Finnst ykkur þetta í lagi ?

Ég er alveg hoppandi núna,það var hringt í mig í gærkvöldi og mér sagt að Ásta værir að leika sér í gamlaleikskólanum þetta er hús sem á að rífa og hefur verið á áætlun í MARGA marga mánuði hjá bænum og er einhver von um að það verði í næstu viku,ég auðvita tók mína á teppið og svo var ég ákveðin í ásamt fleyri mæðrum hér í bæ að fara og skoða þetta og ég get ekki sagt annað en ég fékk næstum taugaáfall á að koma inn í leikskólann,við fórum 3 saman og ræddum við byggingafulltrúan hér og lofaði hann að þessu yrði lokað strax í dag...ég ætla svo að fylgjast með að það verði gert.

En svo er byggingja fyritæki sem heitir Grindin að byggja tveggja hæða blokk beint fyrir aftan þennan yfirgefna leikskóla og þar er allt í fokki að mínu mati þar standa steipustyrktar járn upp í loftið og timbrið og steipu mót út um allt,já þetta er byggingasvæði og ég veit vel að ég á að passa börnin mín sjálf það þarf ekki að segja mér það,en hvar er ábyrgð vektakans á hann ekki að girða svæðið til að reyna að fyribyggja að börnin komist inn svo virðist ekki vera ég hringdi og talaði við verktakann og hann svaraði bara með dónaskætingi og sagði mér að ég skildi bara passa börnin mín sjálf ég er búin að marg segja þeim að það má ekki fara þangað en allt kemur fyrir ekki og nú er mælirinn fullur hjá mér ég ætla að taka slaginn og gera allt sem í mínu valdi stendur til að hér verði ekki stór slys og að eitthvað gert til úrbóta en ég ætla ekki að loka börnin mín inn allan sólahringinn það er nokkuð víst Magnús getur bara girt hjá sér svæðið... djö hvað ég var reið í morgunn þegar ég var búin að tala við hann. Ég tók myndir og ætla að setja hér fyrir neðan ég er líka búin að tala við alla fjöðmiðla og vona ég að einhverjir birti frétt um þetta.

Byggingasvæðið 26.júní 2008 044

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er á bygginasvæðinu.

Hvað gerist ef einhver dettur þarna niður...ég get ekki hugsað það til enda.

Ég er með fullt af myndum en læt þessa duga æi bili og vona bara að það gerist eitthvað í þessu áður en skaði hlíst af.

Kveðja Heiður.... 


Bloggfærslur 26. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband