13.12.2007 | 12:38
Jól,afmæli eða afmæli og jól...
Ég er hér þó ég skrifi ekki mikið ég hef ekki gefið mér mikinn tíma í tölvunni lesið einstaka síður og spilað svo tölvuleikinn minn á kvöldin og farið snemma að sofa....ég er búin að vera að undirbúa jólin og jú og svo auðvita á prinsinn á heimiliu afmæli í byrjun næstu viku og það er verið að undirbúa stráka afmæli líka.
En við fórum á jólahlaðborð með vinnufélögum Gísla á laugardagskvöldið á Grand hótel og var það mjög gaman og mjög góður matur við vorum ekki með neitt nætur rölt frekar en í önnur skipti þegar við förum eitthvað svona og vorum komin heim um kl 1 sem er frekar seint á okkar mælikvarða.... hehehe.
Svo fórum við á sunnudaginn í jólagjafa leiðangur og vorum við bara dugleg kláruðum allt sem þarf að senda í burtu en eitthvað er eftir sem ekki þarf að senda ég var mjög ánægð með þetta en var þreitt eftir þennan dag,við enduðum svo á að fara í kirkjugarðinn til Himma og kveiktum ljós hjá honum mér finnst leiðið hans fallegt og er komið jólaljós hjá honum sem er fallegt við keyptum luktir sem á að fara á leiðið hans og er Gísli að skoða hvernig hægt verður að festa þær og held ég að lausnin sé komin og verður farið með þær um næstu helgi.
Jú auðvita er þetta ekki alveg tíðinda laus vika...hahaha það er alltaf smá fjör og læti hér já þvottavélin þvoði sinn síðasta þvott hér á mánudags morgunn svakaleg læti og hávaði fylgdi því og belgurinn skröllti inn í henni hún var orðin 10 ára og hefur þurft að vinna mikið öll þau 10 ár og sá ég framm á að þurfa að fara í bæinn og versla eitt stk þvottavél í jólaösinni en hún Ásta vinkona mín átti auka þvottavél sem henni var gefið og mundi ég auðvita ekki eftir því og vinnur hún nú í þvottahúsinu af miklu kappi og fékk ég hana lánaða og ætla ég að fresta öllum kaupum á þvottavél framm yfir áramót.
Jæja nú er ég farin að taka til og haga mér eins og húsmóðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2007 | 10:26
Mynda sýnig frá helginni.
Æj ég er búin að vera ferðlega löt að skrifa hér inn er mest að velta fyrir mér hvernig ég kem væntanlegum jólum inn í húsið en það þokast komin búin að setja upp ljós í herbergin en stofan er eftir puff það hlítur að koma.En við fórum í sumarbústað um helgina með Ástu Gumma og dætrum og var það mjög gott bara slappað af farið í heitapottinn svo fengum við gesti þeir mættu Valdimar,Björn og Haukur Atli og borðuðu með okkur á laugardagskvöldið.Ég set hér myndir frá helginni til að sýna ykkur.
Allir í heitapottinum.
Ein af settinu.
Frændurnir brosandi út að eyrum.
Svo var myndataka fyrir jólakort ýmsar stellingar hjá börnunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.11.2007 | 15:45
Föndur og jólaskraut.
Hæ hæ ég er hér enn hef ekki verið virk núna á blogginu telst eiginlega til þeirra óvirku hef verið að leika mér meira í öðru í tölvunni en ég er bara nokkuð góð núna mér finnst ég aðeins vera að koma til ég sef samt enn suma daga en alls ekki alla og það er bót, Ég er byrjuð í þessu prógrammi sem ég sagði frá í síðustu fæslu og það er eitthvað sem heitir Hugræn atferlismeðferð og er kallað HAM ég er komin með heimaverkefni sem ég á að gera í hverri viku ég var að lesa allt um þetta í morgunn hvernig þetta virkar og þess háttar mér líst vel á þetta og ætla að vera samvisku söm með verkefnin því þetta hlítur að hjálpa mér,ég segi svo meira frá eftir því sem á líður því ég er enn að átta mig á þessu sjálf.
En svona að daglega lífinu þá gengur allt vel við fórum með börnin í leikskólann á jólaföndur laugardaginn ég er í stjórn foreldarfélagsins og þarf því að vinna við þetta svo þá kemur kallinn sterkur inn í föndrið með börnunum hann er bara nokkuð góður þar þessi elska þau máluðu skó jólatré og fleyra en sú minsta ætlaði að hafa nokkuð góða fjöldaframleiðslu og málaði að kappi án þessa að vanda sig mikið en svona er að vera minstur þá skilur maður ekki allt...svo var fengið sér vöfflur með rjóma kaffi og svala fyrir börnin en myndavélin gleymdist heima sem mér fannst vest en sjáum hvað kemur á heimasíðu leikskólans hvort ekki verður hægt að fá að láni eitthvað af myndum.
En svo eru jólin farin að nálgast og er ég farin að hugsa fyrir jóla ljósum í glugga ÆÆÆ en er samt ekki alveg í stuði til að fara í það að þrífa alla glugga og skreita en svona er það bara stundum þarf að gera meira en gott þykir......
Jæja þetta er orðið gott í bili ég ætla að fara að ná í litla barnið mitt á leikskólann.
Í lokin langar mig að þakka öllum fallegar kveðjur hér á síðunni minn og einnig þeim sem hafa lesið og ákveðið að hringja og stappa í mig stálinu þetta er alveg ómetanlegt stórt knús á ykkur öll.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.11.2007 | 15:38
Helgin....
Jæja þá er róleg og notaleg helgi að baki Já segi það vegna þess að við vorum ekki með börnin heima um helgina sem var bara kærkomið að fá að slappa bara af tvö ein en frekar tómlegt engin að kalla mamma eða vakin upp kl 7,30 á laugardagsmorgni má ég kveikja á sjónvarpinu,Auður var hjá Jóhönnu vinkonu sinni Sverrir fór með Valdimar bróðir sínum á Skagaströnd og Ásta litla var hjá Sigþór bróðir sínum og lék við Hafdísi dóttur hans þær eru jafn gamlar nema Ásta er fædd í janúar og Hafdís í desember þannig að það er í raun heilt ár á milli þeirra,Við gerðum svo sem ekki neitt sérstakt nema að liggja bara í leti heima og hafa það huggulegt.....en það er líka mjög gott og nauðsynlegt.
Það er eitt sem ég er búin að velta mikið fyrir mér að skrifa hér á bloggið en einhvern vegin ekki komið mér til þess,ekki það að ég hafi átt erfitt með að tala ég kann það mjög vel.....en það er svoleiðins þegar sorgin og erfðileikar banka hressilega uppá hjá manni verður allt mikið erfiðara eða það er þannig hjá mér ég hef smá saman verið að loka mig af hér heima sem er engan vegin nógu gott en það er bara þannig mér hefur ekki gengið nógu vel að vinna úr sorgini eftir að Hilmar dó og hef í raun ekki vitað hvað ég ætti að gera og er því besta lausnin á vandamálinu að loka sig af þá þarf ekki að tala og útskíra líðan þann dag....en auðvita banka þá bara fleyri vandamál uppá sem er enn verra og það sá ég alveg en ég var bara komin í ákveðna krísu með mig sjálfa þangað til góð vinkona kom hér gagngert til að ræða þetta við mig(því það voru allir sem umgengust mig búinir að sjá þetta þó ég reyndi mikið til að fela mína líðan)og úr var að ég ákvað að pannta tíma hjá lækni fyrir um 2 vikum síðan og gat ég rætt þetta allt vel við hann jú auðvita þurfti ég hjálp og ég er komin með lyf og ég er komin í 12 vikna samtals meðferð hjá hjúkrunarfræðingi hér á heilsugæslunni og hitti hana 1 sinni í viku......ég er mjög sátt við þetta prógramm sem ég er að fara í og held að með tímanum þá hjálpi það mér að læra að lifa með þessari miklu og erfiðu sorg.Þetta tekur tíma og þá meina ég langan tíma og þó ég sé búin að vera í 2 vikur er ég enn að leggja mig í tíma og ótíma alla daga ég þarf að sofa alveg rosalega mikið og fer næstum allur tíminn sem börnin eru ekki heima í að sofa,það er víst eðlilegt að sofa mikið eða sofa ekki neitt....
Jæja þetta er nú gott í bili og gott að vera búin að koma þessu frá mér og niður á blað ef svo má segja ég segi svo meira frá hvernig gengur vonandi verður það bara ekki eins erfitt og þetta.
Kveðja Heiður.
Svo er kertasíðan hans Himma líka hér til hliðar endilega muna eftir henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.11.2007 | 13:18
Afmæli.
í dag er afmælið hans Hilmars Æ hvað við söknum hans.
Mig langar að kvetja alla til að kveikja nú á kerti á kertasíðunni hans Himma það væri svo gaman að sjá mörg kerti þar linkurinn er hér til liðar<-<-<-<-<-<-<-<-
Einnig langar mig að minnast hennar Auðar systir Gísla hún hefði átt afmæli líka ef hún væri á lífi.
Kveðja Heiður.
Hér er svo mynd að Hilmari okkar.
Smá viðbót hér bankaði hjá mér góð kona og vildi færa okkur fjölskyldu Himma mynd af honum síðan hann var í unglingavinnunni hún hafði farið inn á síðuna hjá Ragnheiði og lesið þar og fannst myndin best komið fyrir hjá fólkinu hans Hilmars set hér myndina þetta er auðvita ómetanlegt að fá svona gjafir og er ég mikið þakklát.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.11.2007 | 14:20
Net laus og allt í steik...
Jæja þá er ég mætt á NETIÐ aftur já þegar við komum heim á sunnudags kvöldið sagði Valdimar okkur að ráderinn væri sennilega bilaður og hann væri búin að tala við þá hjá símanum og þeir kæmur og laga þetta SVVVVOOOOO varð ég frekar óþolinmóð á biðinni og fór að hringja strax á mánudags morgunn þá var beðið eftir að þetta yrði skoðað og ég netlaus ekki hægt að gera neitt ekki hægt að spila leikinn og ekki hægt að lesa blogg hvað átti ég að gera ????orðin frekar leið á biðinni um miðjan dag í gær og hringdi aftur og þá var búið að skoða þetta allt línudeildin búin að senda þetta í Keflavík því það þurfti maður að koma og skoða í kassan út í götu svo ég þurfti að bíða lengur orðin frekar eða pirruð á þessu en svo í hádeginu þá komu þessir menn og ég er komin með netið mikið var ég glöð það var semsagt bilnum í kassanum út í götu.
En semsagt við fórum í leikhús á sunnudagskvöldið á afmælissýninguna hans Ladda og þetta er snildar sýning við hlógum mikið og skemmtum okkur mjög vel hann er alveg snillingur hann Laddi.
Jæja gott í bili kveðja Heiður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2007 | 13:48
3 litlar kisur
Hér er búið að vera líf og fjör Gísli fór í gær og sótti Hjalta og Anítu og auðvita var ekki hægt að skilja kisurnar eftir einar heima svo Sokkur fékk líka félaga hann passa sinn heima völl jú hann á heima hér og hefur látið Lukku alveg vita það þeir slást eða leika og er okkur ekki alltaf alveg að standa á sama allavega þorðum við ekki annað en að loka Sokk inni hjá okkur í nótt hann var nú ekki alveg sáttur en sofnaði svo og vaknaði hress í morgunn.
Eins og ég sagði hér áðan þá eru Hjalti og Aníta hér hjá okkur við erum að fara á Ladda sýninguna í kvöld og hlökkum mikið til Valdimar kemur og passa þannig að börnin á heimilinu fá eggjaköku að hætti Valda bróður og finnst þeim það bara spennandi.
En svona til fróðleiks fyrir fjölskylduna þá fékk Gísli langafa barn nr 2... 6 nóv Þórhallur sonur Bylgju var að eignast dóttir en átti son fyrir hann Gísla Stein til hamingju Brynhildur og Þórhallur.
En svo að lokum þá að minna á ljósin hans Himma.
Kveðja úr kattalandi Heiður.....
PS set hér 2 myndir af kisunum.
Sokkur og Lukka að leika sér.
Allir að kvíla sig í sófanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2007 | 10:34
Alveg óásættanlegt.
Foreldrahúsið húsnæðislaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.10.2007 | 20:39
Sokkur Gíslason
Nokkar myndir af Sokk litla kisustrákunm okkar þetta er fyrir hana Sollu sem gaf okkur Sokk svo hún sjái hvað hann stækkar.
Eyjólfur Már að kissa Sokk svvvooo góður.
Eins gott að passa þetta svæði Sokk finnst mjög gott að fá sér smá lúr eftir matinn undir skúffunum í eldhúsinu.
Hér er Sokkur komin í dúkkurúm.
Þessi mynd er tekin í dag 31,10 2007
Bara minna svo á kertasíðuna hans Hilmars.
Kveðja Heiður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.10.2007 | 15:29
Snjórin er komin
það var mikil gleði hér í morgunn þegar börnin vöknuðu og litu út um gluggan það heyrðist bara SJÓR mamma það er komin SNJÓR það var mikil spenna að komast út og skóla fólkið farið af stað 7,40 mettími á þessu heimili, það tók Sverrir líka rétt tæpan klukkutíma að komast heim úr skólanum sem að öllu venju tekur 15 til 20 mínútur hann sagðist hafa þurft að leika sér á leiðinni....
Ásta var líka svakalega spennt að mæta á leikskólann hún ætlaði að búa til snjókall og snjóhús og snjóbollta mikil gleði að sjá leikskólann allt í snjó og bekkurinn undir glugganum í leikskólanum var þétt setin af börnum sem biðu eftir að komast í útiveru og leika snjónum.
Hér er annars allt gott að frétta.
Set hér með 2 myndir af börnunum okkar og snjó eða ekki snjó en tengjast þó báðar snjó að einhverju leiti......mér finnst þær æðislegar .....
Hér eru Ásta á snjóþótu og Sverrir að draga.
Hér eru Auður og Björn að koma rennandi niður brekku rétt hjá Austurveginum þar sem við bjuggum áður.
Muna svo kertasíðuna hans Hilmars hér til hliðar.
Kveðja Heiður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)