26.2.2009 | 23:35
Á morgunn er
27 febrúar og þá er 1 mánuður síðan ég skrifaði hér síðast og finnst mér rétt að ég skjóti hér inn pistli í tilefni dagsins.....
Já ég er sem sagt ekki dauð úr öllum æðum þó slöpp sé...nei bara smá grín...
Ég er sem sagt búin að búa til síðu á facebook og er alveg að fíla mig feitt þar og skoða og skoða þar vini og félga sem ég hef ekki séð eða heyrt í mörg ár framm og til baka sem sagt mjög gaman.
En auðvita er líka alltaf nóg að gera hún Auður dóttir mín ætlar að fermast 29 mars og er verið að klára að skipuleggja það allt og endalausar ferðir í búðir að kaupa og skoða og spá...og þess á milli er ég að barma mér yfir því að lenda í að ferma í þessari kreppu...nei þetta er bara svona við kláruðum að kaupa fötin á hana í dag og ég get bara ekki líst því hvað ég var ánægð svo fórum við í Nunnuklaustrið í Hafnarfiði til að kaupa kerti svo vona ég að ég fái servetturnar á morgunn svo ég geti farið með þær og látið prennta á þær..sko þetta er allt að koma og ég er ekki neitt stressuð.
En svona að fleyru sem er í vændum þá er að fjölga á heimilinu líka og mikil spenna yfir því hún Skella Gísladóttir á von á ketlingum hún er orðin feit og búttuleg voða sæt og hlakka ég mikið til að verða kisu amma...
Hér er Skella sem ætlar að fjölga kattakininu
Annar er ég bara nokkuð hress og kát veit alls ekki hvað ég á að segja meira svo ég byð bara að heylsa öllum....knús á línuna.
Kveðja Heiður.
Athugasemdir
gott að heyra frá þér,sendi þér til baka koss og knús
kveðja gumpurinn
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 27.2.2009 kl. 11:52
Gaman að heyra frá þér þótt það sé bara einu sinni í mánuði.
Helga Magnúsdóttir, 2.3.2009 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.