9.10.2007 | 15:55
24 stundir.
er blað sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun ég hef nú stundum kíkt í þessi blöð en í þessu blaði er grein með fyrir sögninni "þarf egg frá annarri konu"ef ég sé greinar teingdar þessum málum les ég þær alltaf,því ég er ein af þeim sem ekki gekk að verða ófrísk tvö eldri börnin eru lifja frjókuð en svo kom litla skottið á eðlilegan hátt,mér finnst samt umræðan hafa opnast síðan ég stóð í þessu fyrst fyrir um 13 árum(dóttir mín er 12 ára síðan í febrúar)mig langaði bara að benda á þetta eflaust eru mjög skiptar skoðanir á þessu eins og öllu en ég hef alltaf samúð með þessum konum og finnst þær hetjur að koma fram með þessi mál.
Æj svo get ég ekki sótt þessa frétt í blaðinu eins og ég ætlaði en fyrir þá sem vilja þá er hún á bls 4 í 24 stundir aukablað í dag,ef einhver getur sagt mér hvernig ég get náð í þessa frétt skal ég glöð reyna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 18:28
Sunnudagur.
Það er komin sunnudagur ok flott í gær var bara ekki minn dagur hann fór að mestu þ.e fyrri hluti dagsins á liggja í rúminu ég fékk svo slæmt mígreni "þetta er örugglega ekki rétt skrifað" en hvað með það að ég stóð ekki í fæturnar og mikið var ég feginn að hinn helmingurinn var heima til að hugsa um ungafólkið og sjá til þess að allir fengu sitt nammi á laugardegi ...nema hvað var nú betri þegar líða tók á daginn og hrestist en var slöpp samt það sem eftir lifði degi...
En í dag er sól og gott veður og er ég svakalega feginn því mér finnst komið nóg af rigningur við fórum í bæinn því hann Sigþór er þrítugur í dag....til hamingju með daginn gamli.... við fengum líka þessa flottu veislu hjá þeim og hittum börnin sem ég hitti ekki í gær því hann Sigþór kom og náði í Auði systir sína og gisti hún hjá Sigþór og Írisi í nótt ...gaman fyrir svona gisti sjúkinga eins og Auði.
Svo komum við í Kirkugarðinum og litum við hjá Himma okkar sem mér finnst alltaf mjög gott en svakalega erfitt við vorum mjög ánægð með að einhver hafði kveikt á kertinu sem við fórum með síðast og ekki gekk að láta loga á og þegar var búið að stoppa smá stund fórum við af stað heim á leið og hittum þá Röggu og Bjössa og svo Steinar og Ragga hafði auðvita kveikt á kertinu það var gaman að hitta þau.
Svo bara að muna Himma ljósin fallegu.
Mig langar að segja ykkur hvað ég er glöð hvað margir hafa fundið bloggið mitt hér sem ég er kannski ekki í sambandi mikið við en endilega gerið var við ykkurí komment eða gestabók..
Kveðja Heiður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.10.2007 | 10:58
Komin tími
til að skrifa hér af þessu heimili er allt gott að frétta dagarnir að mestu eins vinna skóli borða og sofa... í gær var 4 oktober sem er dánardagur pabba hann dó 1998 fyrir 9 árum æj ég sakna hans alltaf svo mikið þó ég hafi alltaf verið talin mikið mömmu stelpa þá var pabbi mikill maður í mínu lífi mig langar að rifja upp smá frá minni æsku,mamma mín var ljósmóðir og starfaði á Patró alla sína tíð og þegar mamma var að taka á móti var einfaldlega ekki hægt að ná í hana og þá varð maður að nöldra í pabba staðin og þegar mamma var með langar fæðigar sem kom stundum fyrir þá eldaði pabbi og þá var sko hakk og spagette ekki leiðinlegat eða hakk og gríta það eldaði bara pabbi það var þannig að ef pabbi vakti mig í skólann á morgnana þá hafði mamma farið út um nóttina þá hugsaði ég oft YES hakk og gríta í matinn í kvöld svo á meðan var borðað morgunn matinn þá var sagt við pabba er hakk og gríta í kvöldmatinn....pabbi var líka svo mikill afi hann naut þess svo að vera með barnabörnin sín þegar ég kom vestu með börnin var það bara afi og aftur afi,og þau bæði mamma og pabbi Himmi talaði líka oft um að hann ætti auka ömmu og afa og hann átti auðvita auka sett af öllu og þegar pabbi var að koma með eitthvað fyrir hann þá sagði hann afi er svo góður æj þeir hafa nú hist,þetta er gott af æsku minningum í bili.Svo var líka mánuður í gær frá því að ég gekk þann erfiðasta dag í lífi mínu að fylgja honum Hilmari til grafar æj hvað ég sakna þeirra mikið elsku strákarnir mínir svo er líka hann Eyji bróðir hjá guði eins og er sagt hér ég sakna þeirra allar svo mikið...
Ég fékk líka æðislega flotta mynd af Hilmari í gær Auður kom heim í frímínútum með ljósritaða mynd af Himma sem er í árganga bók í skólanum hún er tekin þegar hann var í 10 bekk svo kom Lilja vinkona mín hér í morgun og sá myndina og fór ég að segja henni að ég ætlaði að tala við bókasafnið í skólanum og vita hvort ég mætti fá bókina lánaða og hún bauðst til að tala við pabba sinn(hann er skólastjóri hér) því hann væri með svona bók á sinni skrifstofu og hún sagði að hann ætlaði að reina að redda bók fyrir mig og fæ ég 2 ef Ragga vill fá líka.
En jæja ég og börnin ætlum að fara í bæinn í dag og kaupa það sem kisan þarf og er spennan mikil hjá þeim svo hittum við pabba líka hann er alltaf búin snemma á föstudögum.
En jæja nú ætla ég ekki að skrifa meira í bili og ætla að kveikja á kerti fyrir strákana mína... minni bara á kertasíðuna hans Himma
Kveðja Heiður....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.10.2007 | 20:24
ÆJ
hvað ég er búin að vera löt að skrifa hér og ætla ekki að skrifa mikið...en það er eitt sem mig langar að segja samt hér bara vegna þess að mér finnst þetta óendalega sætt og fallegt...hún Ásta litla mín sem er bara 5 ára er að teikna hér við hliðina á mér hún er að teikna mynd af sér og Hilmar bróðir sínum og ætlar svo að setja þetta á himmaborðið okkar hér í stofunni......æj hún spyr svo mikið um hann og talar svo mikið um hann svona til að skíra betur eru þau í takkaskóm svo eru ský og blóm.... þetta er svo sætt.
kveðja Heiður
Bara muna eftir Himma ljósum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.9.2007 | 13:20
Myndasýning.
Ásta litla kallar til mömmu sinnar úr stofunni í morgunn"mamma þetta er Himmi bróðir minn" já Himmi er bróðir þinn sagði ég við hana var frekar upptekin við að lesa blogg á tölvunni svo kemur hún labbandi með mynda albúm og þar voru þó nokkuð af myndum af Hilmari ég er búin að vera að færa allar myndir af honum saman í eitt albúm og þetta albúm hafði alveg farið framm hjá mér hélt að ég væri búin að fara mörgum sinnum yfir hvert albúm og þarna voru myndir sem ég mundi eftir og vissi ekki alveg hvar voru...en ég ætla að setja eina hér fyrir neðan og svo fer restin af þeim í albúm sem heitir FLOTTAR MYNDIR og þetta er auðvita mikið til gert fyrir Röggu mömmu Hilmars og auðvita alla fjöldskyldu og vini Hilmars bæði föður og móður svo geta Hjalti og Björn hlegið líka því ég skannaði inn líka mynd af þeim fyrir þá.Þeir sem vilja myndir meiga taka það héðan......
Muna svo ljósin hans Hilmars linkurinn er hér til hliðar.
Kveðja Heiður.
PS þessi finnst mér æðislega það stóð yfir jólakorta myndataka árið 1996.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 19:28
Litla kisan okkar
Þetta er litla kisan okkar hún hefur ekki fengið nafn ennþá Ragga sendi okkur þessa mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.9.2007 | 10:11
Ég kann
að skrifa segir Ásta Sigríður við okkur foreldrana og kemur með blað sem á stóð "Daddi og barnapían" og mamman alveg upp með sér að 5 ára stelpan sín gæti skrifað þetta(hún kom með blað og bað pabba sinn um að skrifa stafinn sinn ég skild ekki alveg hvers vegna því hún hefur marg oft skrifað hann hana vantaði bara G í orðið OG) en held áfram hér með söguna hún svarar röggin já mamma ég skrifaði þetta og ég tók utan um hana og sagði æj stóra stelpan mín vá hvað þú ert dugleg og hún hæst ánægð með hrósið frá mömmu,svo labba ég fram og þá lá hún með allar disney bækurnar sínar og var að skrifa eftir þeim þá skildi mamman hvers vegna hún gat skrifað þetta langa orð.....og mömmu finnst hún samt dugleg og er jafn ánægð með stelpuna sína....þetta er smá innlegg í daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2007 | 15:48
Ég finn að
ég er frekar pirruð í dag og er það vegna þess að við fjöldskylda Himma höfum verið að reina að fá dótið hans sem hefur gengið að nokkru leiti og eitthvað komið til Röggu mömmu hans með góðra manna hjálp en það er að pirra mig að það eru einhverir endar enn lausir og ég skil ekki afhverju það er þannig.....ég vil kannski ekki tala mikið um þessa lausu enda núna því ég held að það sé ekki alveg rétt fyrst vil ég vita meira um það.
Annars fór ég aðeins og lét dekra aðeins við mig í morgunn sem er mjög gott fyrir pirrrraða konu og að gleyma ekki sjálfum sér svo keypti ég Mannlíf og las um bloggið sem var líka gott,Sverrir er vonandi að byrja að jafna sig í fætinum hann kvartar ekki eins mikið og í gær og stelpurnar eru svona svipaðar Auður komin á fullt í fimleikana og æfir 4 sinnum í viku henni finnst gaman í fimleikum svo ætla Sverrir og Ásta að æfa líka fimleika ég veit að Ásta gerir það því henni það gaman en Sverrir gafst upp í fyrra en vill prufa aftur og gerir það um leið og hann jafnar sig.
Jæja komin tími til að sækja Ástu á leikskólann bless að sinni.
Endilega muna eftir kertasíðunni hans Hilmars.
Ég ætla svo að setja hér mynd sem mér finnst svo góð þó að litlu ungarnir séu ekki að horfa og með hendur á réttum stað en þetta eru þau öll saman systkinin 4 þessi mynd er síðan á jólum 2002.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2007 | 10:36
Sverrir
Breiðfjörð var að meiða sig...sem er eitthvað sem gerist reglulega hjá mínum manni hann kom heim rétt fyrir kvöldmat í gærkvöldi ég að klára að elda kvöldmatinn mamma ég steig á nagla...og ég sagði strax Sverrir var ég ekki búin að banna þér að vera niður á byggingasvæði...(það er verið að byggja blokk hér rétt fyrir neðan okkar hverfi) mamma ég var ekki á byggingasvæðinu sagði hann og var kvass...ég var úti í móa og þessi naglaspíta líka og ég sá hana ekki sagði sverrir....jæja ok mamma skoðar þetta jú það er sár og ég hreinsaði þetta eins og ég gat og setti plástur hann var mjög aumur í gærkvöldi og þurfti mikið að láta vorkenna sér en svo þegar hann vaknar í morgunn fann hann svo til að mér þótti rétt að láta kíkja á þetta og við fórum upp á heilsugæslu hann fékk umbúðir og krem ekki var sjánleg nein sýking núna en ég á að fylgjast vel með þessu og setja nýtt krem og umbúðir svo fór litli maðurinn í skólan og mamma sækir á hann þegar skólinn er búin...
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.9.2007 | 14:36
Afslöppuð helgi að mestu
Jæja þá er ég sest hér niður ég er búin að hafa það nokkuð gott um helgin bara slappað af á laugardaginn og endaði með hárgreiðslu hjá Ástu.....
Svo var farið í Reykjavík á sunnudaginn við höfum verið að spá í að kaupa kertalugtir á leiðið hans Hilmars við fórum í garðheima og sáum lugtir en af því að við erum sammála foreldrarnir að hafa 2 luktir þá voru bara til svo stórar eða bara ein lukt þannig að við ætlum að skoða á fleyri stöðum svoa luktir við fórum að leiðinu með rósir og kerti það gekk ekki alveg að láta loga á kertinu og svo vildu systkinin öll setja rósir svo þetta varð eins og margir hafi komið það voru líka einhverjir búin að koma með rósir en litlu systkini verða að fá að taka þátt í þessu líka engillinn sem Ragga fór með er svakalega fallegur svo var koið við hjá Röggu og Steinari í kaffi sopa þar voru Hjalli og Aníta og Bjössi auðvita líka alltaf gott að hitta krakkana svo er hún Ásta svo hrifin af Anítu svo það er extra gaman hjá henni.....
Við vorum svo komin heim um kl 17,30 og þá var farið að leika sér í tölvunni þangað til við fórum í matarboð hjá Gumma og Ástu það var lassaniet ekki leiðinlegt að fá það vorum komin heim um 21 alveg pakk södd og sæl sem gerði það að verkum að það var ekki gert neitt að viti nema að koma börnunum í rúmið stóðum semsagt á blístri þangað til farið var að sofa....
Annars er allt gott hér í dag sonurinn búin að læra fyrir daginn og beðið eftir að stóra barnið komi heim þangað til næst bless Heiður.
Já eitt enn bara að minna á ljósin hans Himma hér til hliðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)