eins og sprunginn blaðra...bæng

Góðan daginn.

 

Mig langar að byrja á að þakka öllum sem kommentuðu við síðustu fæslu þetta mál er mér mikið hugleikið og ég gæti alveg komið með aðra fæslu í svipuðum dúr og mikið vildi ég að það yrði meiri umræða í þjóðfélaginu um áfallahjálp því ég er þeirra skoðunar að hún skiptir öllu máli þegar fólk verður fyrir einhverskonar áföllum,enn og aftur takk fyrir fékk meiri viðbrögð en ég átti von á.

En svona af daglega lífinu þá er ég nokkuð hress en þreitt ég fór í bæinn í morgunn,því á laugardaginn gerðist það að mamma fékk slæmt sykurfall(hún er sykursjúk)og var flutt á Landspítalann og kom þá upp að enginn kunni að sprauta hana ef hún fengi sykurfall og getur það skipt sköpum sem sagt bjarga lífi hennar við mættum sem sagt systurnar og fengum fræðslu um insolín og hvernig á að sprauta þetta var mjög gott viðtal því það kom ýmislegt upp sem við vissum ekki eða vorum ekki alveg vissar á þó mamma sé búin að ganga með þennan sjúkdóm í 40 ár og verið meðhöndlaða sykursíki  síða 85 eða 86.Hún mælti líka með að við færum til okkar heimilislæknis og létum fylgjast með langtíma sykri hjá okkur því við erum í miklum áhættu hópi og nú ætla ég að gera það.

En annars er allt gott ekki farið neitt á hjólið frekar kvast fyrir hjólaferðir ætla nú ekki alveg að hafa nein skemmtiatriði á götum Grindavíkur þegar ég fík Whistling.

Ég er frekar þreitt einilega eins og sprunginn blaðra búin að þeitast um allt í allan dag.

Vona að allir eigi góðan dag kveðja Heiður. 


Hvað er áfallahjálp ??

Ég er búin að velta fyrir mér nokkrum hlutum síðustu vikur og held ég að það hljóti að teljast hluti af bata ferli sem er langt og strangt.

En eitt er það sem ég hef velt fyrir mér er eitthvað sem kallast áfallahjálp jú þetta er orð sem maður er búin að heyra svo oft í fréttum og lesa í blöðum...ég vara að horfa á fréttir á stöð 2 áðan þar var talað við foreldra þriggja barana og eitt var veikt og það töluðu um að þeim finnst vanta eitthvað áfallateimi fyrir fjölskyldur langveikara barana eða ef fyrir vinnan veikist eða eitthvað...ég ætla svo sem ekki að tala mikið um þessa frétt en hún fékk mig til að hugsa um mig og mína fjölskyldu ég er búin að hugsa þetta nokkuð oft síðustu vikur án þess að tala mikið um það en nú langar mig...

Á fallegum degi í ágúst mánuði 2007 er bankað og ég fer til dyra stendur maður úti og geri ég mér strax grein fyrir að þessi maður er prestur hann spyr eftir Gísla og þá átta ég mig á að eitthvað af strákunum hans á í hlut en hver ? jú Gísli klæðir sig í flíti og kemur framm presturinn kynnir sig og spyr hvort hann sé ekki faðir Hilmars Márs hann segir okkur að Hilmar sé dáinn ég var eins og sleginn og ég vissi ekki hvernig þetta gat gerst  presturinn sytur hjá okkur í góða stund og talar við okkur segir okkur að við getum komið og fengið að sjá hann seinna um daginn svo fer hann en áréttar við okkur að hafa ekki áhyggjur af þeim sem fyrir austan eru þeir fái allir áfallahjálp bæði fangar og starfsfólk sem ég er mjög þakklát fyri Því nóg var að hugsa um okkur fjölskyldu Hilmars en svo kemur af því að við hittum séra Bjarna sem jarðaði Hilmar hann var yndislegur í alla staði hann hélt utan um okkur báðar fjölskyldur Hilmars við hittum séra Bjarna nokkrum sinnum man ekki alveg hvað oft stundum vegna jarðafararinnar og svo áttum við líka gott spjall nokkru eftir jarðaförina.

Svo kemur kannski það sem ég hef mest hugsað það er enginn formleg áfallahjálp eða ég meina það er enginn látinn vita að það er fjölskylda í mikilli sorg og í miklu áfalli,nú langar mig að segja þetta eins og þetta kemur frá mér....Hilmar dó ekki hér og það var ekki sóknarpresturinn hér sem þurfti að tilkynnar okkur andlátið og ekki von um að hún hefði vitað þetta hér er heilsugæslustöð það var enginn látinn vita af okkur þar það sem ég hef haldið er það þetta fólk sem eru helstu sálgæsluaðilar þegar einhver deyr,fyrir mig var besta leiðin að leggjast bara í rúmið að deila minni sorg við koddann minn hann sagði ekki neitt og þá var ég örugg um að heyra ekki það sem ég vildi ekki heyra  mér fannst líka erfitt að setjast fyrir framan eitthvað fólk (læknir eða einhvern )og segja mér líður ýlla af því að stjúpsonur minn tók sitt eigið líf á þessum tíma gat ég það alls ekki,en ég á alveg svakalega góða vinkonu sem kom til mín seint í oktober að mig minnir og spurði mig hvort ég þirfti ekki að fá hjálp nei ég hélt ekki ég hliti að "jafna" mig einhver tíman en svo kom að því að allt var komið í steik heimilið ég var smá saman að loka á vinina og hringdi æsjaldnar í fjölskylduna og vild bara vera ein ég var reið við einhvern en vissi ekki hvern það breittist jafnvel á hverjum degi en svo kom sá dagur að vinkona mín ræddi við mig um hvort ég vildi að að hún kæmi með mér til læknis nei ég vildi það ekki svo ég sat og hugsaði eftir að hún fór að ég yrði að gera eitthvað ég grét á hverjum degi þegar enginn sá og mér leið ýlla mér fannst ég hafa brugðist í uppeldinu ég hefði átta að reyna að hjálpa honum meira (en í dag veit ég að ég gat ekki gert meira en ég var búin að gera)..... þetta er í oktober 2007 í dag er ég búin að vinna eftir ákveðnu kerfi sem gengur að miklu leiti út á að breita hugsun og greina hana og skoða betur ég hef einnig verið á þunglindislyfjum og þetta er búið að hjálpa mér ROSALEGA mikið nú fer sú stund að renn upp hjá mér að útskrifast og þá stend ég á einifótum og það get ég vel en allt byrjaði þetta með áfallahjálp ég er líka búin að tala við prestinn hér og sagði hún mér að enginn hafi látið hana vita af okkur en hún hafi frétta af þessu í nóvember ég er ekki reið við hana hún er nýkomin sem prestur hér og þekkir ekki aðstæður,ég hef hugsað þetta og myndi ég vilja sjá áflallahjálp miklu öflugra því ég myndi ekki vilja að neinn gengi þann veg sem ég fór og vonandi get ég lagt mitt á vogaskálarnar í farmtíðinni en alls ekki strax,mig langar líka að fara inn í Nýdögun og hitta fólk þar sem hefur gengið í gegnum svipaða hlut.

Ég er búin að hitta Sólveigu einu sinni í viku síðan í nóvember hún er búin að hjálpa mér svo mikið ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki komist til hennar.

Svo ætla ég að setja hér fyrir neðan fyrir þá sem vilja fylgjast með hjólatúrum fjölskyldunar þá erum við búin að fara 2 ferðir eina í gær og aðra í dag ekki komin með mikið af harðsperrum enn þarf samt að venjast að sitja á þessum hnakkkkk en þetta er bara gaman og góð hreyfing er svo búin að átta mig á hvað vöðvar hafa alveg sleppt að vinna FootinMouth mest þykir börnunum gaman að reyna að vera á undann mömmu og pabba Cool.

Jæja kveðja til ykkar allra og njótið stundarinnar....munið það hún kemur ekki aftur.

Heiður. 

 

 


Gaman í sumar !!!!

Jæja kæru vinir.....nú kemur fæsla Cool Já við fórum í bæinn í dag eins og ég minntist á í síðustu fæslu og var farið og keiptar sumargjafir fyrir börnin og hlaupahjól varð fyrir valinu allir svakalega  ánægðir Smile svo var ákveðið að kíkja í Húsasmiðjuna og athuga með nýtt hjól fyrir Auði hún var vaxin upp úr sínu hjóli og fékk Sverrir það Ásta fékk svo fyrsta tvíhjólið hennar Auðar svo nú eru öll börnin komin á "ný hjól" ákveðið var að fara og skoða hjól í Húsasmiðjunni því að 20 % afsláttur var af hjólum í dag (nauðsinlegat að spara ef það er hægt)og ef þetta væri eitthvað sem Auður vildi og okkur litist vel á jú fín hjól þarna og var ákveðið að kaupa rautt hjól og voða flott SVO hefur verið smá umræða hér á heimilinu að foreldrarnir fengju sér líka hjól rétt til að reina að hreifa sig smá og jú við fórum heim með 3 stykki 2 rauð og eitt brúnt þannig að við Auður erum á eins hjólum en Gísli fékk sér brúnt,en þá kom upp smá vandamál...hvernig á að koma þessu öllu heim jú hann Valdimar kom og reddaði þessu og tók krakkana og svo hjólum staflað aftur í jeppann,ég hef ekki hjólað neitt að ráði í mörg ár en ég kann að hjóla enn Winkþað sem einu sinni er lært gleimist greinilega ekki.....heheh en nú er bara að sjá vonandi verður gott veður um helgina svo við getum farið með börnin í smá hjólatúr,en mér kvíður mest fyrir strengjum og þessháttar skrauti en  ég segi bara frá því þegar þeir mæta á svæðið....FootinMouth.

Svo á bara eftir að kaupa hjálm því Ásta Sigríður var að tala við mig um daginn um hvenær við ætlum að kaupa hjól og fara út að hjóla með henni  þá sagði hún....

Ásta: mamma þú verður að fá hjálm

Mamma: nú er það

Ásta: já annars verður hjólið tekið af þér....

þannig að ég verð að fá mér hjálm ég get ekki sagt við hana að ég sé fullorðin og má vera hjálm laus...það verður verkefni Gísla áður en hann kemur heim á morgunn.

Gott í bili kveðja Heiður sem er að fara að  hjóla W00t

 


GLEÐILEGT SUMAR.

Gleðilegt sumar kæru vinir og bloggvinir.

Hér var ekki sofið neinn sumarblund í morgunn heldur litlu einstaklingarnir mættir á fætur kl 7,30 Huss hvað ég var þreitt...en í dag ætla Auður og Sverrir að skella sér í víðavangshlaup í skólanum og svo ætlum við að kíkja í bæinn og gera eitthvað sekemtilegt með börnunum.....

Vonandi eiga allir góðan sumardag........Cool

Sumar kveðja Heiður. 


Allt að gerast á Íslandi.

Jæja þá kom að því að allt varð vitlaust Devilég er búin að fylgjast með þessu öllu sem gerðist í mótmælum og hasarnum í dag og ég stið bílstjórana ætla svo sem ekki að koma með miklar skoðanir á þessu held samt að þetta verði að skoða mjög vel því auðvita er enginn sammála um hvernig þetta fór allt af stað en þetta hlaut að gerast hélt auðvita að þetta yrði ekki akkúrat svona en þetta stemdi allt í eitthvað mikið.

Hér var auðvita hringt og spurt hvar kallinn væri og eins þegar ég loggaði inn á msn allir vildu vita hvort  Gísli væri í hasarnum...ég er bara feginn að hann var að keyra sinn vörubíl og ekki í klóm Police.

En annars er allt gott að frétta sumarið kemur á morgunn allavega á dagatalinu jú þetta er allt að koma veðrið að lagast svo verður bara sól og gott sólbaðsveður í sumar Cooleða ég vona að við fáum ekki mikið af rigningu og roki....

Við erum að hugsa um að skreppa í höfuðborgina og gera eitthvað með krökkunum á morgunn kannski að kíkja í einhverja búðir en allt óráðið...

Jæja ég held að þetta sé bara gott í bili og bið góðan guð að geyma ykkur í draumalandinu.

Góða nótt kveðja Heiður. 

 


18,apríl 2008.Smá viðbót.

Góðan daginn hér.

Hér á þessu heimili er slasður strákur já hann Sverrir meiddi sig í skólanum á miðvikudaginn og var sendur til hjúkkunar og sá hún ekkert á fætinum og sendi hann í kennslu aftur enginn skipti sér af því þó hann gæti ekki gengið eðlilega og fór hann heim eftir að skóla lauk en komst ekki alla leið og stóð grátandi á gangstéttinni ská á móti skólanum en þá vild svo vel til að þar voru menn að vinna fyrir utan húsið og kom maður og talaði við hann bauð honum að hringja heim og láta sækja hann en hann mundi ekki allt símanúmerið og þá stoppaði þessi maður næsta bíl og bað um að skutla honum heim elsku kallinn minn var alveg niður brotinn að muna ekki símanúmerið og hund reiður að mamma kom ekki að sækja sig þegar hann kom heim ég fór með hann upp á heilsugæslu og þar skoðaði læknir hann og heldur hann að hann sé tognaður í litlum beinum við hælinn en sagði ef hann væri ekki betri í dag(föstudag)væri spurning um að fá mynd af fætinum og bíð ég núna eftir að læknirinn hringi í mig ég fór svo með honum í skólann í gær og lét vita af því að mér findist skólinn engan veginn hafa staðið sig og spurði afhverju hafi ekki verið hringt heim og við látin vita að hann hafi meitt sig kennarinn sagðist hafa þurft að fara áður en dagurinn var búin en vissi af því að hann hafi meitt sig ég sagði henni þá að ég hafi alltaf haldið að skólinn ætti að tilkynna foreldrum ef börnin meiddu sig og sérstaklega þegar þarf að senda þau til hjúkkunar ég fékk svo sem enginn svör sem að mér finnst en ég sagði líka að skólinn skildi láta mig vita ef börnin mín meiða sig og bætti svo við hversu lítið sem það er bara svo það sé á hreinu ég var svo reið þegar ég fór í skólann í gær því hann Sverrir minn er þannig að finnst að var búið að segja að allt sé í lagi að þá kvartar hann ekki meir....en hann var passaður í gær í skólanum hann er með góðan kennara(og skildi ég ekki hvers venga var ekki hringt)  og tók ég loforð af henni að hann yrði passaður,svo kemur í ljós hvað verður gert í dag...ég sagði líka kennaranum að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann meiðir sig á fætinum og var hann í gifsi í 10 daga síðasta sumar vegna þess að það flísaðist úr beini í fætinum ég var búin að segja frá því og mundi kennarinn það þegar ég mintist á það...en hann vildi alls ekki gifs á miðvikudaginn en svo var hann svo aumur í fætinum í morgunn og sagði ....mamma getur þú ekki bara sagt lækinum að setja gifs á fótinn.....æj ræfillinn hennar mömmu...

En það er farið að slakna á reiðinni hjá móðirinni og vona ég allt það besta með daginn í dag...annars er allt gott að frétta sokkur hefur ekki hitt fleyrir röndóttar Cool en vonandi er sumarið að mæta,ég er farin að undirbúa mig undir að hætta í viðtölum sem ég byrjaði í okt eða nóv vegna þess að mér fannst lífið erfitt eftir að Himmi dó og vona ég að það gangi allt eftir ég er búin að læra margt gott á þessu prógrammi.

Auður er að spá í að fara í vist í Keflavík í sumar passa þar 2 ára frænda sinn og er hún svakalega spennt hún ætla að fara um helgina og til Ástu og byrja að æfa sig....Coolnei nei hún er vön en ætlar samt að fara henni finnst svo gaman að vera hjá þeim eða henni finnst gaman að vera með börn yfir höfuð þegar við fórum í afmælið hjá Bjössa um daginn fór hún beint til Sollu og spurði hvort hún mætti fá Hilmar Reynir litla og það kom sólskins bros á hana og svo er hún alltaf að tala um hvað hann sé sætur(sem hann er svo sannarlega)henni finnst þetta bara gaman...hún fór líka á barnfóstu námskeið hjá Rauða krossinum í haust og fannst það mjög gaman....

En jæja ég er búin að blaðra alveg nóg í bili.....vona að allir eigi góðan dag...... 

Kveðja Heiður

=====================================================================

Smá viðbót fór með Sverrir í rönkenmyndatöku af fætinum hann er ekki brotinn og ekkert að sjá óeðlilegt á myndunum en bælkunarlæknirinn sem við hittum telur að taugar sem leiða frá kálf vöðva og niður í ilina sé tognaðar,ég spurði hann hvers vegna hann væri alltaf að mistíga sig þetta er í 3 skiptið á innan við einu ári hann gat ekki gefið neina skíringu á því en taldi að kálfvöðvinn sé orðin þreittu og mikið álag  á hann vegna þess að hann er alltaf að mistíga sig og er sverrir á leiðinni í æfingabúðir hjá móðir sinni heheSmilevið verðum góð saman ég og sverrir að æfa okkur að standa á einni löpp....


Fröken randa mætti

Mig langar svo að deila með ykkur litla ferfætlingnum á heimilinu en í morgunn heyrðist eitthvað suð úr stofunni og var Sokkur Gíslason frekar forvitinn en svo kom að því að hann fann þetta sem suðaði jú fröken randafluga var í stofuglugganum hann stökk upp í gluggan og kíkti á gestinn ég held samt að hann hafi ekkert skilið í þessu hann horfði bara og svo ef hún stoppaði og lengi lét hann loppuna "vaða" í hana þetta stóð í dálítinn tíma,tók mynd til gamans og set hér en svona mín skoðun á þessum óboðna gesti er að mér er frekar ýlla við þá en svo kom Lilja vinkona í kaffi í morgunn og losaði mig við hana svo nú flýgur hún um loftin blá í ískulda.....

Sokkur og fr0ken randa 001

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað er þetta ????

Sokkur og fr0ken randa 002

 

 

 

 

 

 

 

 

Er þetta dautt ??

Sokkur og fr0ken randa 003

 

 

 

 

 

 

 

 

Á ég að leika við þig ??

Sokkur og fr0ken randa 004

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er fröken randa komin undir glas á leiðinni út í hina víðu veröld....

Njótið dagsins Kveðja Heiður. 


Myndir af prinsessu.

Hér kemur hún Ásta Sigríður sem er að missa tennur frekar hratt end orði sex ára,                      (hún segir...mamma ég er orðin SEX ára)það vantar núna 3 tennur en hún er búin að missa 5 tennur...var að taka mynd til að geyma í minningasjóðnum og langaði bara að deila þessu með ykkur Cool.

Ásta tannlausa og fleyra 002

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er ein.

Ásta tannlausa og fleyra 003

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér sést vel hvað vantar húm er búin að missa tvær í viðbót í neðri góm en þær eru komnar aftur.


Sprækur sem.....

Góðan daginn !!

Er búin að vera á leiðinni að skrifa hér í marga daga en ekki komið mér til þess hef verið að spá í að skrifa um ákveðna hluti sem hafa verið að brjótast um í höfðinu á mér en eitthvað verður samt til þess að ég geri ekki neitt...ég hef verið að hugsa um svo marga hluti síðustu daga eða viku...get nú alveg komið með eina klausu samt....

Ég fór að hugsa um þetta þegar Bjössi hringdi og bauð til veislu í tilefni af 20 ára afmælinu sínu og þá fór ég að velta fyrir mér vá hvað ég hef verið heppin að hafa fengið að kinnast honum og auðvita Hjalta og Hilmari líka en af þessu tilefni fór ég að hugsa þegar þessir frábæru strákar komu til að heimsækja pabba sinn við bjuggum öll í sama bæjarfélaginu á tímabili og þá komu þeir oft bara litlir púkar þá vorum við á Grundarfirði vá þetta var svo gaman þeir komu aðrahverja helgi eða bara þegar þeir vildu  þetta var árið 1989 ég man eftir að húsið sem við bjuggum í var við aðalgötuna og það sást niður í fjöru út um eldhús gluggann sem var að baka til á húsinu oft vorum við ég Bjössi og Hjalti við gluggann og horfðum niður að sjó þá heyrðit svo oft í þessum litlu herramönnum hvar er þjörulallinn....(fjörulallinn) hann var skelfilegur en þetta var sagt við þá til að þeir færu ekki niður í fjöru og var það Ragga sem fann þetta upp ef ég man rétt...en hún leiðréttir mig ef það er vitlaust hjá mér ef og þegar hún les..en ég fór að hugsa um hvað ég hef þekkt þessa stráka legi og hvað þeir eru búnir að skemmta mér á ýmsan hátt lengi og gefa mér mikla fyllingu í lífið mér þykir alveg rosalega vænt um þessa stráka og ef ég ætti að fara að segja frá öllu hér yrði ég að gefa út heila bók.

En þetta er bar eitt af mörgu sem hefur verið að brjótast um í hausnum á mér og getur vel verið að ég skrifi meira um það seinna.

En svona af  heimilislífinu er allt gott að frétta vonandi er Ásta laus við vörturnar sem búið er að vera að plaga hana í um 2 mánuði fórum til læknisins í morgunn og heldur hann að þær séu farnar og mikið eum við fegnar Grin annars eru allir hressir ég þarf að fara með Auði til læknis í Reykjavík í dag það leið yfir hana rétt fyrir páska og á að fara að reyna að finna út hvers vegna það gerðist segi kannski bara betur um það þegar eitthvað er vitað meira en Sverrir er sprækur sem lækur.

Svo í lokin langar mig að segja frá litla ferfætlingnum á heimiliu eða kannski frá hans nýjustu leiðangrum hann hefur verið mjög duglegur að skoða þök nágrannana hér hinu megin við göturna og ef þarf að athuga með hann er ekki litið niður á jörðu heldur upp á þök nágrannana.

En ég held að ég láti þetta vera gott í bili kveðja Heiður. 


2 apríl 2008.

Góðan daginn kæru vinir.Smile

Í morgunn fór ég í kaffi til Ástu á leikskólann já þetta er síðasta skiptið sem ég hef kost á að fara í kaffi á leikskólann  jú hún ætlar að byrja sína skóla göngu næsta haust þetta var auðvita mjög gaman þau sungu nokkur lög og svo var boðið upp á kaffi og heilsubollur sem krakkarnir baka og svo fá þau vatn með appelsínum út í amma kom líka með og hlustaði á börnin og fékk sér líka kaffi og bollu Ásta var mjög ánægð með að amma gat komið og er þetta í fyrsta skiptið sem hún hefur haft kost á að koma með gaman að geta tekið mömmu með og hún fékk að sjá leikskólann,set hér mynd með til gamans.

Kaffi í leikskólanum 02,04,08 007

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er allur hópurinn að syngja saman.

Kaffi í leikskólanum 02,04,08 009

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru Amma og Ásta að fá hressingu á eftir flottum söng.

 

Ég er búin að velta lengi fyrir mér að hringja og ath hvort það væri mikið mál fyrir mig að breita um Medic Alert merki ég hef síðan 2004 þurft að ganga með þess háttar merki vegna lyfja ofnæmis sem ég fékk og á sínum tíma valdi ég mér hálsmen en hef aldrey geta notað það með góðu móti mér finnst það óþægilegt og tek það bara alltaf af mér en svo hefur mér verið dálítið mikið hugsað ef eitthvað kæmi nú fyrir mig og ég ekki með þetta hvað þá ? svo ég hringdi í morgunn og talaði við konu þar og auðvita er þetta ekkert mál ég get breitt þessu hvenær sem er og nú er ég semsagt búin að pannta armband og þetta getur tekið um 10 daga svo var fullt af vitlausum  símanúmerum og heimilisföngum í skránum hjá þeim það er víst þannig að það þarf að láta vit ef maður flytur og ef verða breitingar....ég var enn skráð á gamla staðnum og Gísli bara skráður með heimasíma usss en þetta er allt komið í lag sem betur fer.

Það er nú eins og flesti vita er mikið búið að vera um að vera hér á okkar landi vörubílstjórar og 4x4 klúbburinn mótmælir grimt og stið ég þá 100 % það er gott að láta heyra í sér og vona ég að þeir haldi bara áframm og gefist ekki upp það þarf að ná til réttra manna í miðbæ Reykjavíkur til að eitthvað breitist,mér fannst gott hjá þeim að gefa Sturla Böðvarsyni stórt dekk þó hann hafi gefið það út að hann ætti stóra skúffu....en bara áfram Atvinnubílstjórar og allir bílstjórar því þetta skiptir okkur öll máli sem rekum bíla.

En jæja ég er hætt í bili Kveðja Heiður... Kissing

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband