Helgin.

Jæja hér er ég nokkuð hress en einhver þreita að plaga mig en það er líka allt í lagi.

Helgin er búin að vera góð við vorum að passa hann Eyjólf hann kom og lullaði hjá frænku og passaði vel upp á að frænka vaknaði snemma á sunnudags morgunn eða bara klukkan 6,15 takk fyrir en var það mjög gaman svolítið skrítið að vera komin með bleyju barn og þurfa að passa upp á svoleiðins hluti Ásta Sigríður var auðvita aðstoðar maðurog fór það verk vel úr hendi eins og henni var von og vísa svo komu foreldranir og sóttu hann um 16,30 og hann fór að sækja Ágúst bróðir sinn til ömmu Boggu.

Við fengum líka bréf í byrjun síðustu vikur og vorum við boðuð í messu og svo fund á eftir ásamt fermingar barni já hún Auður er að fara að fermast og fengum við að vita hvaða dagar eru í boði og erum við búin að ákveða 29 mars við erum líka búin að fá sal hér og stafesta hann og það finnst mér rosalega gott  svo er bara að fara að leggja línur því ég ætla að reyna að dreifa þessu eins og kostur er, þarf aðeins að rifja upp taktana en það eru alveg 10 ár síðan ég var í þessum sporum held samt að Auður verði með aðeins meiri skoðanir á þessum málum en hann Himmi minn en hann var svo góður að ég mátti næstum ráða þessu ein,en svo er svona til gamans þá sat ég hér í eldhúsinu á sunnudag morgun og var að skoða dagatal fyrir árið 2009 og þá sá ég að 29 mars er sunnudagur og fannst mér alveg möguleiki á að það yrði fermt þá því hann Hilmar fermdist 28 mars 1999 og þegar ég sagði Auði það eftir að hún var búin að nefna daginn þá sagði hún ...mamma ég ætla að fermast 29 mars og við erum bara mjög sátt við það.

Ég fór að skoða síðuna hjá Karmelklaustrinu í Hafnarfirði og vá það eru svo mikið af fallegum kertum ég keypti fermingarkerti fyrir Himma þar og ætla að gera það aftur og þegar ég gerði áð fyrir 10 árum var mest um hvít misstór kerti en nú eru fullt af litum og lögum á kertum vá ég var heillengi að skoða svo eru til svona gestabækur eða minningabækur og langar mig að kaupa svoleiðins líka.

En jæja held að þetta sé gott í bili svo ég segi bara bless í bili.

Kveðja Heiður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

almáttugur, Auður að fara að fermast...Þetta var flott hjá þér Heiður mín þegar Himmi fermdist. Þú brillerar í þessu alveg, hef fulla trú á þér.

Það er gaman að skoða hjá Karmelsystrum, margt fallegt til þar.

Ragnheiður , 8.9.2008 kl. 21:26

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk Ragga

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 8.9.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Hulla Dan

Nú verð ég að leita af þessari karmelsíðu . Enda kerta óð með meiru hahaha. Gangi þér allt í haginn Heiður mín.

Knús

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hulla ég googlaði bara nunnur í hafnarfirði og þá fékk ág síðuna upp ég kvet alla til að skoða það eru svo margt fallegt sem þær eru að gera.

Ditta. Já það er mikið rétt hjá þér að margar fermingar eru út úr öllu korti og þess vegna ætla ég að byrja snemma að skoða og koma með hugmyndir,þegar við fermdum Hilmar var veislan ekki dýr þó ég hafi verið með kokk til að elda fyrir mig enda matseldin einföld og hráefnið ekki mikið ég er nú svo heppin að það eru margir búinir að bjóða framm hjálp og ætlum við að gera þetta sjálf að þessu sinni.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.9.2008 kl. 08:15

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Kertin eru æðisleg hjá þeim.  Frábært að þú fékkst sal og það veitir ekki af að byrja að undirbúa.  Þetta er svaka vinna en svo gaman, allavega eftirá.

Knús

Elísabet Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Dísa Dóra

Vá hvað frænka mín er að verða fullorðin.  Úfffff já þær Andrea Sif eru vísst jafnöldrur - jiiiii hvað tíminn líður hratt.  Ekki langt síðan þær voru á sama aldri og litla skottið mitt.  Jahérna hér það er vísst best að njóta hverrar mínútu með þessum elskum því þær eru orðnar fullorðnar með eigin börn áður en maður nær að blikka.

Knús til þín og þinna

Dísa Dóra, 9.9.2008 kl. 09:33

7 identicon

Hi,hi, mér finnst  29.mars voða fínn dagur!  Elísa á að fermast um páskana svo ég er að komast í sama gír og þú frænka góð, haltu áfram að vera svona jákvæð og dugleg, knúsaðu krakkana og kallinn frá mér, knús þín frænka Anna

Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:32

8 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

hæ hæ Heiður mín,og takk fyrir síðast,spjallið í búðinni  er ennþá á leið til þín en það er nú ýmislegt að klára á þessu heimili,ég hef nokkrum sinnum komið í nunnuklaustrið í Hafnarfirði og alltaf keift þar eitthvað og þegar veislur eru og jarðarfarir þá verslum við hjá þeim,þær eru mjög indælar nunurnar þar og svo er hægt að fá hjá þeim grænmeti og ýmislegt sem þær rækta sjálfar,

 til þín

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 9.9.2008 kl. 20:34

9 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Það eru rosalega flott kertin hjá systrunum og bækurnar sem þær eru með eru líka flottar..þær eru svo flinkar í föndrinu dömurnar

Ásta Björk Hermannsdóttir, 9.9.2008 kl. 23:11

10 identicon

Sæl Heiður mín ótrúlegt hvað tímin flígur hratt mér sem finnst svo stutt síðan hún Auður var bara pínu lítil.

Ég hef oft ferið til systrana í hafnarfirði þær eru svo yndislegar og laghentar ekket smá flott kertin og kertaskreitingar og ég tala nú ekki um bækunar það verður eingin svikin af þeim get ég sagt þér

knús Helga

Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 08:37

11 identicon

klukk á þig heiður mín farðu á heimasíðuna hjá mér þá veistu hvað ég meina

Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:36

12 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Innlitskvitt

varst það þú Heiður sem ég sá í Bónus í Njarðvík um daginn, ef svo er þá var ég ekki viss hvort þetta varst þú, en fatta það þá örugglega næst þegar ég sé þig  

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband