Finnst ykkur þetta í lagi ?

Ég er alveg hoppandi núna,það var hringt í mig í gærkvöldi og mér sagt að Ásta værir að leika sér í gamlaleikskólanum þetta er hús sem á að rífa og hefur verið á áætlun í MARGA marga mánuði hjá bænum og er einhver von um að það verði í næstu viku,ég auðvita tók mína á teppið og svo var ég ákveðin í ásamt fleyri mæðrum hér í bæ að fara og skoða þetta og ég get ekki sagt annað en ég fékk næstum taugaáfall á að koma inn í leikskólann,við fórum 3 saman og ræddum við byggingafulltrúan hér og lofaði hann að þessu yrði lokað strax í dag...ég ætla svo að fylgjast með að það verði gert.

En svo er byggingja fyritæki sem heitir Grindin að byggja tveggja hæða blokk beint fyrir aftan þennan yfirgefna leikskóla og þar er allt í fokki að mínu mati þar standa steipustyrktar járn upp í loftið og timbrið og steipu mót út um allt,já þetta er byggingasvæði og ég veit vel að ég á að passa börnin mín sjálf það þarf ekki að segja mér það,en hvar er ábyrgð vektakans á hann ekki að girða svæðið til að reyna að fyribyggja að börnin komist inn svo virðist ekki vera ég hringdi og talaði við verktakann og hann svaraði bara með dónaskætingi og sagði mér að ég skildi bara passa börnin mín sjálf ég er búin að marg segja þeim að það má ekki fara þangað en allt kemur fyrir ekki og nú er mælirinn fullur hjá mér ég ætla að taka slaginn og gera allt sem í mínu valdi stendur til að hér verði ekki stór slys og að eitthvað gert til úrbóta en ég ætla ekki að loka börnin mín inn allan sólahringinn það er nokkuð víst Magnús getur bara girt hjá sér svæðið... djö hvað ég var reið í morgunn þegar ég var búin að tala við hann. Ég tók myndir og ætla að setja hér fyrir neðan ég er líka búin að tala við alla fjöðmiðla og vona ég að einhverjir birti frétt um þetta.

Byggingasvæðið 26.júní 2008 044

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er á bygginasvæðinu.

Hvað gerist ef einhver dettur þarna niður...ég get ekki hugsað það til enda.

Ég er með fullt af myndum en læt þessa duga æi bili og vona bara að það gerist eitthvað í þessu áður en skaði hlíst af.

Kveðja Heiður.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Eru þeir að bíða eftir slysi eða hvað?  Andskotans kæruleysi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Já Jenny það er verið að bíða eftir að eitthvað gerist þarna og ég er ekki hætt það er á hreinu.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.6.2008 kl. 14:38

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ótrúlegt dæmi.  Ég hélt að það væri þeirra ábyrgð að ganga frá svæðinu hættulausu. 

Gott hjá þér Heiður að standa í þessu og gangi þér vel. 

Elísabet Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hélt nú að það væri meira að segja í lögum að það ætti að girða byggingarsvæði af - einmitt út af slysahættu.

Dísa Dóra, 26.6.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú skalt bara siga löggunni og Vinnueftirlitinu á þetta karlfífl. Hvaða mamma er á harðakani á eftir krökkunum sínum allan daginn? Engin sem ég þekki allavega.

Helga Magnúsdóttir, 26.6.2008 kl. 15:02

6 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Nei þetta er ekki í lagi...ekki er ég hlaupandi á eftir mínum stelpum allan daginn...þetta er bara slysagildra og skil ég að þú óttist að leyfa að leyfa krökkunum að vera úti.

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 16:16

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það er einmitt það sem ég er að meina Elísabet takk fyrir kvatninguna.

Ekki vill þessi verktaki meina það hann segir bara að ég eigi að passa mín börn sjálf Dísa og þá geri ég sennilega ekki neitt meira allan daginn.

Akkúrat Helga ég þekki heldur ekki neina mömmu og ég er búin að tala við lögguna en þeir geta ekki gert neitt fyrr en það verður slys og það er einmitt það sem ég vil ekki að verði þess vegna er ég að þessu.

Já Helga Nanna þetta er bara slysa gildra.

Takk fyrir ykkar comment ég alls ekki hætt er búin að fá smá hint í dag með því að hringja út um allt og kem kannski með viðbót þegar ég er búin að skoða þetta betur. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.6.2008 kl. 16:37

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk Sigga mín já það er ekkert meira virði í lífinu en börnin okkar

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.6.2008 kl. 18:56

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við skulum vona að engin slasist og að þetta fari vel.
Kveðjur og knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 19:24

10 Smámynd: Anna Ágústa Bjarnadóttir

Heiður mín ég veit alveg hvað þú ert að tala um,ég sé þetta svæði oft á dag og hef líka oft hugsað til þess,hvað ef þarna verði slys,þú færð fullann stuðning héðan og við hvetjum þig áfram,

kv fjölsk á Dalbrautinni

Anna Ágústa Bjarnadóttir, 26.6.2008 kl. 20:38

11 Smámynd: Hulla Dan

Þetta hefði mér þótt heillandi leiksvæði á 11- 14 ára aldrinum. Og mamma gat ekki haft mig í bandi.

Mikið rosalega er ég sammála þér Heiður mín. Haltu áfram þar til eitthvað verður gert.

Knús á þig.

Hulla Dan, 26.6.2008 kl. 20:48

12 identicon

Áfram Heiður!  Það er greinilegt að Grindvíkingar þurfa á kjarnakonu eins og þér að halda.  Bara halda þessum slóðum við efnið og ekki leyfa þeim að vera með neitt múður.  Þeir verða að fara eftir lögum og reglugerðum og punktur og basta.

Rúna (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 11:48

13 Smámynd: Þóra Björk Magnús

   Það þarf að kenna þessum aðilum á þann eina hátt sem þeir skilja og það er að kafa ofan í pyngjuna hjá þeim. En mér heyrist nú vindurinn eitthvað farinn að minnka í lögreglunni síðan við Rauðavatn.

  Af hverju þarf alltaf eitthvað hrikalegt að ske áður en hægt að grípa inn í ??

   Fyrir nokkuð mörgum árum voru málshættir og orðtök höfð í hávegum og ég man ekki betur en að einn þeirra hljómaði eitthvað á þessa leið :

    Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann !

  Ég dáist að eljunni í þér og hörkunni, þú ert til fyrirmyndar

Þóra Björk Magnús, 27.6.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband