14.1.2008 | 18:50
Bara að leifa ykkur að
fylgjast með héðan úr snjóheimum eða það er næstum hægt að segja að maður búi í snjóhúsi allavega er það orðið frekar hvítt....
Tók fleyri myndir um kl 18 bara langar svo að sýna ykkur hvað bæst hefur í skaflinn hér við dyrnar hjá mér..
Rétt eftir kl 8 í morgunn þarna er grinverkið.
Hér er sami skafl ekkert grinverk en ein stelpa sem heiti Ásta.
Þarna einhverstaðar er gönguleiðin út í götu frá húsinu svo leinist ruslatunnan mín einhverstaðar undir snjónum.
Þetta er stóra tréð á horninu þar sem er labbað upp á pallinn við útidyrnar...það er meira en mann átt ..fyrir þá sem ekki vita.
Kærar snókveður héðan úr snjóheimum Heiður..."Snjókerling"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2008 | 11:12
FRAMHALD AF FYRRI FÆSLU.
Skólahaldi frestað til hádegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2008 | 08:41
Brjálað veður í Grindavíkinni....
Vá þegar ég vaknaði í morgunn var brjálað veður hér í Grindavíkinni og allt á kafi í snjó það var skafl fyrir utan hurðina hjá mér upp í klof..ég hef ekki séð þetta svona í mörg ár en minnisstætt er mér að veturinn 1999 var snjóþungur og var ég einu sinni flutt með björgunnarsveitinni heim þá var ég kas ólétt af Sverri og var að koma úr mæðraskoðun og töldu allir að barnið gæti hugsanlega verið að leggja af stað í heiminn en minn maður hætti við fannst veðrið sennilega of leiðinlegt og birtist viku seinna í blíðskapar veðri.
Hér liggur allt skólahald niðri og erum við bara heima en faðirinn á heimilinu hélt af stað uppúr kl 8 í morgunn á jeppanum í vinnu á höfuðborgarsvæðið eftir að hafa athugað vel með færð og ástand og virðist sem að sjórinn hafi fallið að mestu hér hjá okkur.....
Hér var jeppafæri um götubæjarnins í morgunn.
Var að reyna að taka myndir út um útidyrahurðina svona til að sýna ykkur tókst það mis vel en set hér fyrir neðan það sem tókst.
Þetta er skaflinn fyrir utan útdyrnar.
Þetta grindverk nær mér ca uppundir brjóst....
Snjóakveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2008 | 12:12
Barnaland og jafnvel fleyra.
Ég hef verið að spá í síðurnar mínar á barnalandi ég er með 3 stk þar og eins og þeir sem þangað fara sjá er ég ekki ofvirk þar....frekar en hér ef svo má segja ég gerði þessar síður á sínum tíma af miklum áhuga og var virk en í dag er ekki svo stundum hef ég spáð í að loka þeim en nei ég geri það ekki mér finnst þetta góð leið fyrir þá sem við hittum ekki oft til að fylgjast með börnunum mínum svo var þetta auðvita gert mikið fyrir fólkið okkar sem býr í Bandaríkjunum.Þau eiga öll hver sína síðu og allt flokkað og flott nú hef ég verið að hugsa um að gera bara eina systkina síðu frekar en að hætta það fer rosalega mikill tími í að setja inn myndir því mér finnst þetta eigi að vera flokkað ef síðan er í nafni eins barns en ef ég geri eina þá get ég sett allt inn án þess að flokka...því ég er ekki dugleg að setja inn myndir og sést best af því ég setti inn myndir um daginn sep til des...úff og var lengi að jæja gott af barnalandi í bili....en ef ykkur langar að skoða eru linkar hér til hliðar Auður,Sverrir og Ásta eru mínar síður Eyjólfur er svo litli frændi okkar.
Annars er allt gott að frétta hér Auður er í Reykjavík hjá Erlu frænku sinni og á að fara í leizitek eða eitthvað svoleiðins í dag í tilefni afmælis Erlu en hún var 13 ára 1 janúar og var mikil spenna að komast af stað í gær.
Jæja ég man ekki eftir fleyru í bili kveð að sinni Heiður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.1.2008 | 18:28
Framhald af 9 janúar....
sokkur er komin heim.
Hann Sokkur okkar er fundin jeminn hvað allir eru glaðir hér og sá var svangur og tók rösklega til matar síns.Takk fyrir fallegar kveðjur hér á síðunni og svo vil ég þakka Ragnheiði sérstaklega fyrir að setja þetta á sína síðu takk Ragga krakkarnir segja að þú sért best í öllum heiminum stórt knús til þín frá okkur hér í Grindavíkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.1.2008 | 10:26
9 janúar.
Ég er búin að vera frekar löt við bloggið eins og allir sjá áramótakveðja enn 9 janúar uss er það nú leti eða bara ?? hér er allt að komast í réttar skorður skólinn byrjaður og leikskóli líka og er aðal baráttan að snúa sólahringnum við í augnablikinu.
En svo eru hér mjög leiðinlegar fréttir hann Sokkur er tíndur og er mikil sorg hér börnin grátandi yfir þessu öllu hann fór út rétt fyrir 8 í gær morgunn og hefur ekki sést síðan maður finnur fyrir því að hér vantar mikið ég vona bara að hann komi heim eða einhver finni hann...hér hafa litlir krakkar gengið um hverfið og lita eftir kisunni sinni vona bara að einhver finni Sokk hann er vel merktur með nafni heimilisfangi go símanúmeri....jæja látum þetta gott heita í bili set hér mynd af Sokk fyrir neðan.
Sokkur veit ekkert betra en að leggja sig á tölvuborðinu hjá mér.
Ásta og Sokkur með jólaslaufu.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2007 | 17:19
Áramótakveðja.
þá er árið 2007 senn á enda runnið og vona ég að allir eigi gott ár 2008.
Hér ætlum við að vera saman með börnunum okkar og litla sokk og Valdimar,Hjalt,Aníta og Björn veerða hér með okkur sem er mikið gaman að geta átt gott gamárskvöld saman.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.12.2007 | 19:57
Jólakveðja.
Gleðileg jól kæru vinir sem kíkið hér inn....
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.12.2007 | 18:23
Þá eru jólin bara næst.
Þá er 17 des liðin og strákalinurinn búin að eiga afmæli þá er hægt að hugsa um það næsta og það eru jú jólin,mér finnst ég ekki geta hugsað um að koma jólunum inn í húsið fyrr en búið er að halda upp á afmælið og í dag er ég búin að vera að pakka inn jólagjöfum og koma því í kassa sem á að fara út á land svo fer ég með þetta í póst í fyrramálið og næst á dagskrá er að þrífa stofuna og setja upp jólatré og er litla gullið á heimilinu frekar spennt fyrir því og hún ætlar að skreita það sjálf.....
Hér hefur ælupest kíkt við ojbara...ekki það skemmtilegasta en þetta er svona Ásta og Sverrir skiptu bróðurlega á milli sín nóttinni í þetta og ég fékk loksins að sofna kl 5,30 í morgunn og það var rosalega gott en þurfti svo að vakna kl 7 til að vekja Auði í skólann og boða veikindi fyrir Sverrir og strax í rúmið aftur og sofið með sjúklingum til kl 11 og þá á fætur en var lengi að vakna.
Mig langar svo að sýna ykkur hvað hún ásta var með flotta fléttu á föstudaginn hún fór í jólaklippinguna og fékk S fléttu í hárið og auðvita tekin mynd afhenni set þetta til gamans hér fyrir neðan.
Jæja komið gott í dag kveðja Heiður.
Svona er fléttan á hnakkanum.
Svona önnur hliðin.
og svona er fléttan á hinni hliðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2007 | 08:28
Sverrir Breiðfjörð er 8 ára í dag.
Í dag er hann Sverrir Breiðfjörð 8 ára mikið finnst mér stutt síðan þessi strákalingur minn kom í heiminn.Hér verður svo líf og fjör kl 16 til 18 þá ætla að mæta hér í pitsu og köku bekkjarfélagar hans.
En Sverrir er ekki sá eini sem á afmæli í dag því hún mamma á líka afmæli ég gleymi aldrey þessum degi árið 1999 þegar sverrir fæddist ég var skráð 24 des og var ákveðin í að þann dag myndi ég ekki standa í að fæða barn og sagði ef barnið ætti að koma í desember þá yrði það 17 desember og jú það gerðist þetta er besta afmælisgjöf sem ég hef gefið henni mömmu og ekki bara það að hún fékk hann í afmælisgjöf þá er mamma fædd kl 3,30 að nóttu og sverrir er fæddur kl 3,40 að nóttu mamma segir að þetta nái ekki skekkju mörkum...ég ætla svo að setja myndir af afmælisbörnum dagsins hér fyrir neðan..
Sverrir nýfæddur á sjúkrahúsinu í Keflavík.
Sverrir Breiðfjörð með litlu kisuna hans Hjalta.
Hér eru svo mamma og Ásta Sigríður stóra.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)