leiðinni síðan fyrir kvöld mat að hripa hér eitthvað niður en jæja hér kemur dagurinn.

Ég fór í fínan göngu túr með Ágústu og Ástu og fylgdu dætur okkar Ástu með og þeirra börn Wink þetta var mjög hressandi svo var komið heim um 11,30 gefa börnunum að borða en Sverrir þurfti að vera mættur kl 12,30 á leikjanámskeiðið hann er svo svakalega ánægður og þið getir ekki ýmindað ykkur hvað mamman er glöð með það,hann fór í gær í hjólatúr og eins og hann sagði sjálur"ég hjólaði næstum til þorbjörn"svo í dag var farið í vatnaveröld í Keflavík þvílíkt stuð hjá honum,en svo er Ásta í fótbolltaskóla og finnst henni það mjög gaman en svo í dag sagði hún við mig mamma ég verða að fá svona fótbollta legg (fótbollta legghlífar) það er svo vont að bolltinn fer í löppina og við fórum og keyptum svona fótbollta legg í dag og bíður hún spennt eftir að mæta með þær á morgunn svo fór ég og borga námskeiðið í dag og hitt þjálfarann hann gaf henni mikið lof og sagði að hún væri svakalega dugleg og hefði mikið úthald og það vanntaði alltaf svona duglegar stelpur í fótbolltan og kvatti mig til að kvetja hana áfram og skoða að hún myndi þjálfa áfram eftir námskeiðið ég varð nún voðalega ánægð að heyra þettaSmile.

En svo þegar var búið að kaupa fyrir Ástu var farið og kaupa í matinn og svo heim og ég alveg ákveðin í að nú ætlaði ég að fara út í garð og slá blettinn jú ég arkaði út í bílskúr og náði í sláttuvélina og rogaðist yfir pallinn með hana ein og svo hófst slátturinn og gekk vel þangað til slátturvélin vildi alls ekki slá meira varð nú fekar fúl út í rauðudrotninguna en ég kom henni ekki í gang og hugsaði að nú gæti Gísli átt við hana og hún vill alls ekki hlíða Gísla heldur ARRRRRG svo bletturinn minn er hálf slegin hér fyrir utan var næstum búin að kláta hér fyrir framan hurðina þetta er eins og bletturinn sé með svona hana kamb...heheh.

En svo þegar við vorum búin að gefast upp á að bjástra við slátturvélina þá kom strákur og sagði að Ásta hafi meitt sig á leikskólanum Laut og var rokið og ná í gullið hún var grátandi þegar mamma kom en fór að hágráta þegar hún sá mömmu Crying svo það varð að skella upp hjúkkubúningnum og plástra litla gullið sitt og þurka tár og kissa og knúsa mikið en svo langaði hana svo að hitta vinkonu sína og sýna henni plásturinn og ég sagði þú getur ekki farið svona grátandi þá kom hjá henni mamma huggaðu mig bara einu sinni enn þá get ég hætt og ekki gleyma að þurka tárin og nú eru þær vinkonur inni að hlusta á Sveppa og allt er að verða gott.

Jæja þetta er orðið gott í kvöld og bíð ykkur góða nótt.

Kveðja Heiður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, hvað þetta er sætt. Huggaðu mig einu sinni enn. Greinilega algjör dúlla.

Helga Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha hún er nú meiri skottan hún litla frænka mín

Dísa Dóra, 12.6.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

voða krúttleg börnin þegar gullmolarnir koma svo knús og koss,æðislegt að það gengur svona vel með þau á námskeiðunum

kv gumpurinn

p,s. tökum fljótlega gönguferð,þú bara hóar í mig

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 12.6.2008 kl. 20:10

4 Smámynd: Hulla Dan

Knús á þig sæta :)

Hulla Dan, 12.6.2008 kl. 21:33

5 Smámynd: Tiger

 heyrðu - er vélin bara ekki bensínlaus - þetta er orðið svo dýr dropi að allt virðist ætla að stoppa núorðið af bensínleysi. Spurning um að fá sér bara kindur og beita þeim á blettinn hjá sér? *Bros*..

Takk fyrir innlit og kvitt hjá mér. Eigðu ljúfa nótt og góða helgi framundan.

Tiger, 13.6.2008 kl. 03:44

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já meinar Tiqercopper kannski að fá belju þa´getur maður nýtt mjólkina líka .

Takk fyrir commentin þið öll. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.6.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband