1.7.2008 | 15:05
Leti eða hvað.
Góðan daginn hér er frekar löt að blogga og þar af leiðandi nenni ekki að skrifa mikið æj það er eiginlega frekar mikið að gera Ásta komin á sundnámskeið fyrir börn sem eru að byrja í skóla og sverrir í klippingu og dekur dagur hjá húsmóurinni
En Við skelltum okkur í bæinn á Sunnudaginn og skoðuðum nýju íbúðina hjá Sigþór og Írisi svaleg lega fín íbúð en áður fórum við og keyptum sundlaug til að krakkarnir gætu buslað í í garðinum og ætla ég bara að sýna ykkur litlu molana mína að busla.
Fyrst voru þau 3 saman
Alltaf að taka eina grettu mynd .
Svo bættist Auður við.
Þetta var mikið stuð og Ásta Sigríður og Vinkona hennar voru í 1 og 1/2 tíma þarna.
Kveðja inn í daginn Heiður.
Athugasemdir
Æ dúllurnar . Yndislegt að busla.
Elísabet Sigurðardóttir, 1.7.2008 kl. 15:53
Fjör að busla í góða veðrinu.
Helga Magnúsdóttir, 1.7.2008 kl. 16:01
Heiður: Hvar fékkstu þessa sundlaug og hvað kostar svona?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 16:40
Jenný:þessi sundlaug er til í Rúmfatalager annað hvort 3000 eða 4000 man ekki alveg en ég held samt 3000 þetta er svaka stór laug eins og gormarnir sögðu mamma þú getur komið líka það er pláss
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.7.2008 kl. 17:26
Æðisleg. Fynndið að sjá svona myndir að heiman.
Hulla Dan, 1.7.2008 kl. 17:43
Æ en gaman hjá þeim.
Hlakka til að sjá ykkur um helgina
Dísa Dóra, 1.7.2008 kl. 18:50
Já Hulla þetta er gaman fyrir ykkur sem ekki búið hér á landinu.
Dísa Já hlakka líka mikið til að hitta ykkur um helgina,
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.7.2008 kl. 18:55
Takk Heiður, tékka á þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 19:39
Já það er svo gaman að busla í svona góða veðri eins og það er búið að vera undafarið en ég held bara að núna er sumarið bara búið en allavega ég er allveg sátt það er búið að vera æðislegur júní mánuður.
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:53
já þetta er snilld..vona samt að júlí mánuður verði ágætur við okkur..
Ásta Björk Hermannsdóttir, 2.7.2008 kl. 10:12
Það er sko endalaust gaman að busla Það er nú fínt að fá smá rigningu...svo koma aftur góðir sólardagar
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.7.2008 kl. 13:24
Alveg frábært að hafa sundlaug úti í garði handa börnunum - ein besta barnapían sem fæst í dag sko - það er að segja sundlaugin náttúrulega.
Þau hafa endalaust gaman af því að busla - alveg sama hve gömul þau verða - meira segja höfum við gömlu líka gaman að busla - en það er önnur saga sko!
Eigðu ljúfan dag og knús í loftið ...
Tiger, 2.7.2008 kl. 13:46
Þetta er svo yndislegt. Við eigum svona laug inn í bílskúr. Höfum notað hana mikið en eins og þetta er frábært fyrir krakkana í góðu veðri þá fer allt þetta vatn svo illa með grasið. Því maður verður náttúrlega bara að sturta úr henni. Ekkert afrennsli
Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2008 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.