28.6.2008 | 08:24
Hvar er ábyrgð verktaknas ?
Hér kemur frétt um þetta mál sem ég hef verið að skrifa um á mínu bloggi og hér segir Magnús Guðmundsson eigandi Grindarinnar og sá sem stendur að þessari byggingu,segir að þetta sé venjulegt snyrtilegt bygginasvæði....málið sníst ekki um hversu vel timbrinu er raðað í stafla og þetta sníst um það að byggingin er opin og börn leika sér þarna upp um allt og svo bendir hann á Reykjavík hann Magnús er líka spurður hvort gerða verði einhverjar ráðstafanir til að fyrir byggja tjón með að reisa girðingu í kringum svæðið þá svara Magnús að á honum hvíli engin skilda til þess....hver ber þá þessa skildu ? ég bara spyr.
Ég hef verið að spyrja Gísla sem oft vinnur við að taka svona grunna M.A á Reykjavíkur svæðinu og þar er undantekinga laust girt þar sem hann hefur verið að vinna svo Magnús getur étið þetta sjálfur..ég er svo reið yfir því hvernig þessi maður getur vaðið hér upp í bænum og gert hlutina eins og hann vill, svo gerir bærinn samning við þennan mann um að byggja hér nýjan Hópsskóla.
„Á eftir að enda með slysi“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vilmundur:þó að þér finnist börn ekki leika sér út þá er það alls ekki alstaðar svoleiðins og það er líka þannig að byggingasvæði eiga að vera girt af til að koma eins mikið í veg fyrir að börn fari þarna inn,ég get líka sagt þér að það er allt í lagi með allan aðbúnað hjá Magnúsi sem varðar svæðið og starfsmenn eða maður sér ekkert að því og snýst þetta um að hann loki svæðinu en ekki tiltekt sem á auðvita ekki að þurfa að segja neinum byggingaverktaka það hlítur að vera hans hagur að fyrir byggja slys á sínu vinnu svæði og um það sníst þetta að öllu leiti.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.6.2008 kl. 12:21
Það er mjög fátítt að byggingaverktakar girði af svæði við nýbyggingar, að ég tali nú ekki um þegar svona er gengið um eins og sjá má á mynd sem fylgir mér fréttinni.
Birkir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 13:21
Það er nú ekki aðalmálið það verður að skoða aðstæður allar eins og td þessi bygging þá er hún inn í miðju barnmörgu íbúðarhverfi, við hiðina á leikskóla og örstutt frá skóla á svæðinu........nokkrir metrar í næstu blokk!!
Eruð þið kæru menn ekki að tala um íbúðarbyggingar á strjálu svæði í rvk?, hvað ef það væri bygging við sömu aðstæður í rvk við skóla, við leikskóla inn í miðju íbúðarhverfi þar , ætli íbúar í nágrenni væru sáttir þá?
Og svo eins og þessi verktaki segir við alla tek það fram að þetta er ekki í fyrsta skipti sem kvartað við hann að foreldrar eigi bara að passa börnin sín betur....hvernig er það eiga foreldrar að binda börnin sín við staur inn í garði allan daginn? Við höfum nú öll verið ung og við vitum það öll að svona svæði eru mjög spennandi hjá börnum og svo eitt enn þið hér fyrir ofan ef ykkar börn myndu slasa sig við að klifra á þessu byggingarsvæði myndi þá ekki vera annað hljóð í strokknum?
Kveðja ein móðir sem passar börnin sín vel en getur nú ekki verið á skoppinu eftir þeim allann liðlangan daginn
Þóra Björk (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 13:58
Birkir.Eins og ég sagði hér áðan þá gengur þetta ekki út á hversu mikil órgla er á dótinu í kringum bygginguna þetta er spurning um að hann girði í kringum húsið til að varna því að börn fari síður inn á svæðið og líka ef hann girðir þá er hann búin að tryggja sig vegna skaðabóta ef slys yrðu á svæðinu.
Vilmundur.Það er örugglega miklu fleyri slys á börnum en við vitum um,svo verður það gert á næstu dögum að það verða settir stinlassar utan um húsið og hvað gerist þá enn meiri líkur á að börnin klifri í byggingunni...
Þóra.Þakka þér vel skrifað hjá þér og eins og ég sé hlutina.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.6.2008 kl. 14:44
Voðalegt bull er þetta.
Á ekki að girða af öll byggingasvæði?
Eða var það bara gert í gamla daga?
Annars er þetta bara týpiskt viðhorf. Spara og spara og kannski verðum við heppin og engin slasast.
Þú ert að gera góða hluti Heiður mín og ég styð þið heilshugar.
Hulla Dan, 28.6.2008 kl. 15:32
Vilmundur..er það staðreynd að þín börn hangi inni í tölvu og glápandi á sjónvarpið allann liðlangann daginn???????
það er allavega ekki raunin með mín börn..mér finnst fínt að dóttir mín 9 ára fái 2x30 mín á VIKU , og sú yngri sem er 6 ára fær 30 mín svona 2 í mánuði..
Og að þú skulir taka þér það bersa leyfi að staðhæfa það að við notum playstation tölvu til að passa börnin okkar það fæ ég engann veginn skilið...
Finnst þér að slysin þurfi að gerast áður en varúðarráðstafanir eru gerðar???????
Ef svo er þá vantar eitthvað þarna hjá þér fyrir norðan, meira get ég ekki sagt
OG ef þú lest það sem við erum að tala um þá kemur snyrtimennska þessu máli EKKERT VIÐ..veit ekki hvar í andsk.....fær fólk til að commenta alltaf á hvað er snyrtilegt þarna......við höfum ekkert út á það að setja.......
Ásta Björk Hermannsdóttir, 28.6.2008 kl. 15:47
Hulla Takk fyrir stuðninginn og já þetta er bull Hulla að við lifur árið 2008 og það sé verið að krefja verktaka um þessa hluti finnst mér út í hött.
Ásta.vel mælt og skírt það er einmitt málið að það eru alls ekki öll börn í tölvum og sum börn fara út að leika,og ég verð að segja ef fólk skoðar myndina vel þá er svæðið hættulegt þó það sé líka snirtilegt.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.6.2008 kl. 16:54
Er það ekki starf foreldra að kenna börnum sínum hvar öruggt er að leika sér?
Neptúnus Egilsson (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 17:19
ÖÖÖÖÖÖ Neptúnus Egilsson......getur þú bent mér á það barn sem fer eftir einu og öllu sem foreldrar þess segja því..........það barn er mjööööööööög bælt að mínu mati...
ekki fór ég eftir öllu sem mér var sagt...en þú Heiður??
Ásta Björk Hermannsdóttir, 28.6.2008 kl. 18:54
Neptúnus.Þú veist það alveg að það er starf foreldra að kenna börnum sínum að leika á öruggum svæðum mér finnst þetta freka lásí komment hjá þér,en ef þú veist eitthvað um barna uppeldi þá gera börn margt sem foreldra segja þeim að gera ekki og svona byggingasvæði er mjög spennandi fyrir börn.
Ásta nei það gerði ég pottþétt ekki.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.6.2008 kl. 19:43
Ef gríslingarnir ætla sér inná byggingasvæði, skiptir engu máli hvort það sé girt af eða ekki, þau munu fara inn. Girðingar sem verktakar nota til að girða svæðin af með eru ekki betri en það að meðalstórt barn getur auðveldlega smeygt sér í gegn.
kv.
Einar Ben, 28.6.2008 kl. 22:19
hmmm Vilmundur ég segi hvergi að þú sért að staðhæfa eitthvað sérstaklega um mín börn en þú talar um að börn almenn og það er ég líka að gera..þó ég bendi á hvernig tölvunotkun er heima hjá mér..lesa lesa lesa og ÉG persónulega hef ekkert verið að setja út umgengnina ég er ekki að skilja hvar þú finnur það að ég hafi sagt það.....endilega bentu mér á ef ég hef gert svo
Hitt er annað mál að ég er hjartanlega sammála þér með það að tölvunotkun hjá börnum og unglingum fer sí versnandi og mál til komið að linni...en það eina sem maður getur gert í þeim málum er að setja sínum eigin börnum reglur um tölvunotkun.
Ásta Björk Hermannsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:00
Vilmundur:ég á strák sem verður 9 ára í des hann er eitt af þessum börnum sem hafa mikin áhuga á tölvu ég á líka stelpu sem er 6 ára og hún hefur engan áhuga fyrir tölvum ég mæli með því að börn séu ekki mikið í tölvum og það getur alveg verið rétt hjá þér með stækkandi hóp barna í tölvum en ég vona svo sannarlega að þér gangi bara vel að halda dóttir þinni frá tölvunni.
Já Það er kannski allt í lagi að tala um umgengnina á svæðinu en fyri mitt leiti er það ekki málið ég get vel sýnt hér miklu fleyri myndir sem sýna að þó timbrinu sé vel raðað og allt rosa fínt en svæðið er hættulegt og það er málið frá minni hendi ég hef alveg saðið mig í að reyna allt sem í mínu valdi stendur til að halda börnunum frá svæðinu og það ekki gengið,og ég get alveg sagt það hér að ég hringdi og ætlaði mér að tala við Magnús á góðum nótum og hvað fékk ég frá hinum skíta svör og dónaskap og það hefur hann ekki bara sínt mér heldur öllum sem við hann tala og svoleiðins menn er alls ekki hægt að tala við.
Einar Ben.Já það getur vel verið að það gerist en þá er verktakinn búin að gera allt sem hann getur til að fyrir byggja að skaðabóta kröfu á sig en hvað varðar mín börn þá er ég alls ekki viss um að þau myndu klifra yfir háa girðingu og ég held að það sé oftar þanni en ekki það eru þá stærri börn sem færu yfir...mín skoðun á þessu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.6.2008 kl. 00:04
Ásta: Ég get ekki bent þér á slíkt barn, enda var það ekki það sem ég var að tala um. Þó svo að börn fylgi ekki alltaf orðum foreldra sinna í einu og öllu, finnst mér ekki svo fjarstæðukennt að þau geti fylgt fyrirmælum þegar kemur að hæfilegum leiksvæðum. Ef þau eru ekki nógu gömul til þess að skilja alvarleika þess að fara út fyrir leiksvæði sín án eftirlits ættu þau einmitt ekki að fá að vappa um sjálf. Er það ekki satt hjá mér?
Heiður: Var þetta virkilega „lásí komment“? Prófaðu að spyrja þig: Er maður hæft foreldri ef að maður getur ekki alið börn sín upp til að hlýða sér, þó svo að eitthvað sé „spennandi“ í þeirra huga?
Neptúnus Egilsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 01:02
Það hætti að vera fyndið að lesa skotin sem hleypt er af á víxl, þegar ég var búinn að líta á helminginn. Hvernig nennið þið að karpa eins og litlir krakkar um alvarlegt mál á borð við öryggi barnanna okkar ? Verðum við ekki að taka okkur tíma mitt í barnauppeldinu og krefjast þess að öryggis sé gætt á vinnusvæðum ? Magnús hefur ákveðnar skyldur og við foreldrar höfum það einnig. Því ekki að höfða til þess hjá öllum og reyna að leysa málin í hvelli ? Magnús minn, blessaður drífðu þig í að girða af svæðið sem greinilega er hættulegt forvitnu og ævintýragjörnu smáfólkinu og hjálpaðu okkur foreldrum þannig að vernda litlu pottormana. Það er allra hagur.
núll (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 02:38
Neptúnus:Já mér finnst þetta frekar lásí komment hjá þér,þetta er að mínu mati ekki spurning um hvort við erum hæf eða óhæf,málið er að Magnús er að byggja inn í grónu kverfi og það eru börn í öðruhverju húsi og þau fara á milli heimila(og mörg þeirra þurfa að labba framm hjá þessari byggingu til að geta farið að leika sér með vinum sínum)og mér finnst það langt gengið að einn verktaki eigi heilt bæjarfélag eins og virðist með Magnús í þessu til felli.
Núll.Er sammála þér að tryggja öryggi barnana okkar,og það eiga allir sem að þessu máli koma hvort sem það er foreldrar eða vertaki.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.6.2008 kl. 10:55
Vá ég hætti mér ekki inn í þessar umræður, þekki ekki til, en byggingarverktakar eiga að fara eftir settum reglum.
Knús knús Heiður mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2008 kl. 12:06
Komiði sæl og blessuð. Mér langar aðeins að koma inn í þetta hérna. Ég vinn þarna á svæðinu og veit mikið um aðstæður og staðhætti. Magnúsi og hans starfsmönnum er umhugað um að börn fari sér ekki að voða á byggingasvæðinu í Lautinni eins og allsstaðar sem Grindin byggir. Það sem Grindin gerir á vinnusvæðum til að koma í veg fyrir slys er að loka fyrir allan aðgang upp á efri hæðir bygginga sinna. Annað svæði er ekki beint hættulegt. Þarna í Lautinni er td ekkert steypujárn sem stendur upp í loft nema upp úr veggjum þeim sem sem eru komnir upp og ekki nokkur leið fyrir börn að komast í. Í Lautinni eru íbúðir á jarðhæð opnar enn sem komið er og inn í þeim er engin teljandi slysagildra. Þar inni eru pípur sem koma uppúr gólfum og meiða engan ef einhver dettur á þær. Utandyra eru timbur og stoðir í stöflum og byggingamót liggja einnig í stöflum. Hæð móta og timburs er ekki slík að barn slasist alvarlega ef það fellur af því við að príla þar. Ég tel að ekki sé meiri slysa gildra á þessu svæði en að fara niðrí fjöru að leika sér eða þá að leika sér á leikskólalóðinni. Allsstaðar geta börnin dottið á jafnsléttu og fallið á grjót eða aðra hluti. Á leikskólalóðum er hægt að príla í tækjum og detta þar jafnt og á vinnusvæði Grindarinnar. Mestu máli skiptir að lokað sé fyrir aðgang upp á efri hæðir og það hefur Magnús í Grindinni ávalt gert. Heiður segir að það eigi að setja upp vinnupalla þarna á næstunni sem er rétt. Grindin hefur alltaf passað upp á að börn komist ekki upp á vinnupallanna, en þeir geta ekki komið í veg fyrir að börn klifri í stoðum vinnupallanna hvað þá í girðingum ef þær væru til staðar. Það er alls staðar hætta á ferðum og það er hlutverk foreldra að brýna fyrir börnum að forðast hætturnar og leika sér ekki á vinnusvæðum eða götum bæja og sveita.
Vinnumaður (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 15:03
Milla.að sjálfsögðu eiga verktakar að far eftir settum reglum.
Vinnumaður.Nokkuð góð upptalning hjá þér á því hvernig Magnús hefur þetta en eins og segir hér fyrr er það ekki málið það hefur sést til barna uppi á svölum að framan verðu og hvað er beint fyrir neða steipustyrktar járn og timburstaflar og hvað myndir gerast ef barn ditt þarna niður (ekki ætla ég að hugsa það til enda) ég veit ekki hvort það dugar að læsa einhverjum dyrum sem eru upp á efri hæð hússins og allt annað opið,ég hafði samband við Magnús sjálf og var hann bara með hroka og dónaskap við mig er með engu mót hægt að ræða þessa hluti við Magnús og á meðan staðna er þannig að verktaki sér ekki sóma til að ræða við fólk og líka yfirvöld hér veður að fara þessa leið að láta Magnús girða svæðið,en ég verð að segja það fyrir mig að ég er verulega hrædd við að setja eigi vinnupalla utan um húsið.Og svo er eitt á hreinu hér vinnumaður og veit ég þetta vegna þess að ég er búin að tala við margt fólk sem við kemur þessum svæðum að Magnús hefur alltaf látið svona við fólk sem hefur kvartað yfir honum og er þetta alls ekki í fyrsta skipti sem það er gert hann hagar sér eins og heima ríkur hundur sem kemst upp með það að fara ekki eftir lögum og reglum.Og við það get ég ekki unað það þarf ekki að býða eftir að slys verða það á að gera rástafanir áður en slysið verður og það er það sem ég er að reyna með þessu og það hlýtur að vera Magnúsi fyrir bestu foreldrum öllum og líka ykkur sem þarna vinnið.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.6.2008 kl. 17:11
Þú segir hér að ofan að ef hann myndi girða og barn kæmist inn fyrir þá væri hann (verktakinn) þó búinn að gera allt sem í hans valdi stendur til að komast í veg fyrir að börn komist inn fyrir. Akkúrat það sama og á við í því tilviki að barn kemst inn fyrir læstan vegg hjá verktakanum, er hann þá ekki búinn að gera það sem hægt er að barn komist á efri hæðir. Svona í útúrdúr frá þessu máli að þá er það þannig að bak við heimili mitt eru börn að klifra upp á þak hjá nágranna mínum í leik sínum, ég sé ekki með neinu móti hvernig hann kemst í veg fyrir það nema að láta foreldra viðkomandi barna vita. Það er það sem fólk þarf að gera þegar það sér barn inn á vinnusvæði að láta foreldra viðkomandi vita, er það ekki? Það hlýtur að vera borgaraleg skylda okkar ef barn er að stefna sér í voða að láta foreldra þess vita. Þess vegna finnst mér þetta góð umræða hjá þér og Ástu og það á að vera áherslupunktur ykkar að vekja foreldra og fá þá til að brýna fyrir börnum sínum hversu hættulegur leikur það er að vera á vinnusvæðum.
Annars veit ég ekkert með samskipti ykkar við Magnús, en hann er sómamaður að mínu mati og stendur fast á sínu, eðlilega. Annars er málið undir byggingafulltrúa komið og getur hann farið fram á það við byggingastjóra að svæði séu girt af, telji hann ástæðu til. Nánar um það í 56. grein byggingarlaga.
Kveðja Vinnumaður
Vinnumaður (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:34
Vinnumaður. Á svæðinu er efni og það eru gámar og krakkarnir geta klifrað upp á þetta allt og það sem ég er að meina að og ef Magnús girðir hjá sér og ef verður slys á barni eða börnum þá getur hann sagt að hann hafi reynt að hindra umgang bara þetta á um alla utan að komandi umferð fólks...þetta er skírt í byggingareglugerð og þetta á Magnús að vita.Að sjálfsögðu á að láta foreldra vita ef börn eru að klifra upp á eitthvað sem það á ekki að gera en ég geri líka ráð fyrir að nágranni þinn búin í full búnu húsi en við erum að tala um vinnusvæði.Jú ég er líka alveg sammála þér um að fólk á að láta vita en það er enginn eftir að starfsmenn eru farnir og er alls ekki alltaf einhverjir sem sér til þeirra ég vona að minsta kosti að ég verði látin vita en eins og ég hef sagt hér í fyrri fæslum um þetta mál hefur það ekki gengið og þess vegna fór ég framm á það að Magnús girti þú hlýtur að skilja það er það ekki ?
Já ég vona bara að þessi umræða leiði til þess að fólk verði meira vakandi yfir hættuna á þessum svæðum og jafnframt að verktakar taki líka tillit til þess að í okkar samfélagi eru litli þegnar og þá þarf að passa á allan hátt það er öllum fyrir bestu....
Ég þekki Magnús ekki neitt og er ekki að efast um að hann sé góður maður en þau samskipti sem ég hafði við hann voru alls ekki af hinu góða og held ég ef Magnús hefði bara gefið sér smá tíma til að tala við mig þá hefði þetta ekki farið svona þetta var í raun mín lausn til að fá aðra foreldra til að huga betur að þessum málum hér í okkar ört stækkandi bæ.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.6.2008 kl. 22:56
Stattu þig, stelpa. Ég man eftir að hafa leikið mér í nýbyggingum sem krakki. Engin slys verri en að stíga á naglaspýtu að vísu en það var ekki okkur að þakka. Megum bara prísa okkur sæl að ekki fór verr.
Helga Magnúsdóttir, 30.6.2008 kl. 11:03
Skrítið að það þurfi að rífast um þessa hluti, það er bara eitt sem skiptir máli í þessu og það er öryggi barnanna. Ef þessar girðingar duga ekki til þess að stoppa börnin eins og er talað um hérna, þá þarf auðvitað að endurskoða þær og gera betri girðingar. Það verður að girða af svona svæði. Börn eru og verða alltaf börn. Mjög einfalt.
Frábært hjá þér Heiður, vona að þetta verði til þess að allir hugi betur að þessum málum.
Elísabet Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 14:33
Takk fyrir Helga ég held að við flest höfum prufað að leika okkur á svona svæðum og svo verði um alla framtíð.
Elísabet það er mjög skrítið að það þurfi að rífast um svona einfalda hluti og mér finnst það í meira lagi skrítið viðhorf að það sé bara hlutverk foreldra (er alls ekki að gera lítið úr foreldrana ábyrgð) að standa vörð um minsta fólkið í okkar land,þessar girðinga standast ekki öll börn en ég held samt að það séu mörg börn sem skilja að það á ekki að fara yfir girðinga auk þess eru þessar girðingar mjög háar en ýtreka að það verða einhver börn sem fara yfir,já börn verða alltaf börn það er mjög einfallt.
Takk fyrir kvattninguna.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.6.2008 kl. 16:30
Stærsti hlutinn af þessu drasli sem þið viljið kalla þetta var girtur af mesta hlutann af byggingatímanum og var sú girðing tekin vegna þess að verið er að girða af nýja skólabyggingu og vegna þess að ekki er skylda að girða svona svæði, það er ekki heldur skylda að girða af kranann sem er þarna en það er samt gert.
á þessu svæði er hjálmaskylda og sá ég hann ekki á þér þegar þú varst að taka myndirnar og óviðkomandi er óheimill aðgangur að byggingasvæðinu sem er jú á lóð Grindarinnar
þið viljið girða þetta svæði af, það bara kostar peninga sem verktaki er ekki tilbúinn að borga ef hann þarf ekki að gera það, eðlilega
þetta er hættulegt svæði og er það á ábyrgð foreldranna að BANNA börnunum að vera þarna eins og á götum bæjarins, viljið þið ekki líka girða af umferðargötur af því að börn geta hlaupið útá götu.
þið talið um að börn eru þarna uppá annari hæð eftir að við erum farnir,
svar mitt við því er að daginn sem stiginn uppá aðra hæð var gerður hefur alltaf verið læst þangað upp þannig að þeir sem hafa farið þangað hafa væntanlega klifrað einhvernvegin upp.
börn 0-6 ára eiga bara ekki að vera eftirlitslaus úti
Börn 7ára og eldri skilja flest a'ð það sem er hættulegt er hættulegt og eiga að hlýða foreldrum sínum
girðing gerir það bara að verkum að foreldrarnir halda að börnin séu örugg en og þá gleymist að Banna börnunum að vera þarna því girðingin gerir það
en umræðan er góð sem slík en ein stór mistök gerið þið í þessu og það er að þið bendið bara á einn verktaka sem hefur staðið sig mjög vel í þessum málum í gegnum tíðina en gleymið að skoða aðra aðila.
vinnumaður II (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 17:29
Umræðan er góð á alla vegu:)
Og flestir hér ef ekki allir koma fram undir nafni nema einn sem er skráður sem vinnumaður?
Veit ekki ef fólk er á annað borð að ræða svona stór mál og hefur þar af leiðandi sterkar skoðanir (á við alla) af hverju getur fólk ekki komið fram undir nafni þá?
Kveðja Þóra Björk
Þóra Björk (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:48
Vilmundur: Þú segir sjáldan hefur sama höfði verið lamið jafn oft við sama steininn,mér finnst þú farin að gera það líka með þessari tölvuumræðu og hef ég sagt þér hvað mér finnst um þetta og samþykkt það sem þú ert að segja í þeim málum, ég ætla ekki að svar hér fyrir Ástu hönd hún gerir það sjálf ef henni finnst þörf á því, þú segir hér að verktakinn veit af fenginni reynslu að hættan er enginn ef húsið er læst og fer ekki að standa í kostnaði bara af því einhver aðili út í bæ vill fá girðingu og að þetta sé einhver togstreita vegna þess að ég fæ ekki mínu framm..heyrðu nú þetta samþykki ég ekki ég er búin að tala við ótal margt fólk varðandi þessi mál og er ég alveg með réttinn mín meginn og þetta stendur eftir því sem mér er sagt í bygginareglugerð og þetta er bara spurning um að Magnús lesi hana og fari eftir settum reglum.Hættu svo sjálfur að berja hausnum við þú getur vel fengið hausverk líka.
Vinnumaður II: Já einmitt var girðingin tekin vegna þess að hann þurfti að girða annarstaðar frábært hjá Magnúsi ef svo er þá er hann bara dottinn í enn meiri skít en hann er í núna,það er ekki rétt að hann sé ekki skyldugur að girða í Laut eins og ég sagði hér að ofan er þetta eftir því sem mér er sagt í bygginareglugerð og ég hef bara ekki haft tíma enn til að skoða það en ég mun gera það hvað varðar kranann þá hef ég heimildir fyrir því að honum var gert að girða utan um kranan og tel ég þessar heimildir traustar.
Ég veit að það er hjálma skilda þú kannski lánar mér hann næst þegar ég kem og tek myndir er það ekki ? það er bara alls ekki minn höfuðverkur hvort það kosti peninga að girða Magnús vissi það þegar hann sótti um lóðin ...heldur þú það ekki líka ? ég veit allt um það og er búið að marg segja hér að börn er á ábyrgð foreldr og getur þú lesið mitt svar hér ofar í kommentum en það líka mitt álit að svæðið sem byggt er á er líka á ábyrgð verktaka.
Það er ég ekki viss um þó sé girðing að foreldrar gleymi að banna börnum að vera þarna held að þú farir ekki með rétt mál þar.
Ég held að þetta sé mikið nauðsynleg umræða,en ég er ekki að einblína bara á Magnús þetta er krafa til allra verktaka ég veit ekki hversu vel Magnús hefur staðið sig hef ekki verið að skoða það frekar en hjá öðrum,
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.6.2008 kl. 20:33
Til upplýsingar fyrir umræðuna. Tekið af vefsvæði dóms og kirkjumálaráðuneytis 56. gr.Byggingarvinnustaðir.
56.1 Um byggingarvinnustaði vísast til reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð.
56.2 Meisturum og byggingarstjóra er skylt, ef byggingarfulltrúi ákveður, að sjá svo um að hindruð sé umferð óviðkomandi aðila um vinnustað. Ef grunnur stendur óhreyfður í 6 mánuði getur byggingarfulltrúi ákveðið að hann skuli afgirtur á fullnægjandi hátt, eða fylltur ella á kostnað byggingarleyfishafa.
56.3 Byggingarleyfishafi skal gæta þess að valda ekki spjöllum á óhreyfðu landi og gróðri utan byggingarlóðar og getur byggingarfulltrúi mælt fyrir um sérstakar ráðstafanir ef þörf krefur.
56.4 Ef byggingarvinnustaður liggur við götu eða svo nálægt götu að hætta geti stafað af fyrir vegfarendur skal girða hann af. Girðingar skulu þó ekki hindra umferð fótgangandi um götuna eða aðra umferð utan lóðar.
56.5 Byggingarfulltrúi getur heimilað, að fengnu samþykki lögreglu og veghaldara, að bráðabirgðagangstétt sé sett út í akbraut og krafist þess að hlífðarþak sé sett yfir gangstétt þar sem honum þykir ástæða til.
56.6 Byggingarstjóra og iðnmeisturum er skylt að sjá um að sem minnst hætta, óþrifnaður eða önnur óþægindi stafi af framkvæmdum og að viðhafðar séu fyllstu öryggisráðstafanir, eftir því sem aðstæður leyfa. Við öryggisráðstafanir á vinnustað þarf bæði að hafa í huga þá sem eru þar vegna vinnu sinnar og þá sem þar kunna að koma af öðrum ástæðum. Þá skal byggingarstjóri sjá til þess að vinnustaðir séu merktir með götunafni og númeri.
56.7 Byggingarstjóra er skylt að framfylgja tilmælum byggingarfulltrúa/byggingarnefndar um öryggisráðstafanir á lóðarmörkum byggingarstaðar.
56.8 Byggingarefnaúrgang skal flokka og koma til förgunar á viðurkenndum móttökustöðum þannig að ekki sé um óeðlilega uppsöfnun á byggingarstað að ræða.
56.9 Um gerð og frágang vinnupalla og öryggisbúnað á byggingarvinnustöðum skal farið eftir lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglum settum samkvæmt þeim. Byggingarfulltrúi getur sagt fyrir um gerð og frágang vinnupalla og um aðrar öryggisráðstafanir á byggingarvinnustað, þar sem hann telur þörf á.
Vinnumaður (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:18
Enn finnst mér erfitt að svara umræðum þar sem viðkomandi kemur ekki fram undir nafni:)
Mín skoðun og kannski er það bara ég en mér finnst það bara sjálfsögð kurteisi að svara undir nafni sérstaklega þar sem þetta er þessháttar umræða sem viðkemur ökkur öllum og svo öllum umræðum um heit málefni:)
En þetta er eflaust bara mín skoðun:)
Kveðja Þóra Björk(sem þorir að svara umræðum undir nafni eins og flest fullorðið fólk:)
Þóra Björk (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:27
Vinnumaúr:Þær upplýsingar sem ég hef fengið frá byggingafulltrúa hér er að rætt hefur verið við Magnús um hvort ekki ætti að girða ef þetta reynist rétt þá á að vera búið að girða.
Og svo
56.4 Ef byggingarvinnustaður liggur við götu eða svo nálægt götu að hætta geti stafað af fyrir vegfarendur skal girða hann af. Girðingar skulu þó ekki hindra umferð fótgangandi um götuna eða aðra umferð utan lóðar.
liggur þessi bygging ekki alveg við götu ?
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.6.2008 kl. 21:35
Svaraði áður sem vinnumaður II
Heiður hættu nú að berja hausnum í steininn
ég er búinn að vinna hjá Magnúsi í 10 og hálft ár og veit svolítið hvernig húsbyggingar ganga fyrir sig. fyrir 3 árum byggðum við aðra blokk þarna við hliðina á sem er nú búin að öllu leyti og man ég eftir að þá kom maður frá vinnueftirlitinu sem sagði að konur (þá varst það væntanlega þú) í hverfinu hefðu kvartað yfir vinnusvæðinu og að steypustyrktarjárn stæði uppúr húsgrunnum og hann fór fram á það að við settum eitthvað á járnin svo enginn meiði sig og við báðum hann um að segja okkur hvað þetta eitthvað væri og hann gat bara ekki svarað því.
ef Magnús í Grindinni á að fara að girða utanum þetta svæði á þá ekki Hilmar Knúts í HKverk ekki að girða utanum Tónlistarskólann? eða HHsmíði að girða utanum allt íþróttahúsið svo ég tali nú ekki um vinnusvæðið við leikskólann Krók.
Það er bara ekki skylda Magnúsar að girða utanum einkaframkvæmdir nema byggingafulltrúi fari fram á það og það getur hann ekki gert nema láta jafnt yfir alla ganga.
svo ég minnist á skólann þá fer verkkaupi (Grindavíkurbær) fram á það að svæðið sé girt af og þar er sá verkhluti inni í útboðsgögnum. og þar fær hann greitt fyrir verkið.
Girðingar utan um Kranann er svolítið sem við byrjum alltaf á þegar krani hefur verið reistur sbr mynd sem tekin er af mér 16 apríl 2007 við búmenn utan alfaraleiðar og er hér fyrir neðan og höfum við gert þetta síðustu 8 ár.
og þessi byggingastaður sem verið er að ræða um er ekki alveg við götu
ég var líka vitni af því þegar þú varst að taka þarna myndir og yfirmaðurinn á svæðinu kom og spurði rólega hvað þú værir að mynda þá svaraðir þú með þjósti "má ég ekki mynda hérna" "ég er að taka myndir af þessu drasli hérna" og hann svaraði að þetta væri ekki drasl heldur búnaður og sú framkoma sem þú sýndir þarna var þér ekki sæmandi og ef þú hefur talað svona við títtnefndan Magnús þá finnst mér bara ekkert skrítið að hann hafi snúið útúr. Svona framkoma er þér bara ekki til framdráttar.
bara sorrý
Kv. Bjarni Már Svavarsson
Starfsmaður Grindarinnar.
Bjarni (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:27
Ef byggingasvæði eru ekki barnheld - þá er það til vansa fyrir verktakann. Það er of seint í rassinn gripið þegar barn slasast eða deyr á byggingasvæði þar sem öryggismálum hefði mátt vera betur hagað. Eitt slasað/látið barn - er einu of mikið. Ef ég væri verktaki þá myndi ég ætíð sjá svo um að börn eða óvitar kæmust með engum ráðum inná vinnusvæðið á meðan enginn er þar að vinna, ekkert flókið við það held ég...
Eigðu ljúfa viku skottan mín og stattu þig bara - flottar pælingar.
Tiger, 1.7.2008 kl. 00:40
Vildi byrja á því að þakka vinnumaður II að koma fram undir nafni með sínar pælingar, alltaf gott að lesa í svona commentum ef fólk kemur fram hreint og beint:)
Er þetta bara ekki komið nóg við foreldrar og vertakar ættum að gera með okkur samkomulag...við foreldrar gerum okkar besta að halda okkar börnum frá vinnusvæðum og reynum eftir bestu getu að setja þeim lífsreglurnar svo við getum verið örugg um börnin okkar að leik, sem ég persónulega hef reynt að kenna mínum börnum hef meira segja verið talin of passasöm um börnin mín og staðreyndin er sú að ég vil auðvitað eins og aðrir foreldrar vita hvar börnin mín eru og hvað þau eru að gera....og verktakinn gerir sitt besta eins og við foreldrarnir að hafa sín vinnusvæði örugg gagnvart utanaðkomandi umgangi hvað þá á svæðum sem eru í miðri byggð með mikla umferð alveg við(samanber Leikskóli).
Myndi nú telja þetta ágætis samkomulag , er það ekki?
Kær kveðja Þóra Björk
Þóra Björk (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 01:21
það er bara ekki stórt atriði að vinnusvæði sé við leikskóla vegna þess að flest börn sem þar eru eru keyrð þangað og leidd inn og þau leika sér á afmörkuðu leiksvæði sem er með girðingu sem þau komast ekki útum, og eftir að leikskóla lýkur eru börnin sótt í flestum tilfellum á bílum þannig að ég get ekki séð að vinnusvæðið sé eitthvað hættulegra afþví að það er við leikskóla.
allavega eru leikskólabörnin ekki mikið að hlaupa yfir til okkar.
það hefur bara ekki verið nóg að girða utanum þessi svæði því það er farið inná þau samt. sbr. hluta svæðisins sem var girtur af á sínum tíma.
Húsið er læst uppá aðra hæð á kvöldin þannig að við erum búnir að gera allt sem við getum til að hindra aðgang uppá aðra hæð, þannig að þau börn sem hafa sést þar hafa prílað þangað því allir okkar stigar eru uppi.
Kv. Bjarni Már Svavarsson
Starfsmaður Grindarinnar.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 06:49
Sæll Bjarni (Vinnumaður II).
Í fystalagi ætla ég ekki að hætt fyrr en lausn hefur fundist á þessu máli.
Ég veit allt um það að Grindin byggði blokkina fyrir aftan þessa sem nú er karpað um og hefur mér verið sagt að þar hafi foreldrar verið ósáttir en bara til upplýsa þig var ég ekki þar með en þá var Magnús með sömu dónalæti í garð foreldra.
Manús á að girða það á líka Hilmar Knúts í HKverk utan um Tónlistar skólann og HHsmíði utan um Íþróttarhúsið að sjálfsögðu eins og ég sagði það snír þetta ekki bara að Magnúsi það eiga ALLIR verktakar að girða og ef þið starfsmenn Grindarinnar haldið að ég sé að leggjast bara á Magnús þá er það ekki það eiga ALLIR að griða en ég átta mig ekki alveg á hvort þú ert að tala um stóru blokkina hjá Krók en ef svo er þá man ég ekki betur en að þar hafi verið girðing og ef búið er að taka hana á sá verktaki að girða þangað til það hús er fullbúið og get ég sagt þér að það var svæði sem mér var ýlla við vegna staðsetningar og tel ég það hús líka mistök varðandi staðsetningar.
Mér finnst það mjög skrítið viðhorf Bjarni að Magnús á ekki að girða utanum einkaframkvændir en bara ef hann byggir skóla þetta skil ég ekki öðruvísi en það er bara allt í lagi að barn slasist í einkaframkvænd en ekki í framkvænd fyrir bæinn...og einusinni enn þa´eiga ALLIR verktakar að girða.
Gott mál að girða utan um krana en ég hef líka heimildir fyrir því að einhvertíman hafi verið beðið um að það yrði gert.
Er þessi farmkænd ekki alveg við götu ég get ekki séð annað hvað er langt frá gafli sem snýr að leikskólanum og að götu ?
Það getur vel verið að ég hafi verið dónaleg við ykkur og auðvita er það miður framkoma en ég mátti alveg taka eins mikið af myndum af þessu líka flotta dóti og en ég var nýbúin að tala Við Magnús og hann búin að ausa úr sér við mig en ég var ekki dónaleg við hann og spurði hvort honum bærir ekki skylda til að girða þetta svæði og svarið sem ég fékk var það að ég ætti bara að passa mín börn sjálf og hann væri ekki barnapía fyrir mig mér finnst og það er mjög leitt að ekki sé hægt að tala við jafn stóran atvinnurekand og Magnús um svona mál sem varðar okkur öll og endaði ég símtalið með að segja honum að ég hefði engin önnur ráð en að fara með þetta í fjöðmiðla og þá svaraði hann gerðu það ef þú heldur að þú getir gert eitthvað...er þetta sæmandi framkoma ?
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.7.2008 kl. 10:11
Tiger: já einmitt það er líka einu slysi of mikið.
Þóra Takk fyrir þitt innlegg hér.
Bjarni:
ég veit allt um að flest börn eru leidd inn á leikskólann en það var samt allt í lagi að segja frá því að leikskólinn er í jafn lítilli fjarlægð og raunber vitni.
Ég býst við að allir sem hér lesa hafi ná því að það er læst upp á aðra hæð en hvernig verður læst þegar vinnupallar eru komnir utanum húsið ?
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.7.2008 kl. 10:29
þú heldur bara áfram á sömu braut og ert ekkert að hlusta á neitt af því sem aðrir segja og ert bara búin að ákveða það þetta er ófremdarástand og því verður ekki breytt í þínum huga
þess vegna er ég hættur að svara á þessu bloggi þar sem það hefur bara ENGANN tilgang
takk Fyrir mig
Kv. Bjarni Már Svavarsson
Starfsmaður Grindarinnar.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:09
Bjarni: Ég veit ekki hvað þú ætlast til að ég segi hér þetta er mín skoðun á málinu og þú hefur aðra skoðun og þess vegna erum við ekki sammála.
En takk fyrir þitt innlegg hér það er auðvita best í svona umræðu að sem flestar skoðanir komist til skila.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.7.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.